Fíkniefnaneysla unglinga með því minnsta í Evrópu.

Í Morgunblaðsgrein sagði, einn merkasti geðlæknir landsins, Grétar Sigurbergsson okkur frá þessari könnun sem Háskóinn á Akureyri tók þátt í. 

Og setti fram þá tilgátu að loks væri Ritalínlyfjagjöf til barna farin að skila sér.  

Fíkniefnaneysla unglinga á Íslandi er nefnilega með minnsta móti í Evrópu, samkvæmt könnuninni. 

Það er nefnilega löngu ljóst að börn, með ofvirkni, sem meðhöndluð eru með Ritalini munu síður hætta í skóla, og síður leiðast út í neyslu fíkniefna.

Hitt er þekkt að þeir sem eru með ómeðhöndlað ADHD munu miklu frekar en aðrir, leiðast út í áfengisdrykkju, fíkniefnaneyslu og afbrot. 

Þegar farið var að gæta að þessum málaflokki fyrir 15-20 árum kom í ljós að einn þriðji til helmings hluta fanga var með ómeðhöndlað ADHD. 

Það er því stórkostlegur hagnaður fyrir þjóðfélagið að þessir einstaklingar fái lyfið methylphenidate, bæði börn og fullorðnir. 

Til fullorðninna með ADHD sjúkdómsvalda eru fyrst og fremst ávísað langverkandi útgáfu sem heitir Conserta. 

Langverkandi útgáfa er einnig til fyrir börn sem heitir Ritalín Uno. 

Skammverkandi útgáfa fyrir börn heitir einfaldlega Ritalín. 

Og það er þessi skammverkandi útgáfa, af Ritalíni fyrir börn, sem sprautufíklar nota til að komast í snögga vímu. 

Það að ráðast á geðlækna sem meðhöndla fullorðna einstaklinga með Concerta er þannig miklu meira en hörmulegt þekkingarleysi. 

Það að einhver ungmenni eða foreldrar þeirra selji hugsanlega Ritalín til fíkla er auðvitað skelfilegt. 

En það er heldur ekki í ljós leitt hvort eitthvað af því Ritalíni sem fíklar nota sé smyglað.  

Það er algerlega ríkisvaldinu að kenna hvernig komið er með ávísun ávanabindandi lyfja. 

Öll tölvutækni er til staðar til að fyrirbyggja langmest af þeirri misnotkun sem er í gangi. 

Tölvukerfi heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og sérfræðilækna eru einfaldlega ekki samtengd. 

Og þó að persónuverndarákvæði standi í vegi mætti vel samtengja upplýsingar úr þeim

aðeins á þessu sviði.  

Þannig að aðeins lyfjagjöf á ávanabindandi lyfjum væri samtengd, úr öllum tölvukerfum, í einum miðlægum grunni sem aðeins læknar gætu nálgast. 

Þetta er vandalaust en viljann vantar hjá yfirvöldum.   

 


mbl.is Dregur úr áfengisneyslu unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það skyldi þó ekki vera, að samhengi sé á milli mikillar rítalínnotkunar á Íslandi og tiltölulega lítillar vímefnaneyslu. (Sem er þó auðvitað of mikil ).

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 13:11

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru nefnilega að koma upp mjög athyglisverðir hlutir þarna Gunnar.

Þar verður mjög áhugavert að fylgjast með þessari þróun. 

Þegar fyrstu alvörugeðlyfin komu á fimmta áratug síðustu aldrar.

Má segjast að geðsjúkrahús heimsins hafi "tæmst" miðað við það sem áður var.

Nú er að sjá hvort að færri lenda í þeim ógöngum að enda í fangelsi.

Viggó Jörgensson, 11.6.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband