Allt snerist um að uppfylla skilyrði ESB um ríkisfjármál.

Það er rétt að rifja upp að ekkert annað komst að í höfðinu á Jóhönnu, og Össuri, en að fá hraðmeðferð inn í ESB.

Og taka upp evruna.

Og þar var fyrsta hindrunin að íslensk ríkisfjármál voru ekki í samræmi við reglur ESB, þar með talið skuldir ríkissjóðs.

Þess vegna gerðu þau ekkert fyrir almenning í landinu sem stóð í röð eftir að fá gefins mat.

Og var að blæða út, vegna skulda, og flutti svo þúsundum saman úr landi.

Og þess vegna var Steingrímur látinn gefa bankanna. 

Til að minnka skuldir ríkissjóðs og þóknast ESB.

 

Annars skrifar Steingrímur grein á kjarninn.is í gær, sem vert er að lesa. 

Öðru vísi mér áður brá.

 


mbl.is Bankar seldir í flýti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Ad tengja tetta vid ESB er tad hlægilegasta sem eg hef lesid a moggablogginu.

Og af nog er ad taka.

sleggjuhvellur, 4.6.2015 kl. 07:53

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þið Sleggjumenn eru báðir innvígðir Samfylkingarmenn þannig að það ekkert eð marka ykkur í þessu efni.

Þessi ESB för síðustu ríkisstjórnar er klúður allra tíma í stjórnmálasögu Íslands.

Sú ríkisstjórn hefði getað gert ótrúlega merkilega hluti til að bæta íslenskt þjóðfélag varanlega í átt til þess sem gert er á Norðurlöndum. 

En því var öllu klúðrað á ótrúlegan hátt út af þessari ótímabæru ESB þráhyggju.

En það er gott að þið í Samfylkingunni getið hlegið eða brosað í gegnum tárin. 

Ekki veitir ykkur af ;) 

Viggó Jörgensson, 4.6.2015 kl. 08:52

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Þetta er algerlega spot-on hjá síðuhafa. Icesave farsinn og endurreisn bankakerfisins eru órjúfanlega samtengd ESB umsókninni. 

Benedikt Helgason, 4.6.2015 kl. 11:21

4 Smámynd: sleggjuhvellur

Viggo

Ef tu heldur ad vid seum i samfylkingunni ta hefur tu ekki lesid bloggid okkar.

Tu munt komast ad tvi fljotlega ad vid erum bullandi hægrimenn ef tu hefur fyrir tvi ad lesa ekki nema tvær trjar bloggfærslur

Vid erum frjalshyggjudolgar einsog Samfylkingarfolk kallar okkur venjulega

sleggjuhvellur, 4.6.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband