Dýpra en kafbáturinn ræður við - Bruni er líklegasta skýring slysins.

Samkvæmt Aviation Herald er dvergkafbáturinn ekki gerður fyrir meira dýpi en 4500 metra. 

Sé hann látinn kafa dýpra, er í honum sjálfvirkur búnaður sem einfaldlega sendir kafbátinn upp á yfirborðið.  

Sá búnaður sendi kafbátinn upp eftir 6 klukkustunda köfun sem hafði verið áætluð í 16 klukkustundir. 

Af öðrum heimildum má nú ráða að slysið sé af völdum áður óþekkts bruna í tölvu- eða rafmagnsbúnaði. 

Árið 2011 brann stjórnklefi sams konar vélar, Boeing 777, á flugvellinum í Kairó í Egyptalandi.

Við rannsókn kom í ljós að í kringum súrefnisbúnað, undir sæti flugmannsins, voru rafmagnstengingar rangar.   

Í flugstjórnarklefanum biðu flugmennirnir þess að síðustu farþegarnir gengju um borð í vélina.

Þegar byrjaði að rjúka undan sætinu spratt flugmaðurinn upp og flugstjórinn rak hann því næst út úr klefanum.

Flugstjórinn reyndi strax að slökkva eldinn með handslökkvitæki án nokkurs árangurs.

Flugstjórnarklefinn nær gjöreyðilagðist, auk þess sem eldurinn gerði hreinlega göt á flugvélina. 

Hefði þetta gerst á flugi hefði vélin strax farist.   

Hún hefði aldrei getað flogið á sjálfstýringu í meira 7 klukkustundir eins og vélin frá Malasíu gerði líklegast. 

Eitthvað vægara en óhappið í Kairó er líklegt að hafi komið upp í þotunni frá Malasíu.   

Eitthvað sem leiddi til þess að flugmennirnir virðast hafa reynt að snúa við til næsta stóra flugvallar. 

Til flugvallarins á Palau Langkawi en í aðflugi þangað eru engin fjöll eða minni flugvöll Kuta Bhari sem var nær þeim.   

En svo hafi aðstæður breytst með skjótum hætti, eitthvað hafi gert flugmennina rænulitla eða orðið þeim að fjörtjóni.

Eða hrakti þá úr flugstjórnarklefanum þannig að þeir gátu, á einhverjum tímapunkti, litla eða enga stjórn haft á vélinni.

Eitthvað gerðist líklega sem var ekki nógu slæmt til að eyðileggja sjálfstýringu vélarinnar þannig að hún var á lofti meðan eldsneytið entist.  

Inmarsat-3 gervihnöttur var í samskiptum við flugvélina þann tíma sem hún var á lofti. 

Á klukkustundarfresti fékk gervihnötturinn sjálfvirkt staðsetningarendurvarp frá vélinni.  

Auk þess kom eitt endurvarp aukalega þegar talið er að vélin hafi skollið í sjóinn sem var 7 tímum og 38 mínútum eftir flugtak. 

Á þessum vélum er gervihnattaloftnet, og viðkomandi búnaður, staðsett ofan á þeim miðjum og því ekkert nálægt stjórnklefanum.

Að vélinni hafi verið rænt, eða að flugmennirnir hafi grandað þotunni, verður æ fráleitara.

Frekar sýnist að ofurtæknin sé að vaxa yfir höfuð okkar og getu. 

-------------

Sjá myndir af vélinni í Kairó:  

http://www.avherald.com/h?article=44078aa7&opt=0
mbl.is Telur sig vita hvar vélin hrapaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband