Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.6.2011 | 13:03
Það þurfa fleiri að segja sig frá kirkjuþingi.
![]() |
Segir sig frá kirkjuþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2011 | 08:31
Til hamingju.
![]() |
Katrín eignaðist son |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2011 | 08:25
Þetta hljómar bara vel.
Stærsta málið er að breyta þeim lögum sem standa því í vegi að keyra saman mismunandi tölvukerfi.
En þá þarf einnig að gæta að því að ekki séu keyrðar saman aðrar upplýsingar en þær sem koma þessu máli við.
Aðeins verði hægt að sjá, í rauntíma, hvaða ávanalyf hafi verið skrifuð út og annað ekki.
Og í rauninni kemur það aðeins þeim lækni við sem ætlar að skrifa út slíkt lyf.
Og bráðadeildum sjúkrahúsanna ef viðkomandi er lagður þar inn.
Starfsfólki lyfjaverslanna ætti ekki að koma það við.
Nema að lyfjafræðingur ætti að geta hringt í vafatilfellum.
Flesta í þessum störfum varðar ekkert um það, hvað einhver á líknardeildinni er að fá mikið morfín.
Strangt eftirlit þarf að vera með uppflettingum í slíkan gagnagrunn.
Brot varði sektum og ítrekuð eða alvarleg brot varði starfsréttindamissi og brottrekstri.
![]() |
Gripið til aðgerða vegna lyfjamisnotkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2011 | 01:40
Haltu áfram Sigrún.
Þessi ömurlega tilraun Fagráðs Kirkjunnar til að svæfa mál Guðrúnar Ebbu, árið 2008.
Og feluleikur biskups með bréfið frá henni árið 2009, sýna vel að ekkert hefur lagast innan Kirkjunnar.
Í raun og veru hefur það versnað að Guðrún Ebba skyldi fá slíka afneitun eftir allt sem undan hafði gengið í þessu máli.
Þetta mál hefur truflað og skaðað allt líf þessara kvenna alveg stórkostlega.
Rétt eins og allra annarra sem hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðislegu ofbeldi.
Og það er bara réttmætt að Kirkjan verði að greiða öllum þessum konum skaðabætur.
Það er þá hægt að minnka eftirlaunin hjá þessum aðdáendum gamla biskupsins.
Almælt var innan Kirkjunnar að sr. Ólafur væri breyskur í siðferðismálum.
Það hindraði Kirkjunarmenn þó ekki í að kjósa sr. Ólaf til embætta prófasts, vígslubiskups og biskups yfir íslensku þjóðkirkjunni.
Og stór hluti af þessum mönnum er enn við störf og enn í afneitun.
Þeir þurfa Guðlega handleiðslu til að láta af afneitun sinni og störfum í Kirkjunni.
![]() |
Biskup segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2011 | 00:50
Þetta hefur ekkert lagast í Kirkjunni. - Fagráðið andvana fætt.
Það er ömurlegt að lesa um afgreiðsluna á bréfi Guðrúnar Ebbu innan biskupsstofu.
Ekki bara vandræðaganginn á hr. biskupnum Karli Sigurbjörnssyni.
Heldur líka vandræðaganginn á formanni fagráðs Kirkjunnar.
Einmitt hinu nýja bjargræði innan Kirkjunnar í kynferðisbrotamálum.
Formaðurinn lýsir því hvernig hann hoppaði í kringum biskupinn út af erindi Guðrúnar Ebbu.
Eins og köttur í kringum heitan graut.
Enginn myndugleiki, frumkvæði eða djörfung og dugur til að taka á málinu.
Þetta fagráð þarf greinilega að vera skipað fólki utan stjórnsýslu Kirkjunnar.
Með kirkjumálaráðherra sem yfirmann.
Núverandi fyrirkomulag er augljóslega ónýtt.
Formaður fagráðsins ætti að segja af sér þegar í stað.
Best væri einnig ef hann segði af sér prestsskap.
Eftir það sem á undan er gengið er þessi afneitun tveggja fagráðsmanna á máli Guðrúnar Ebbu,
á því herrans ári 2008, hálfu verra en þegar hinar fyrri konur komu að lokuðum dyrum, víðast hvar.
En það munu vera formaðurinn og lögfræðingurinn í fagráðinu sem komust að þessari kristilegu niðurstöðu.
Vilborg Guðnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, þriðji fagráðsmaðurinn er sérstök afbragðsmanneskja og sómi sinnar stéttar.
Á æskuárum var gatan hans sr. Ólafs mitt aðalleiksvæði.
Og ég var aðdáandi þessara fallegu systra þó að ég væri aðeins yngri en þær.
Öfugt við systurina fór Guðrúnu Ebba frekar með veggjum og aldrei sá ég hana brosa.
Núna skil ég loksins af hverju.
