Ekki góð hugmynd að hóta sprengingum. Var því kannski hótað á Laugaveginum???

Eftir að flogið var á World Trade Center turnanna í New York er það mjög slæm hugmynd að hóta lögreglu með sprengingum.

Að hóta lögreglu með sprengingum er slæm hugmynd hvar sem menn eru í heiminum.

Og eftir sprengjutilræði, og hryðjuverk,  Anders Breivik eru slíkar hótanir einnig mjög heimskulegar í Skandinavíu. 

Þekki ekki verklagsreglur lögreglu í Svíþjóð þannig að ég veit ekki hvort að lögreglukonan er að ganga of langt. 

En maðurinn hótar margsinnis að sprengja alla götuna og spyr lögreglukonuna hvort hún vilji láta á það reyna.  

Eftir tilræði Anders Breikviks er ekki víst að lögreglunni sé heimilt að láta slíkar hótanir sem vind um eyru þjóta.

Án þess að handtaka viðkomandi og rannsaka málið nánar. 

Hvort hann búi yfir einhverjum upplýsingum um sprengjutilræði eða ekki.  

Var okkar kona á Laugaveginum kannski að hóta að sprengja Laugaveginn í loft upp???

Þá væri ég farinn að skilja það mál betur.   

Augljóslega var hún stórhættuleg að mati lögreglumannsins þar.  

 


mbl.is Deilt um lögregluofbeldi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki að fara alla leið til 2001.

Sprengjurnar og hryðjuverkaárásin í Noregi fyrir nokkrum árum er eflaust Svíum í fersku minni eins og öðrum nágrannaþjóðum. Að maður hóti hryðjuverkaárás og er handtekinn... og nú er lögreglukonan glæpamaðurinn... þetta er spes.

Hvað á lögregla að gera þegar hún fær hótun um hryðjuverk. Bjóða viðkomandi upp á kaffi?

Einar (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 19:07

2 identicon

Alltaf gaman að sjá svona raunhæf rök með barsmíðum eins og "Hvað á lögregla að gera þegar hún fær hótun um hryðjuverk. Bjóða viðkomandi upp á kaffi?"

Að sjá muninn á líkamsárás eða handtöku ætti að vera öllum auðvelt hvort sem þeir þekkja verklagsreglur eður ei. Það er ekki í verkahring lögreglu að deila út refsingum og gerist þeir sekir um slíkt eru þeir vanhæfir í starfi. Auðvitað átti að handtaka manninn og til þess þurfti liðsauka en ekki árás. Ég sá enga tilburði hjá manninum til að ráðast á lögreglukonuna, af hverju þurfti þá þessi átök? Hún einfaldlega lét tilfinningarnar ráða för og réttlætiskenndina hlaupa með sig í gönur. Ef einhver annar en lögreglu"þjónn" hefði ráðist á þennann mann að fyrra bragði, værum við ekkert að ræða þetta frekar.

Ingi (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 20:23

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já það er nefnilega þannig Einar.

Nema að þetta hefur færst nær okkur í tíma og rúmi.

Það var aldrei góð hugmynd að hóta t. d. Írum, Spánverjum, Frökkum, Bandaríkjamönnum, og ýmsum þjóðum fjær, með sprengjum.  

Nú er ekki lengur hægt að röfla um sprengjur á fylliríi á Norðurlöndum.

Þó að eitthvað innsæi eigi ef til vill að geta sagt lögreglumönnum til um hvað sé innistæðulaust röfl og hvað ekki.

Þá var þessi Svíi augljóslega það fullur, eða dópaður, að hann þurfti að handtaka hvort sem er.

Betra hefði verið að fleiri lögreglumenn stæðu að því en ekki einn með hund.   Með barsmíðum og bitum.

En ég veit ekki um aðstæður þarna eða hvaða reglur gilda.

Og ekki heldur um það svigrúm sem einstakir lögreglumenn hafa til að meta sprengjuhótun, hvort að það sé fylliríisröfl eða ekki.

Eða hvort að reglurnar segi að slíka menn eigi að handtaka þegar í stað með mestu hörku.

Og færa á lögreglustöð þar sem málið er athugað nánar.

Viggó Jörgensson, 18.7.2013 kl. 21:29

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er sammála þér Ingi að breyttu breytanda.

Að ég veit ekkert um hinar lögboðnu starfsreglur í Svíþjóð. 

En hérna heima væri þetta bara líkamsárás.

-------------------

Eins sinni löngu fyrir aldamót, segir sagan, að draugfullur Íslendingur hafi verið nýlentur í Bandaríkjunum.

Hann var með það mikil læti, og vandræði, að einhver lögreglumaður miðaði á hann byssu.

Íslendingurinn gaf nú ekki mikið fyrir það og potaði fingri í byssuhlaupið.

Það næsta sem menn vissu var að búið var að snúa Íslendinginn í gólfið og "binda þar á hann slaufu".  

Og í grjótið flaug hann án blíðuhóta.

þakka ykkur báðum innlitið. 

Viggó Jörgensson, 18.7.2013 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband