Þessa örfáu einstaklinga þarf að hreinsa út úr lögreglunni.

Ef að skólastjóri Lögregluskólans reynir að verja þessa fáránlegu handtöku er kominn tími til að hreinsa út úr þeim skóla.

Öllum þeim lögreglumönnum sem reyna að verja þessa handtöku á Laugaveginum á líka að veita lausn frá störfum.

Einn skrifar í dag um fumlausa handtöku en hefði átt að segja fumlaus fantaskapur.

Þarna voru Þ R Í R lögreglumenn við störf þar sem fjarlægja þurfti eina dauðadrukkna konu.

Að einn lögreglumaður færi að takast á við konuna er bara engan veginn forsvaranlegt.

Konan hélt ekki á hníf eða byssu. Hún var óvopnuð.

Lögreglumaðurinn byrjar á að kippa í hana þannig að þakka má fyrir að hún fór ekki úr axlarlið.

Svo ýtir hann á olnbogann á henni þannig að þakka má fyrir að hún skemmdist ekki á olnbogalið.

Hann kippir henni á bekk þannig að þakka mátti fyrir að konan mjaðmabrotnaði ekki.

Svo dregur hann hana áfram á öðrum handleggnum, eftir götunni.

Alveg svívirðileg framkoma. Þá er hún pressuð á andlitið ofan í malbikið og ekkert hirt um að hún slasist ekki í andliti.

Það er svona lögregla sem við heiðvirðir borgarar viljum ekki hafa í þjónustu okkar.

Það er svona lögreglumönnum sem við treystum ekki til að vera með Taser byssu við störf.

Og Guð komi til, það eru svona lögreglumenn sem við viljum ekki að séu með byssur.

En það er hins vegar fróðlegt fyrir okkur góðborgaranna að sjá hvernig sumir lögreglumenn vinna. Þegar þeir halda en enginn sjái til.

Skammist ykkar þið sem eruð að reyna að verja þessa líkamsárás. Því það er það sem þetta er.


mbl.is Meingallað handtökukerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira ósammála þessu. Finn ekkert til með þessari rónakellingu.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:40

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ímyndaðu þér að þetta hafi verið mamma þín, sem einhver hafi byrlað eitur,  og talaðu svo við mig aftur.

Viggó Jörgensson, 11.7.2013 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband