Síra Geir er þjóðhetja.

Eftir að hafa lesið hluta af Rannsóknarskýrslunni. 

Þá er ljóst að þeir prestar sem hafa algerlega haldið haus í þessu máli. 

Eru síra Geir Waage sem er ekkert annað en þjóðhetja út af framgöngu sinni í málinu. 

Séra Bragi Skúlason og séra Gunnar Sigurjónsson, þá stjórnarmenn í Prestafélagi Íslands, stóðu sig einnig með prýði í málinu. 

Einnig kemur fram að meiri hluti þjóðarinnar, skuldar séra Flóka Kristinssyni, þá presti, í Langholtskirkju afsökunarbeiðni.  

Séra Flóki var lagður í nánast þjóðareinelti, m. a. í Spaugstofuþáttum, á þessum tíma.

Jón Kalmannson heimspekingur sem sæti átti í Siðanefnd Prestafélags Íslands hefur greinilega einnig staðið sig glæsilega.  

Séra Úlfar Guðmundsson formaður siðanefndarinnar og siðanefndin sjálf virðist einnig hafa komist svo vel frá málinu sem hægt var. 

Það verður að hafa í huga að lög Prestafélagsins, og siðareglur, gerðu ekki ráð fyrir aðkomu að svona málum og alls ekki eldri en ársgömlum.

Síra Geir Waage hefur nánast staðist ofurmannlegan þrýsting um að stinga málinu ekki undir stól og bjargaði því sem varð, fyrir Kirkjuna.  

Þeim hinum hefur verið mikil vorkunn, Ólafur beitti samferðamenn sína ægivaldi og var alls ekki árennilegur þegar honum misbauð.  

Þannig neitaði hann að ferma mig, vegna slælegrar kirkjusóknar af minni hálfu. 

Ég nennti ekki að hlusta á boðskap hans og fór ekki leynt með að ég tryði engu sem hann sagði og því síður hyggðist ég breyta að boði hans.

Þá líkti hann mér við Bókassa, keisara Mið Afríkulýðveldisins, mannætu sem ofsótti kristna menn.

Hann hefði einmitt verið í Sviss þá um sumarið og gift þar kristin hjón frá þessu voða landi.

Og til jafns við Bókassa forsómaði ég sem sagt kristna Kirkju með slælegri kirkjusókn.   

En sr. Ólafur fermdi mig nú samt, reyndar nauðugur, og skildum við í kristilegri sátt.        

 


mbl.is „Snöggvondur, mjög reiður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar er núverandi biskup í þessari skýrslu? Mér sýnist einn hvítþvotturinn taka við af öðrum og nú á að skauta framhjá ítrekuðu klúðri og þöggunartilburðum Sr. Karls Sigurbjörnssonar. Hann á að stíga niður úr sínum fílabeinsturni núna, hafi hann auðmýkt og skömm til.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 19:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo stórundarlegt að hrósa sérstaklega þeim sem báru sig heiðarlegast í þessu máli, eins og það sæti tíðindum og sé ekkert sjálfsagt mál. Kannski er það talandi um stofnunina að menn skuli fagna því sérstaklega að réttlæti, sanngirni og heiðarleiki skuli finnast í mýflugumynd meðal einhverra. Öll stéttin stóð annars saman um það að gera fórnarlömbin tortryggileg og verja viðbjóðinn með oddi og egg. (að ógleymdum öðrum háttsettum embættismönnum og stjórnmalamönnum)

 Ég fell ekki fyrir hetjusögum Sr. Geirs, sér tilvarnar (sem merkilegt nokk er harðastur á trúnaði og leynd innan kirkjunnar en blaðrar þarna eins og monthænsni á sterum) Hann gerði ekkert í framhaldinu og tók ekki afstöðu með fórnarlömbunum né hjálpaði málinu lengra. Þetta er ekkert annað en óforbetranleg hræsni.  Ég er alveg standandi hlessa að sjá þig mæra þetta hyski.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 19:16

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón Steinar.

Ég hef tjáð mig nægilega um hr. Karl Sigurbjörnsson.

Þú verður að athuga að lög Prestafélagsins á þessum tíma buðu stjórnarmönnum ekki upp á annað 

en að vísa svona málum til Siðanefndar Prestafélagsins. 

Og þegar séra Flóki Kristinsson hringdi í formann Prestafélagsins, síra Geir Waage. 

Þá var það einmitt síra Geir sem benti sr. Flóka á þessa einu færu leið innan kirkjunnar

til að málið fengi einhvern framgang í stað þess að vera sópað undir teppið.

Hann var í þannig stöðu að það var ekki hans að taka neina afstöðu í málinu. 

En hann var líka eini forsvarsmaðurinn innan kirkjunnar sem krafðist þess að Sigrún fengi áheyrn. 

Viggó Jörgensson, 10.6.2011 kl. 20:34

4 identicon

Vá ekki þarf mikið til að verða hetja í þínum augum.. eiginlega minna en ekki neitt

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:04

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú manst kannski ekki eftir fárinu sem var hér DoktorE. 

Það þarf sterk bein til að vera nær einn á móti straumnum. 

Viggó Jörgensson, 11.6.2011 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband