Haltu áfram Sigrún.

Þessi ömurlega tilraun Fagráðs Kirkjunnar til að svæfa mál Guðrúnar Ebbu, árið 2008.

Og feluleikur biskups með bréfið frá henni árið 2009, sýna vel að ekkert hefur lagast innan Kirkjunnar.

Í raun og veru hefur það versnað að Guðrún Ebba skyldi fá slíka afneitun eftir allt sem undan hafði gengið í þessu máli. 

Þetta mál hefur truflað og skaðað allt líf þessara kvenna alveg stórkostlega. 

Rétt eins og allra annarra sem hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðislegu ofbeldi.  

Og það er bara réttmætt að Kirkjan verði að greiða öllum þessum konum skaðabætur. 

Það er þá hægt að minnka eftirlaunin hjá þessum aðdáendum gamla biskupsins. 

Almælt var innan Kirkjunnar að sr. Ólafur væri breyskur í siðferðismálum. 

Það hindraði Kirkjunarmenn þó ekki í að kjósa sr. Ólaf til embætta prófasts, vígslubiskups og biskups yfir íslensku þjóðkirkjunni. 

Og stór hluti af þessum mönnum er enn við störf og enn í afneitun.    

Þeir þurfa Guðlega handleiðslu til að láta af afneitun sinni og störfum í Kirkjunni. 


mbl.is Biskup segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er varla von á öðru þegar sekir dæma í eigin málum. Auðvitað er þetta fagráð farsi. Opinber óháð rannsókn án aðkomu klerka og vildarvina hefði verið nær. Allavega trúverðugra.  Hér veltur hvítþvotturinn um tromluna eins og í þvottaefnisauglýsingu.  Þjóðhetjan þin vitnar í samtöl og samskipti við löngu dauðan mann og upphefur persónu sína á dýrlingsstigið þrátt fyrir heitstrengingar hans um ófrávíkjanlega þagmælsku.  Það gildir væntanlega ekki þegar hann þarf að bjarga æru sinni. Síra Geir er ekkert hærra skrifaður hjá mér en restin af þessu hyski og ég held að þú verðir að viðurkenna að þjóðhetjuvegtyllan var heldur djúpt í árinni tekið. Ég hélt fyrst að þú værir að fara með háð.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 02:16

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Jón Steinar Ragnarsson er úr leik í þessu máli.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.6.2011 kl. 02:31

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svona svona Jón Steinar.

Síra Geir var auðvitað í kirkjupólitík.  Það vitum við. 

Og alla tíð upp á kannt við sr. Ólaf, ef ég meðtók það rétt. 

Og það eru að mínu mati meðmæli með síra Geir að hafa séð í gegnum sr. Ólaf.

Og hvor hélt svo á góðum málstað, síra Geir Waage eða sr. Ólafur Skúlason?

Og hver þorði að halda á góða málstaðnum?

Þó að mestur hluti þjóðar, fjölmiðla og presta teldi að þessar konur væru að ljúga?

Jú það var síra Geir Waage sem alltaf hefur verið sjálfum sér samkvæmur.

Hann þorði að standa með réttlætinu ásamt örfáum öðrum prestum. 

En þar með máttu ekki halda að ég sé að skrifa upp á alla hans Guðfræði.   

Viggó Jörgensson, 11.6.2011 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband