1.5.2013 | 13:14
Nei hún er ekki möguleg - ekki sem Píratar gætu einir varið falli.
Flokkur sem er með 19 þingmenn getur myndað minnihlutastjórn með Samfylkingunni sem hefði þá 28 þingmenn.
Píratar geta ekki varið slíka stjórn falli þar sem þá væri stjórnin með 28+3 eða 31 þingmann og vantar þá a. m. k. einn þingmann.
Um leið og einhver annar flokkur bættist við væri ekki um minnihlutastjórn að ræða.
Ef að t. d. Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn með Bjartri framtíð og VG þá væru það 32 þingmenn.
Hver einasti þingmaður slíkrar stjórnar hefði líf hennar í vasanum.
Það er kannski það sem Birgitta á við að hún myndi lofa að verja slíka stjórn falli.
Varla dettur henni í hug að Framsóknarflokkurinn njóti stuðnings til að vera einn í stjórn?
Eða getur henni dottið slíkt í hug og virkilega haldið að það gæti gengið?
Ef að það er rétt að þeir Sigmundur Davíð og Guðmundur Steingrímsson þoli vart hver annan.
Er varla við því að búast að þeir fari saman í stjórn.
Samfylkingin er ekki stjórntæk nema að hún láti af ESB þráhyggjunni og fari að hugsa um fólkið í landinu.
Þá gæti Framsóknarflokkurinn myndað stjórn með Samfylkingu og Besta flokknum með 34 þingmenn þó ólíklegt sé.
Það gæti Sjálfstæðisflokkurinn einnig gert þó að t. d. menn eins og Helgi Hjörvar ættu mjög bágt með sig í slíku skipsrúmi.
Það er í rauninni eina stjórnarformið sem Sjálfstæðisflokkurinn á kost á fyrir utan að starfa með Framsóknarflokknum.
Ekkert er ótrúlegra en að Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórn með Vinstri grænum með gömlu kaldastríðs kommunum innanborðs.
Hins vegar gæti Framsóknarflokkurinn myndað stjórn með Vinstri Grænum og Samfylkingu með 35 þingmenn.
Slíkri stjórn gæti Birgitta lofað að verja vantrausti þó að hún hefði meirihluta upp á 3 þingmenn aukalega.
Það væri nefnilega ekkert að treysta á suma úr því þingliði, sérstaklega ekki á Ögmund og Steingrím.
Nema að þeir yrðu í stjórninni sem engum dettur í hug.
VG fengi ekki ráðherrastóla fyrir nema Katrínu og Svandísi og Samfylkingin ekki nema fyrir Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur.
Framsóknarflokkurinn yrði með 5 eða 6 ráðherra í slíkri stjórn.
Hann fengi reyndar einnig fimm eða sex ráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Þá dytti engum í hug að fara eftir sýndarmennsku Jóhönnu um fækkun ráðuneyta.
( Þeim lögum yrði eðlilega hent strax þó ekki væri af öðru en að hún kom þeim á.
Enda fráleitt að forsætisráðherra eigi að geta hringlað að vild með stjórnarráðið á sama tíma og rætt er um að styrkja þingræðið.
Stjórnarmeirihlutinn, hverju sinni, væri svo nauðbeygður til að stimpla tillögu forsætisráðherra í þingsályktun. )
Vandamálið er hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á leið að loforðaveisluhlaðborði Framsóknarflokksins.
Einn ganginn lofuðu Framsóknarmenn fíkniefnalausu Íslandi árið 2000. Hvernig gekk það nú aftur?
Árið 2003 lofuðu þeir húsnæðislánum eins og hver vildi, hvort sem menn gætu borgað af þeim eða ekki.
Þá fór í hönd það æðisgengnasta eyðslufyllerí sem nokkur þjóð hefur farið á og endaði með heimsmeti í hruni árið 2008.
Og núna lofaði Framsóknarflokkurinn að þurrka skuldirnar út eða það skildist þeim sem ofsakátir settu X-ið sitt við B.
Framsóknarmenn eru vanir að kaupa sér atkvæði með einhverjum loforðum sem ekki er mögulegt að efna.
Og alltaf vilja einhverjir trúa. Og það aftur, aftur og aftur.
Er ekki bara komin stjórnarkreppa?
Kannski að forsetinn þurfi að skipa utanþingsstjórn.
Er það hún sem Birgitta ætlar að styðja?
![]() |
Minnihlutastjórn möguleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2013 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2013 | 18:31
Vill þingflokkur Framsóknarflokksins vinna til hægri eða vinstri?
Að minnsta kosti einn þingmaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann vildi vinstri stjórn.
Það gerði Höskuldur Þór Þórhallsson fyrir kosningarnar.
Örugglega má reikna með að Eygló Harðardóttir hafi takmarkaðan áhuga á að vinna með Sjálfstæðisflokknum.
Sama á líklega við um Vigdísi Hauksdóttur, Ásmund Daða Einarsson og Sigrúnu Magnúsdóttur.
Sigurður Ingi Jóhannsson er hlynntari Sjálfstæðisflokknum.
Hvað Gunnar Bragi Sveinsson gerir, verður ákveðið á skrifstofu Kaupfélagsins á Sauðárkróki.
Gunnar Bragi er eins og Sigmundur Davíð, handbendi gömlu spillingaraflanna í flokknum.
Hik Sigmundar Davíðs við að hefja formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn bendir til að hann sé að kanna bakland sitt.
Af þingflokki Framsóknarflokksins er mikill hluti nýir og ungir þingmenn.
Ekkert er vitað hvort að þeir vilja almennt starfa til vinstri eða hægri.
Það er ekki trúverðugt hjá Sigmundi Davíð að hann sé að bíða eftir ákvörðun forsetans.
Væru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn einbeittir í að mynda stjórn.
Hefði forsetinn bara ekkert með málið að gera.
Er þetta fyrsta lygin hjá Sigmundi Davíð?
![]() |
Sigmundur: Við gefum okkur tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2013 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2013 | 17:58
Samfylkingin er ekki stjórntæk út af ESB þráhyggju.
Árni Páll er greinilega að gæla við að Sigmundur Davíð myndi vinstri stjórn.
Það er vissulega ekki útilokað en það yrði líklegast án þess að Samfylkingin væri innanborðs.
Forystumenn Samfylkingarinnar virðast ekkert vera að læknast af fyllerísóráðinu um ESB.
Þess vegna er Samfylkingin ekki stjórntæk og þess vegna var hún rassskellt í kosningunum.
Fyrir draumóra og lýgi um sæluna í ESB og að gleyma hreinlega fólkinu í landinu.
Guðmundur Steingrímsson og Birgitta myndu éta úr lofa Sigmundar Davíðs fyrir ráðherrastól.
Og gleyma öllum ESB hugleiðingum í bráð sem einnig yrði vandalaust fyrir Vinstri Græna.
En þjóðin hefur hent Samfylkingunni á hina pólitísku ruslahauga.
Þar sem landráðasamtök eiga heima.
![]() |
Einboðið að Sigmundur fái umboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2013 | 17:49
Les: "Staðan er mjög góð, ..., að vera laus við Björn Val og Álfheiði."
Svo þarf bara að losna við hina pólitísku vanmetaskepnu Steingrím J. Sigfússon.
Og kommanna Svandísi Svafarsdóttur og Árna Þór Sigurðsson.
Þegar Katrín Jakobsdóttir verður svo alveg laus við kaldastríðskommanna.
Þá verður þetta ábyggilega ágætur vinstri flokkur.
Miklu betri en Landráða-Samfylkingin.
![]() |
Katrín vildi ekki ræða við fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2013 | 12:56
En Samfylkingin til að ganga í ESB?
Eitthvað hefur bilað enn frekar í höfðinu á Samfylkingarfólki eftir kosningar.
Hvert þeirra á eftir öðru staðfestir að þau eru ekkert í sama raunveruleika og við hin.
Eftir kosningarnar árið 2009 fékk Samfylkingin tæplega 30% fylgi.
Hún var eini flokkurinn sem vildi ganga í ESB.
Samfylkingarfólk hafði sem sagt alls ekkert lýðræðislegt umboð til að sækja um ESB aðild.
Samt reyndu þau með öllum ráðum að nauðga okkur þar inn.
Árni Páll láttu athuga þig eitthvað og taktu Ólínu með þér til læknisins.
![]() |
Ekkert umboð til að breyta þjóðfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2013 | 15:38
Samfylkingin sveik íslensku þjóðina fyrir blauta Evrópudrauma.
Hér stóð fólk í röðum, UTANDYRA, eftir mat og ríkisstjórnin gerði alls ekkert í málinu.
Það var ástand sem að ríkisstjórnin hefði átt að bregðast við samdægurs en gerði ekki.
Forysta Samfylkingarinnar hikaði ekkert við að fórna heilli kynslóð fyrir fyllerís draumóra um Evrópusambandið.
Skuldir íslensks almennings skipti engu máli eftir síðustu kosningar.
Allt snerist um kröfur Evrópusambandins um ríkisfjármál.
Þess vegna vildi ríkisstjórnin gera sem minnst fyrir heimilin í landinu.
Í kjölfarið brast á einn mesti landflótti síðan í lok nítjándu aldar.
Forysta ríkisstjórnarinnar lofaði opinni stjórnsýslu og að allar upplýsingar yrðu uppi á borðum.
Ekkert varð fjarri sanni þegar ljúga átti upp á okkur óviðkomandi skuldum samkvæmt kröfum Evrópusambandsins.
Svo mikil var leyndin að ekki einu sinni stjórnarþingmenn máttu sjá þá samninga.
Ríkisstjórnin lagðist undir alþjóðlegt peningavald þegar hún lét það hafa skuldasafn gömlu bankann á vildarkjörum.
Á kostnað heimilanna í landinu.
Við erum ekki alveg vitlaus frú Ólína.
![]() |
Ráðaleysi, baktjaldamakk og hljóðskraf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2013 | 23:49
Viljum við meira ESB bull?
Nei takk Árni Páll.
Þá viljum við frekar kosningavíxla þar sem eyða á andvirðinu í þjóðina sjálfa en ekki þjóðir ESB.
![]() |
Þetta verður dagur breytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2013 | 23:27
Til hamingu Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn í landinu.
Það er ástæða til að óska Bjarna Benediktssyni til hamingju með að hafa snúið þróuninni við.
Ekki er svo langt síðan að Framsóknarflokkurinn var stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum.
Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt verið þeir einu sem skilja að atvinnulífið er undirstaðan undir þjóðarbúinu
Mikið af ágætum vinstri mönnum landsins halda að peningarnir verði til í ríkiskassanum.
Og að hægt sé að hækka skatta endalaust á atvinnustarfssemina í landinu.
Framsóknarmenn hafa yfirleitt áttað sig á hlutverki atvinnulífsins sem undirstöðu undir þjóðarbúinu.
Þeir hafa hins vegar oftast verið óheyrilega ábyrgðarlausir í kosningaloforðum.
Sem hafa verið okkur dýr.
Vonandi ber Sjálfsstæðisflokkurinn nái að koma einhverju viti fyrir Framsóknarmenn.
Þannig að við fáum ekki eina kollsteypuna enn.
![]() |
Viljum vera leiðandi flokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2013 | 12:39
Búinn að rústa flokknum. - Fulltrúi Jóns Ásgeirs.
Auðmaðurinn Bjarni Benediktsson er ekki að höfða til venjulegs sjálfstæðisfólks.
En það skiptir greinilega engu máli.
Þó að 60% sjálfstæðismanna segist ekki ætla að kjósa flokkinn skiptir það bara engu máli.
Þó að um 80 - 90% sjálfstæðismanna vilji Hönnu Birnu sem formann skiptir það engu máli.
Þegar venjulegir sjálfstæðismenn segja að Bjarni eigi að víkja þá skiptir það heldur engu máli.
Bara sagt að Bjarni sé eitthvað fórnarlamb vondra kalla í flokknum sem séu að reyna að klekkja á honum.
