Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.6.2011 | 14:24
Einnig lélegu skipulagi um að kenna.
Stundum er eins og yfirmenn borgarinnar búi í einhverju allt öðru landi.
Þannig hef ég sent réttmætar athugasemdir, við deiliskipulag, meðal annars um bílastæðamál í mínu hverfi.
Það var eins og tala við stein.
Sérfræðingar borgarinnar virðast vera sannfærðir um að við íbúarnir séum almennt hálfvitar sem eigi einmitt, alls ekki, að hlusta á.
Það eru langmenntaðir sérfræðingar
Þessir sömu og leyfðu byggingu Höfðatúnsturnsins, fyrir innsiglingaljós Reykjavíkurhafnar, í Sjómannaskólanum.
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar sagði mér, á fundi, að ekki væri hægt að byggja tiltekna gerð af svölum í mínu hverfi.
Af því að henni fannst þær ljótar, séð frá svölum ömmu hennar, úr næstu blokk.
Þó að slíkar svalir væru á allan hátt hagkvæmari fyrir íbúanna, kom það málinu ekkert við.
Hún ákvað hvað okkur þætti best. Og lét setja það í deiliskipulag hvað sem tautaði og raulaði.
Og einhver svipuð sjónarmið virðast gilda um grasbletti og bílastæði.
Umhverfis íþróttamannvirkin í Laugardag er nægt landrými fyrir mesta mögulega bílafjölda sem þangað gæti komið.
En skipulagsfræðingar hafa lært að allir eigi að búa í háhýsum í miðbænum. Það er hagkvæmast.
Og almenningur eigi ekki að vera á einkabíl. Heldur vera gangandi, eða í almenningsvögnum.
Þess vegna er óþarfi að gera bílastæði í stað grasbletta sem enginn notar.
Sjálfir eru þessir skipulagsfræðingar ekki, bíllausir í blokk, í miðbænum. En við hin eigum að vera það.
Í mínu ungdæmi hét þetta forræðishyggja og hún virðist ekkert á undanhaldi.
Samt er þetta fólk ekki menntað austantjalds.
Að þetta gæti verið menntahroki, öðru nafni heimska ?
![]() |
Er lögreglan of sektaglöð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.6.2011 | 21:28
Sama bragð í Garðabæ og innbrot allt í kring.
Þessi aðferð var einnig notuð í Lundahverfi í Garðabæ fyrir fáum árum.
Þar er gróður orðinn það mikill að oft sést ekki á milli húsa.
Frænka mín býr þarna í einni götunni, fór til dyra eldsnemma morguns á virkum degi.
Þar höfðu bankað upp á menn af erlendu þjóðerni sem buðu aðstoð við umhirðu húss og lóðar.
Frænka afþakkaði gott boð, en frétti svo sömu daga af innbrotafaraldri allt í kring um hús sitt.
Taka þarf vel eftir grunsamlegu fólki og skrifa hjá sér bílnúmer.
Ekki sakar að hringja strax í lögreglu.
Þar þekkja menn sitt fólk.
Einnig þarf að hafa í huga að stundum situr eitthvað af þjófunum á vakt.
Til dæmis á gatnamótum eða við göngustíg.
Sjáist líklegir húsráðendur eða lögregla hringir vaktmaðurinn í þá sem eru inni í húsinu og varar þá við.
Hér eru atvinnumenn á ferð sem eru búnir að undirbúa sig með því að athuga bíla og þessar háttar.
Bæði til að vita á hvaða bíl húseigendur eru og eins til að átta sig á því hvort þeir eru í fríi.
Nú er nágrannavarslan í algleymingi.
![]() |
Varað við grunsamlegum heimsóknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2011 | 18:47
Fær kannski friðarverðlaun Nóbels.
Það væri þá eftir öðru ef stjórnmálamenn, hins frjálsa heims, myndu heykjast á að koma þessum stórglæpamanni frá völdum.
Ég hef áður spáð því að Gaddafi fari hvergi nema dauður.
Hann hefur alla tíð spilað á vesturlönd eins og flautu.
Ráðamenn hafa einnig haft meiri áhuga á olíunni þarna en fólkinu.
Þessi stórglæpamaður hefur látið slátra þúsundum manna.
Og nú byrjar hann sitt spilverk á ný og talar um frið.
Fær kannski á endanum friðarverðlaun Nóbels, eins og hryðjuverkamaðurinn Arafat.
Ekki yrði ég hissa.
![]() |
Gaddafi ekki að friðarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2011 | 18:29
Slæmt að það skyldi leka.
Það er í raun forkastanlegt að bandarísk lögregla skyldi upplýsa um þetta.
Að símtalið hafi komið frá Íslandi og það hafi verið íslensk kona er hitti þetta par í St. Monica sem kom upp um þau.
Slíkur stórglæpaforingi gæti hugað á hefndir.
Það er óþarfa áhætta sem lögreglan þarna hefur mögulega komið konunni í.
![]() |
Íslendingur felldi glæpaforingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2011 | 20:51
Hvalurinn er að éta okkur til fátæktar.
Það þarf ekkert að að líta upp úr tölvunni til að átta sig á að fjölgun hvals setur stórt strik í reikninginn.
Gera þarf stórátak í að fækka í hvalastofnum við landið.
