Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.7.2013 | 01:43
Hefði átt að vera 12 ára og 72 ára.
Svona eins og hjá Talibönum í Pakistan.
12 ára og 40 ára er bara frekar "huggulegt" miðað við raunveruleikann.
Þar sem stúlkan gæti alveg eins verið ókynþroska t. d. 8 ára.
Og eiginmaðurinn 50 til 60 árum eldri.
Við höfum mörg dæmi, af Norðurlöndunum, um barnungar stúlkur sem hafa verið drepnar af eigin fjölskyldu.
Af því að þær neituðu að giftast einhverju ógeðslegu gamalmenni heima í Pakistan eða hvar í helvítinu öðru.
12 og 40 ára giftust á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2013 | 14:20
Hann var að reyna að róa svarta niður.
Obama byrjaði á hefðbundinni kurteisi og hældi foreldrum Trayvons heitins Martin fyrir að hafa haldið virðingarvert á málum.
Svo fór hann að slá niður væntingar um að dómsmálaráðuneyti alríkisins gæti ákært George Zimmerman.
Sagði að það væri hefð fyrir því að löggæsla og dómsmál, vegna glæpamála, væru á vegum ríkjanna en ekki alríkisins.
Og áréttaði að kviðdómur í Flórída hefði náðað Zimmerman og það væri niðurstaðan.
Síðar í ræðunni kom hann með þau huggunarorð að Eric Holder dómsmálaráðherra væri áfram að skoða málið.
Þá fór Obama að ræða snyrtilega um að hlutfallslega fengju of margir ungir svartir Bandaríkjamenn dóma fyrir ofbeldi.
Og það sama ætti reyndar við um að hlutfallslega væru þeir í aukinni hættu að verða sjálfir fórnarlömb ofbeldis.
Og það, vel að merkja, frekar frá öðrum svörtum ungum Bandaríkjamönnum.
Og hann beindi því til allra að huga að hlutskipti þessa ungu manna og hvað væri til ráða.
Kjarninn í ræðunni var hins vegar þegar forsetinn sneri sér að byssupólitík.
Og benti réttilega á að þeir sem væru vopnaðir væru líklegri til að lenda í þrætum og átökum en þeir sem væru óvopnaðir.
Ætlandi væri að þeir óvopnuðu reyndu frekar að forða sér frá vandræðum en hinir vopnuðu.
Hann spurði hvort menn héldu að Trayvon heitinn Martin hefði komist upp með að skjóta George Zimmerman.
Af því að Zimmerman hefði elt Martin og hrætt hann.
Lögmaðurinn Obama veit auðvitað að það hefði verið óheimilt en ágætt dæmi engu að síður.
Dæmi til að sýna mönnum fram á hvert almennur vopnaburður getur leitt.
Eitthvað sem við í Vestur Evrópu erum blessunarlega laus við. Ennþá.
Ég sá enga kynþáttafordóma í ræðu Obama.
Rasistarnir í þessu máli eru forsvarsmenn svartra, menn eins og séra Al Sharpton.
Fólk sem vill að saklausir menn, í nútímanum, taki út refsingu fyrir syndir forfeðranna.
Það er auma stefnan.
Obama rasisti og lýðskrumari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.7.2013 | 20:44
Rekum múslimaprestinn úr landi.
Einhver erlendur prestur (imam) múslima hr. Ahmad Seddeq er strax farinn að skapa hatur og illindi hérlendis.
Annað hvort þarf að afnema trúfrelsi þegar í stað.
Eða setja það í lög að prestar og forstöðumenn trúfélaga séu íslenskir.
Ummæli imamsins um að samkynhneigðir séu barnaræningjar er ekki málflutningur sem er viðeigandi í okkar samfélagi.
Ef að einhverjir múslímar ætla að stunda hér hatursfullan málflutning í þjóðfélaginu þá skal reka þá úr landi þegar í stað.
Það þýðir ekkert að biðjast afsökunar. Menn sem hafa sannað öfgafullt innræti sitt eiga hingað ekkert erindi.
Danir hafa hroðalega reynslu af innflutningi á ofstækisfullum múslimaprestum.
Gerum ekki sömu mistökin.
Burt, burt, burt með manninn eins og skot.