Og aldrei fannst mér prestfrúin með hýrri há.
Allt er þetta hræðilega sorglegt.
Og margir sem þurfa að gera meira en að skammast sín fyrir aðkomu sína að þessum málum.
![]() |
Sár yfir að hafa varið föður sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 17:58
Síra Geir er þjóðhetja.
Eftir að hafa lesið hluta af Rannsóknarskýrslunni.
Þá er ljóst að þeir prestar sem hafa algerlega haldið haus í þessu máli.
Eru síra Geir Waage sem er ekkert annað en þjóðhetja út af framgöngu sinni í málinu.
Séra Bragi Skúlason og séra Gunnar Sigurjónsson, þá stjórnarmenn í Prestafélagi Íslands, stóðu sig einnig með prýði í málinu.
Einnig kemur fram að meiri hluti þjóðarinnar, skuldar séra Flóka Kristinssyni, þá presti, í Langholtskirkju afsökunarbeiðni.
Séra Flóki var lagður í nánast þjóðareinelti, m. a. í Spaugstofuþáttum, á þessum tíma.
Jón Kalmannson heimspekingur sem sæti átti í Siðanefnd Prestafélags Íslands hefur greinilega einnig staðið sig glæsilega.
Séra Úlfar Guðmundsson formaður siðanefndarinnar og siðanefndin sjálf virðist einnig hafa komist svo vel frá málinu sem hægt var.
Það verður að hafa í huga að lög Prestafélagsins, og siðareglur, gerðu ekki ráð fyrir aðkomu að svona málum og alls ekki eldri en ársgömlum.
Síra Geir Waage hefur nánast staðist ofurmannlegan þrýsting um að stinga málinu ekki undir stól og bjargaði því sem varð, fyrir Kirkjuna.
Þeim hinum hefur verið mikil vorkunn, Ólafur beitti samferðamenn sína ægivaldi og var alls ekki árennilegur þegar honum misbauð.
Þannig neitaði hann að ferma mig, vegna slælegrar kirkjusóknar af minni hálfu.
Ég nennti ekki að hlusta á boðskap hans og fór ekki leynt með að ég tryði engu sem hann sagði og því síður hyggðist ég breyta að boði hans.
Þá líkti hann mér við Bókassa, keisara Mið Afríkulýðveldisins, mannætu sem ofsótti kristna menn.
Hann hefði einmitt verið í Sviss þá um sumarið og gift þar kristin hjón frá þessu voða landi.
Og til jafns við Bókassa forsómaði ég sem sagt kristna Kirkju með slælegri kirkjusókn.
En sr. Ólafur fermdi mig nú samt, reyndar nauðugur, og skildum við í kristilegri sátt.
![]() |
Snöggvondur, mjög reiður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2011 kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2011 | 19:43
Semja um afplánun í heimalöndunum.
Þó að íslenska ríkið þurfi að greiða útlagðan kostnað heimalandanna.
Þá á hiklaust að semja við heimaríki erlendra afbrotamanna.
Um að þeir afpláni dæmda refsingu í fangelsum heima hjá sér.
Þá eru þeir einnig þær fjölskyldum sínum.
Um leið og þeim er fylgt til afplánunarinnar í heimalöndunum.
Á að reka þá formlega úr landi.
Og með fylgi ævilangt endurkomubann.
Þetta geta stjórnvöld gert.
Og eiga að gera.
![]() |
Samstarf milli glæpahópa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2011 | 12:29
Fíkniefnaneysla unglinga með því minnsta í Evrópu.
Í Morgunblaðsgrein sagði, einn merkasti geðlæknir landsins, Grétar Sigurbergsson okkur frá þessari könnun sem Háskóinn á Akureyri tók þátt í.
Og setti fram þá tilgátu að loks væri Ritalínlyfjagjöf til barna farin að skila sér.
Fíkniefnaneysla unglinga á Íslandi er nefnilega með minnsta móti í Evrópu, samkvæmt könnuninni.
Það er nefnilega löngu ljóst að börn, með ofvirkni, sem meðhöndluð eru með Ritalini munu síður hætta í skóla, og síður leiðast út í neyslu fíkniefna.
Hitt er þekkt að þeir sem eru með ómeðhöndlað ADHD munu miklu frekar en aðrir, leiðast út í áfengisdrykkju, fíkniefnaneyslu og afbrot.
Þegar farið var að gæta að þessum málaflokki fyrir 15-20 árum kom í ljós að einn þriðji til helmings hluta fanga var með ómeðhöndlað ADHD.
Það er því stórkostlegur hagnaður fyrir þjóðfélagið að þessir einstaklingar fái lyfið methylphenidate, bæði börn og fullorðnir.
Til fullorðninna með ADHD sjúkdómsvalda eru fyrst og fremst ávísað langverkandi útgáfu sem heitir Conserta.