Nú þegar er hvalurinn vísast búinn að éta kríustofninn út á Guð og gaddinn.
Hvalastofninn er ekkert annað en meindýrahjörð.
Rétt eins og að hafa refahóp í fjárhúsum.
![]() |
Friðun skilar ekki árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2011 | 20:43
Ein verðmætasta eign þjóðarinnar.
Sjúkrahúsin okkar og heilbrigðiskerfið eru meðal allra verðmætustu eigna þjóðarinnar.
Það má ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum að sjúkrahúsin dragist aftur úr í tækjabúnaði.
Frekar ættum við að hafa tólf alþingismenn og fimm ráðherra.
Og leggja niður fjölda stofnanna t. d. Persónuvernd sem aðeins þvælist fyrir umbótaverkefnum t. d. á sviði lyfjaeftirlits og löggæslu.
Vanti sjúkrahúsin fjármagn til tækjakaupa þarf að hefja landssöfnunarátak.
Svo er rétt að fylgjast vel með ferðalögum alþingismanna og ráðherra í sumar.
Þar virðist aldrei skorta fé.
![]() |
47 milljónir hjálpa mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 23:34
Hlýtur að spilla rannsóknum að upplýsa þetta.
Hvað kemur okkur þetta við á þessu stigi?
Er þetta ekki eitthvað sem mátti bíða þar til embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður?
![]() |
Hlerað á annað hundrað símtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 20:41
Ágætur valkostur - engin skylda til að fara á átakasvæði.
Íslendingar í norska hernum þurfa ekki að fara til Afganistan eða annarra átakasvæða.
Það er grundvallaratriði og því er ekkert við þetta að athuga.
Þeir sem farið hafa til Afganistan hafa óskað eftir því sjálfir.
Og kannski ekki áhættusamara en að senda Íslendinga þangað til friðargæslu.
Við munum kannski eftir spengjumálinu hér um árið, þar okkar menn fóru að skoða teppi.
Fátækum námsmönnum er ekki of gott að geta farið í frítt verkfræðinám og fá meira að segja greitt kaup á námstímanum.
Heimkomnir gæti hermenntun þeirra komið að góðum notum í lögreglu, almannavörnum, utanríkisþjónustu og víðar.
Það er aðeins í Undralandi sem hægt er að afþakka þekkingu á öryggis- og hermálum.
Svo vill ríkisstjórnin ganga í ESB og þar skal rekinn her.
Vinstri Grænir hljóta því að fagna frírri hermenntun fyrir Íslendinga auk þess sem þeir eru komnir í stríð í Líbýu.
![]() |
Herkynningar verði bannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 20:29
Skref sem ber að virða.
Þessi afsökunarbeiðni er vissulega skref í rétta átt.
Og ennfremur sú útrétta hönd sem fagráðið réttir Guðrúnu Ebbu um frekara samstarf.
Guð láti gott á vita.
![]() |
Biður Guðrúnu Ebbu afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Árum saman hefur heilbrigðisstarfsfólk bent á nauðsyn þess að sprautufíklar gætu fengið fríar sprautur og sprautunálar.
En æðstu yfirvöld sváfu á verðinum að landsins venju.
Farsóttalög heimila yfirvöldum að hefta för smitbera.
Og neyða þá til að þiggja viðeigandi meðferð og sæta einangrun á meðan þeir eru smitandi.
Auðljósir almannahagsmunir standa slíkum lagareglum að baki.
Og nú er svo komið að þessi lagarök eiga einnig við fíkla sem bera HIV veiruna.
Í framhaldi af slíkum umræðum vakna hugrenningar um meðferð fíkla á barnsaldri.
Oft hafa foreldrar lýst því að þeir verði úrræðalausir þegar viðkomandi verða 18 ára og þar með lögráða. (Sjálfráða og fjárráða.)
Lagaúrræði vantar svo að yfirvöld geti tekið í taumanna gagnvart ungmennum undir 18 ára aldri, geri forráðamenn það ekki.
Sömuleiðis þarf lagaúrræði svo að yfirvöld geti sett fíkla yfir 18 ára aldri í fíkniefnameðferð svo lengi sem þarf.
Í núverandi löggjöf eru úrræði til að svipta menn sjálfræði í tvær vikur sem er allt of stuttur meðferðartími.
Með dómsúrskurði er hægt að svipta menn lögræði, að hluta eða öllu, en það er frekar hugsað sem varanlegt úrræði.
Nær væri að lög heimiluðu ráðherra að svipta fíkla sjálfræði, eða lögræði, til eins árs í senn og senda þá í meðferð.
Löngu er tímabært að taka niður silkihanskanna í þessum málaflokki.
Ríkisvaldið hefur allar nauðsynlegar valdheimildir, frá fólkinu í landinu, til að ná myndarlegum árangri á þessu sviði.
Getur breytt lögum eins og þörf er á til að þjóðfélag okkar fljóti ekki að feigðarósi fíkniefna og glæpa.
Og það ber yfirvöldum að gera. Einnig með því að hefta för erlendra glæpamanna til landsins.
En þá dugar auðvitað ekki að hafa liðneskjur við löggjafarstörfin.
![]() |
Hætta talin á HIV-sprengju í þjóðfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.6.2011 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)