Ef eitthvað þessu líkt fer að ágerast þarf jafnvel að banna opinbera iðkun múslímatrúar hérlendis.
Og kannski fleiri trúarbragða í leiðinni, og ýmsa innlenda trúarsöfnuði sem misnota safnaðarmeðlimi.
Slíkt ofstæki, hatur, forneskja, kvennakúgun og heift er ekkert sem okkur vantar til Íslands.
Og ekki til Vesturlanda yfirhöfuð. Hér eru alveg nægileg vandræði fyrir, takk.
Það er allt í lagi að þeir múslímar sem hér búa stundi sína trú í friði.
Þetta er gjarnan fólk sem hefur gifst Íslendingum og allt í fína lagi með það. Alveg ágætt fólk eins og Salman Tamini.
En það er ekki þar með sagt að hér eigi að reisa moskur og að óþekktir erlendir múslímar eigi að fara að stunda hér trúboð.
Annars er þessi múslímaprestur víst á vegum Menningarseturs múslíma sem er í Ýmishúsinu.
Sem styrkt er af einhverjum myrkraöflum (?) í Saudi Arabíu.
Sem strax virðast hafa sent hingað einhvern trúarbrjálæðing. Einn eða fleiri.
Mér skilst að einn slíkur hafi verið rekinn úr Félagi múslíma.
Af hverju var hann ekki rekinn úr landi???
Þessi samtök í Saudi Arabíu eru víst með starfssemi víða um heim.
Frá þeim samtökum í Ástralíu hafa komið sjálfsmorðsmenn.
Og þess vegna á að banna þessi Menningarsamtök strax og reka alla presta þeirra burt héðan.
Bara eins og skot.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.7.2013 kl. 04:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eftir að flogið var á World Trade Center turnanna í New York er það mjög slæm hugmynd að hóta lögreglu með sprengingum.
Að hóta lögreglu með sprengingum er slæm hugmynd hvar sem menn eru í heiminum.
Og eftir sprengjutilræði, og hryðjuverk, Anders Breivik eru slíkar hótanir einnig mjög heimskulegar í Skandinavíu.
Þekki ekki verklagsreglur lögreglu í Svíþjóð þannig að ég veit ekki hvort að lögreglukonan er að ganga of langt.
En maðurinn hótar margsinnis að sprengja alla götuna og spyr lögreglukonuna hvort hún vilji láta á það reyna.
Eftir tilræði Anders Breikviks er ekki víst að lögreglunni sé heimilt að láta slíkar hótanir sem vind um eyru þjóta.
Án þess að handtaka viðkomandi og rannsaka málið nánar.
Hvort hann búi yfir einhverjum upplýsingum um sprengjutilræði eða ekki.
Var okkar kona á Laugaveginum kannski að hóta að sprengja Laugaveginn í loft upp???
Þá væri ég farinn að skilja það mál betur.
Augljóslega var hún stórhættuleg að mati lögreglumannsins þar.
Deilt um lögregluofbeldi í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2013 | 21:10
Réttarkefið í BNA er farsakennt.
Ég hef horft á réttarhöldin yfir George Zimmerman.
Engu líkara en að lesa bók eftir bandaríska lögfræðinginn og metsöluhöfundinn John Grisham.
Það er ekkert víst að George Zimmerman sé alveg saklaus.
En hann var einungis ákærður af pólitískum ástæðum. Það er farsakennt að verða vitni að slíku í raunveruleikanum.
Helstu mannréttindaleiðtogar svartra í BNA blésu málið upp.
Þeir hreinlega lugu því að Zimmerman hefði áreitt Martin eingöngu vegna þess að Zimmerman væri rasisti.
Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum en síðar kom í ljós að Zimmerman er síður en svo rasisti.
Kolsvartur fyrrverandi kennari Zimmermans bar vitni í réttarhöldunum og heilsaði Zimmerman eins og sérstökum góðvini sínum.
Kennarinn þurfti alls ekki að heilsa honum yfirleitt en var greinilega sérstaklega vel við Zimmerman.
Og fjölmiðlarnir brugðust áhorfendum gjörsamlega með því að rangfæra málið og blása það upp í þeirri rasistaútgáfunni.
Svo mikil var múgsefjunin að forsetinn, Obama sjálfur, blandaði sér í málið þar sem kosningar voru framundan.
Hann sagði að ef hann ætti son þá væri hann eins og Trayvon Martin sá sem drepinn var í sjálfsvörn.
En hann hefði einmitt ekki átt slíkan son.
Trayvon Martin var þegar kominn í vandræði, farinn að reykja kannabis og oft rekinn úr skóla.
Það höfðu fundust skartgripir í skólatöskunni hans og verkfæri til innbrota.
Hann var oft í slagsmálum og átti ólöglega skammbyssu.
Enginn fyrirmyndarunglingur eins og dætur forsetans eru.
Af pólitískum ástæðum sá ríkisstjóri Flórída ástæðu til að blanda sér í málið og tók málið af lögreglunni í Sanford.
Sérstakur saksóknari, Angela Corey, var skipaður en sú er augljóslega á leið í stjórnmál.
Hún var hlutdræg, og algjörlega ómálaefnaleg, eins og það getur verst orðið.
Hún ákvað að sleppa ákærukviðdómi sem hefði kannski getað stöðvað þessa vitleysu fyrr.
Hún gaf út ákæru fyrir morð af annarri gráðu sem var gjörsamlega fáránlegt.
Síðast í réttarhöldunum fékk hún svo að bæta manndrápsákæru við.
Þessum sex dömum sem skipuðu kviðdóminn hefur algerlega ofboðið þessi vitleysa öll.
Samt voru þær í eldri kantinum sem var ekki gott fyrir George Zimmerman.
Þar sem kannanir sýna að eldri dömum er fremur illa við byssur og að menn séu með byssur á sér.
Hins vegar hefði átt að ákæra Zimmerman fyrir einhverjar minni sakir þar sem hann sýndi sérstakt dómgreindarleysi.
Þarna hittust tveir með aðsóknarhugmyndir þeir George Zimmerman og Travyon Martin.
Ef annar hvort þeirra hefði haft dómgreindina í lagi hefði þetta aldrei komið til.
Hitt er svo annað mál að hefðu samlandar George Zimmerman ekki greitt í söfnun hans fyrir málskostnaði.
Þannig að hann gat fengið tvo frábæra sakamálalögfræðinga og rándýr sérfræðivitni.
Þá hefði hann vísast fengið ævilangt fangelsi.
Réttvísin í BNA er aðeins fyrir þá sem eiga peninga.
Nú er nákvæmlega sams konar skríll og Trayvon heitinn Martin var, byrjaður að brjóta og bramla í mótmælaskyni úti í BNA.
George Zimmerman sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2013 | 23:36
Sendum það sem þróunarhjálp til sveltandi þjóða.
Öll aðstoð Íslendinga við þriðja heiminn ættu að vera sendingar á hvalkjöti þangað sem hungursneið ríkir.
Látum þá alls kyns friðunarheimskingja reyna að stöðva slíkar matarsendingar til sveltandi fólks.
Hvalurinn er nefnilega að éta okkur út á gaddinn.
Hann étur undirstöðulífverur frá þeim fiski sem við lifum á að veiða.
Einhver ósköp af heimskingjum skilja ekki þessi einföldu sannindi eða vilja ekki skilja.
Sýnist að þessu sé sjálfhætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2013 | 19:55
Þessa örfáu einstaklinga þarf að hreinsa út úr lögreglunni.
Ef að skólastjóri Lögregluskólans reynir að verja þessa fáránlegu handtöku er kominn tími til að hreinsa út úr þeim skóla.
Öllum þeim lögreglumönnum sem reyna að verja þessa handtöku á Laugaveginum á líka að veita lausn frá störfum.
Einn skrifar í dag um fumlausa handtöku en hefði átt að segja fumlaus fantaskapur.
Þarna voru Þ R Í R lögreglumenn við störf þar sem fjarlægja þurfti eina dauðadrukkna konu.
Að einn lögreglumaður færi að takast á við konuna er bara engan veginn forsvaranlegt.
Konan hélt ekki á hníf eða byssu. Hún var óvopnuð.
Lögreglumaðurinn byrjar á að kippa í hana þannig að þakka má fyrir að hún fór ekki úr axlarlið.
Svo ýtir hann á olnbogann á henni þannig að þakka má fyrir að hún skemmdist ekki á olnbogalið.
Hann kippir henni á bekk þannig að þakka mátti fyrir að konan mjaðmabrotnaði ekki.
Svo dregur hann hana áfram á öðrum handleggnum, eftir götunni.
Alveg svívirðileg framkoma. Þá er hún pressuð á andlitið ofan í malbikið og ekkert hirt um að hún slasist ekki í andliti.
Það er svona lögregla sem við heiðvirðir borgarar viljum ekki hafa í þjónustu okkar.
Það er svona lögreglumönnum sem við treystum ekki til að vera með Taser byssu við störf.
Og Guð komi til, það eru svona lögreglumenn sem við viljum ekki að séu með byssur.
En það er hins vegar fróðlegt fyrir okkur góðborgaranna að sjá hvernig sumir lögreglumenn vinna. Þegar þeir halda en enginn sjái til.
Skammist ykkar þið sem eruð að reyna að verja þessa líkamsárás. Því það er það sem þetta er.
Meingallað handtökukerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2013 | 19:32
Kominn tími til að þessi Arnar fari á eftirlaun.
Ef að þessi skólastjóri Lögregluskólans reynir að verja þessa fáránlegu handtöku er kominn tími til að hreinsa út úr þeim skóla.
Öllum þeim lögreglumönnum sem reyna að verja þessa handtöku á Laugaveginum á líka að veita lausn frá störfum.
Einn skrifar í dag um fumlausa handtöku en hefði átt að segja fumlaus fantaskapur.
Þarna voru Þ R Í R lögreglumenn við störf þar sem fjarlægja þurfti eina dauðadrukkna konu.
Að einn lögreglumaður færi að takast á við konuna er bara engan veginn forsvaranlegt.
Konan hélt ekki á hníf eða byssu. Hún var óvopnuð.
Lögreglumaðurinn byrjar á að kippa í hana þannig að þakka má fyrir að hún fór ekki úr axlarlið.
Svo ýtir hann á olnbogann á henni þannig að þakka má fyrir að hún skemmdist ekki á olnbogalið.
Hann kippir henni á bekk þannig að þakka mátti fyrir að konan mjaðmabrotnaði ekki.
Svo dregur hann hana áfram á öðrum handleggnum, eftir götunni. Alveg svívirðileg framkoma.
Þá er hún pressuð á andlitið ofan í malbikið og ekkert hirt um að hún slasist ekki í andliti.
Það er svona lögregla sem við heiðvirðir borgarar viljum ekki hafa í þjónustu okkar.
Það er svona lögreglumönnum sem við treystum ekki til að vera með Taser byssu við störf.
Og Guð komi til, það eru svona lögreglumenn sem við viljum ekki að séu með byssur.
En það er hins vegar fróðlegt fyrir okkur góðborgaranna að sjá hvernig sumir lögreglumenn vinna.
Þegar þeir halda en enginn sjái til.
Skammist ykkar þið sem eruð að reyna að verja þessa líkamsárás.
Því það er það sem þetta er.
Góð reynsla af handtökuaðferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.7.2013 | 14:40
Miklu meira en nægilegt.
Maðurinn er flugstjóri með 9.793 flugtíma að baki og hafði oft komið á öðrum þotum til San Francisco.
Þarna var verið að þjálfa hann á þessa tegund af þotu en áður hafði hann flogið meðal annars risaþotum eins og Boeing 747.
Hann hefur vísast til verið með einhver ósköp af tímum í flughermi og þegar kominn með 43 tíma á þessa gerð.
Það er miklu meira en nægilegt til að maðurinn hefði átt að fara létt með þessa lendingu og það í frábæru veðri.
Í hægra sætinu var svo ekkert minna en þjálfunarflugstjóri með ennþá fleiri flugtíma en sá sem var að fljúga.
Þjálfunarflugstjórinn er með 3.220 flugtíma á þessa tegund og alls með 12.387 flugtíma.
Þessi frammistaða þarna í San Francisco er fyrir neðan allar hellur.
Hafði 43 flugtíma í Boeing 777 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er myndband af slysinu:
Það er verulega langsótt, og líkast til ómögulegt, að stélið detti af flugvél þó að hjólin rekist í eitthvað.
Aðflug að þessari flugbraut er yfir sjó og áður en að flugbrautinni kemur er sjóvarnargarður og öryggissvæði við enda brautarinnar.