Langverkandi útgáfa er einnig til fyrir börn sem heitir Ritalín Uno.
Skammverkandi útgáfa fyrir börn heitir einfaldlega Ritalín.
Og það er þessi skammverkandi útgáfa, af Ritalíni fyrir börn, sem sprautufíklar nota til að komast í snögga vímu.
Það að ráðast á geðlækna sem meðhöndla fullorðna einstaklinga með Concerta er þannig miklu meira en hörmulegt þekkingarleysi.
Það að einhver ungmenni eða foreldrar þeirra selji hugsanlega Ritalín til fíkla er auðvitað skelfilegt.
En það er heldur ekki í ljós leitt hvort eitthvað af því Ritalíni sem fíklar nota sé smyglað.
Það er algerlega ríkisvaldinu að kenna hvernig komið er með ávísun ávanabindandi lyfja.
Öll tölvutækni er til staðar til að fyrirbyggja langmest af þeirri misnotkun sem er í gangi.
Tölvukerfi heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og sérfræðilækna eru einfaldlega ekki samtengd.
Og þó að persónuverndarákvæði standi í vegi mætti vel samtengja upplýsingar úr þeim
aðeins á þessu sviði.
Þannig að aðeins lyfjagjöf á ávanabindandi lyfjum væri samtengd, úr öllum tölvukerfum, í einum miðlægum grunni sem aðeins læknar gætu nálgast.
Þetta er vandalaust en viljann vantar hjá yfirvöldum.
![]() |
Dregur úr áfengisneyslu unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2011 | 22:06
Ekkert til að rífa niður? Þökk sé Steingrími.
Helstar fréttir voru annars hjá Steingrími að skuldir ríkissjóðs væru miklu
minni af því þjóðin ákvað að taka ekki á sig icesave skuldina.
Og nú upplýsir Steingrímur að þetta er honum að þakka.
Æskubjartur settist Steingrímur á Alþingi og varð þar aðsópsmikill ræðumaður og skemmtilegur.
Félagi Stalín og ungi ráðherrann Steingrímur skyldu nú sigra heiminn.
En svo hrundu Sovétríkin og ráðherrastóllinn undan Steingrími.
Og þá höfðu dagarnir lit sínum glatað. Nema svörtu er varð eini liturinn sama hvert litið var.
En loks upprisnir aftur, í ráðherrastól, félagi Stalín og Steingrímur, mátturinn og dýrðin.
Og sjá þeir boðuðu oss fögnuð, og fyrirheitna landið, rétt hinum megin við hornið.
Og ef aðeins Steingrímur yrði áfram ráðherra fengjum við hvern dag vort daglegt brauð.
En þennan daginn var Steingrímur eitthvað stúrinn, út af niðurrifsmönnum úr neðra.
Einhverjir mórar fyrrverandi hitt og þetta með horn og hala, eða krullur kannski.
En mest þó gamlir fauskar og geðillir, ef til vill fjandinn sjálfur og hyski hans.
Og svo á jörðu sem á himni ræna þeir nú Steingrím æskutali og tilkomandi ríki.
Umkringdur andskotum hefur Steingrímur ekki tekið neina áhættu af að gera neitt.
Og alls ekkert uppbyggilegt sem yrði umsvifalaust rifið niður.
Von að Jóhanna reyni að læsa að sér, í þessu svartnætti fullu af niðurrifspúkum og andskotum. Og geri krossmark á þilið.
Guð sé oss næstur bara.
![]() |
Fordæmir niðurrifsöfl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2011 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2011 | 20:01
Alþingi getur samþykkt þingsályktun um að hætta við ákæru.
Þessi málarekstur gegn Geir H. Haarde einum.
Verður viðkomandi alþingismönnum til ógleymanlegrar og ævarandi skammar.
Og einnig Alþingi sem stofnun.
En það versta er að þetta er íslensku þjóðinni til skammar.
Málarekstur með löggjöf og aðferðum frá því á tímum einvaldskonunga.
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að helst vildi hún að ekkert hefði orðið af þessari málshöfðun.
Ekkert hindrar ráðherra, og aðra alþingismenn, að leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi afturkalli ákæruna.
Að öðrum kosti mun sama vinnulag framvegis hitta þá sjálfa.
Það er sjálfgefið að ákæra alla þá sem samþykktu icesave samninganna fyrir landráð.
Við því liggur 16 ára fangelsi. Og hagsmunirnir sem fyrir borð voru bornir voru litlir 300 miljarðar króna.
Þau brot er vandalaust að heimfæra til viðkomandi greinar í almennum hegningalögum.
Þau Jóhanna, Steingrímur og fleiri vita þá hvert þau fá send eftirlaunin.
Ættu kannski að flýta byggingu nýja fangelsins og kaupa þangað sæmileg rúm.
![]() |
Ekkert annað en hneisa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)