Aðflugshallaljósin voru í lagi (PAPI). En radíósendirinn fyrir aðflugshalla var óvirkur fyrir þessa braut.
Allir flugmenn eiga að ráða við að lenda vél sinni, í frábæru veðri eins og þarna var, án þess búnaðar.
Þessir kórensku flugmenn virðast hins vegar ekki hafa ráðið við það verkefni sem er bæði athyglisvert og skelfilegt.
Á síðasta hluta aðflugsins, að flugbrautinni, var vélin einfaldlega komin allt of lágt. Það er staðreynd.
Hún var rétt yfir sjávarfletinum það er staðreynd.
Hún var á of litlum hraða, það er staðreynd.
Fáeinum mínútum fyrir lendingu höfðu flugmennirnir dregið alveg af hreyflunum niður á hægagang (idle).
Það er ekki góð latína með þotuhreyfla þar sem þeir eru nokkra stund að ná sér aftur á snúning.
Til dæmis ef hætta þarf við lendingu er ekki gott að þeir séu komnir á hægagang.
Ég held ég megi segja að þetta verklag hafi ekki verið rétt útfært hjá þessum flugmönnum.
( Af pprune.org: "In FLCH, the autopilot (or FD, if AP not in) will try and keep the commanded speed by adjusting the pitch/pitch demands. If you don't follow the FD in manual flight, you won't get speed protection as there is no 'wakeup' in FLCH. Summary: If you disengage the AT then pull the nose of the aircraft up in the air and leave it there, the aeroplane will slow down towards the stall. This is normal behaviour!" !?Þeir voru með vængbörðin alveg niðri á 30° og hjólin eðlilega niðri.
Þeir virðast hafa dregið alveg af hreyflunum af því að þeir voru heldur hátt.
En enduðu með því að vera of lágt, á of litlum hraða og í brotlendingu.
-------------
Svo koma getgáturnar:
1) Að lokum kann vélin að hafa verið reist svo bratt að flugmaðurinn hafi einfaldlega klippt stélið af vélinni.
2) Flugmaðurinn hafi rekið aðalhjólin og stélið í grjótvarnargarðinn þannig að aðalhjólabúnaður, og stélið, brotnuðu þar af.
3) Flugmaðurinn hafi rekið annað aðalhjólasettið - það sem fór í sjóinn- og stélið í grjótvarnargarðinn.
Hitt hjólasettið þeyttist inn á öryggissvæðið við brautina.
4) Hjólasett, og stél, rekst í grjótvarnargarðinn þannig að hjólasettið dettur í sjóinn og stélið skemmist.
Hitt hjólasettið og stélið brotna svo af við að skella á öryggissvæðið við enda brautarinnar.
5) Hjólin rekast í grjótvarnargarðinn annað settið brotnar þar af, en hitt, og stélið, brotna af við það að skella á öryggisbrautina.
6) Stélið snertir sjóinn fyrst og þar á eftir bæði það, og mögulega hjólin, yfir grjótgarðinn og áfram.
7) Annað hjólasettið fer í sjóinn og brotnar þess vegna af þar.
8) Vélin ofreis áður en hún skall niður á brautarendann.
------------
Hvað sem þessum möguleikum leið þá eru það staðreyndir að:
Flugvélarbolurinn þeyttist inn eftir öryggissvæðinu, inn á brautina, út af henni aftur og yfir á öryggissvæði til hliðar.
Hreyflar og nefhjólasettið brotnuðu af vélinni þegar bolur hennar skelltist niður á brautarendann.
Farþegum, og áhöfninni, tókst að komast úr áður en kviknaði í vélinni. Það var með eða án hjálpar frá björgunarmönnum.
Tveir farþegar er látnir og fleiri slasaðir.
Sjá nánar hér:
http://avherald.com/h?article=464ef64f&opt=0
Og hér er tölvugert myndband þar sem sést hvernig stélið er klippt af vélinni:
http://edition.cnn.com/video/data/2.0/video/bestoftv/2013/07/07/nr-sfo-crash-animation.cnn.html
Myndbandið er ekki fullkomlega rétt en er það allra líklegasta miðað við fyrirliggjandi ummerki.
Hjól vélarinnar rákust í varnargarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2013 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)