Hér er öllu snúið á haus.
Bjarni er búinn að koma fylgi flokksins niður í rúmlega 18% og það er þess vegna sem Bjarni á að hætta.
Það er ástæðan.
Hvað er svona flókið við það?
Allt kjörtímabilið hafa verið fréttir af þátttöku hans í einhverjum Vafnings viðskiptum þar sem hann var umboðsmaður.
En fyrir hverja var hann umboðsmaður? Sína eigin fjölskyldu, föður og föðurbróðir.
Svo var hann stjórnarmaður í N1 þar sem á endanum þurfti að afskrifa um átta hundruð miljónir.
Og það eru þessi atriði sem eru ástæða þess að venjulegir sjálfstæðismenn ætla ekki að kjósa flokkinn.
Og þau eru fleiri.
Endalausar fréttir af Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Gunnari Andersen.
Hvað þoldi ekki skoðun hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni? Hann á að hætta enda styrkþegi Baugsveldisins.
Bjarni gerði vin sinn Illuga Gunnarsson að þingflokksformanni og ýtti þar út Ragnheiði Elínu Árnadóttur.
Konur í hópi kjósenda eru ekkert ánægðar með þau skipti. Frjálslyndir, og víðsýnir karlmenn, ekki heldur.
Illugi Gunnarsson var eins og menn muna í stjórn Sjóðs 9 í Glitni.
Bjarni og Illugi voru á fundi, með Jóni Ásgeir Jóhannessyni, nóttina sem Glitnir banki var yfirtekinn.
Hvað voru þeir að gera þar?
Eru Bjarni, Illugi og Guðlaugur Þór fulltrúar fjárglæfrabraskara eða venjulegra heiðarlegra sjálfstæðismanna.
25% allra kjósenda hafa yfirgefið flokkinn á kjörtímabilinu.
Og svo segist Bjarni vera eitthvað fórnarlamb.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn og venjulegir sjálfsstæðismenn sem eru fórnarlömbin.
Flokkurinn er einfaldlega að verða eins og ormaveikt hundshræ í þjónustu fjárglæframanna.
Eða það sýnist fleiri og fleiri kjósendum.
Og það er einmitt það sem ræður úrslitum í stjórnmálum; hvað almennum kjósendum sýnist vera raunin.
Það kemur málinu ekkert við hvort Bjarni Benediktsson, Illugi og Guðlaugur Þór séu fínir strákar sem þeir eru.
Það sem skiptir máli er trúverðugleikinn. Og hann er einmitt farinn.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins dansa gleðidans og reyna að hjálpa Bjarna í stöðunni og eyðileggja fyrir flokknum.
Því fastara sem Bjarni situr, því neðar fer fylgið.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið mörgum prósentum niður fyrir það sem það fór lægst eftir hrun.
Og það í stjórnarandstöðu við lélegustu ríkisstjórn á sögunnar af mörgum slæmum.
En Bjarni ætlar að sitja þó að hann verði einn eftir í flokknum.
Um hvað hann er að hugsa er með öllu óskiljanlegt.
En hann er ekki að hugsa um flokkinn sinn.
En kannski bara um sjálfan sig.
Og vinina góðu.
![]() |
Bjarni heldur áfram sem formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2013 | 11:40
En það hefði verið betra.
Það verður að segja Birgittu Jónsdóttur til hróss að hún fór til Bandaríkjanna á hárréttum tíma.
Nú rétt fyrir kosningar hefur henni tekist að koma flokki sínum upp fyrir 5% markið og gott betur en það.
Hún fékk bæði athygli, og aukið álit kjósenda, fyrir að þora að fara til Bandaríkjanna.
Þar á bæ eru menn ennþá reiðir út af lekanum til Wikileaks og birtingu þess á leyniskjölum.
Sem sést á þeim fréttum sem Birgitta færir okkur að opinberir starfsmenn geti misst vinnuna með einu að opna Wikileaks síðuna.
Áhersla Birgittu á upplýsingafrelsi er gott og sígilt en hefði verið betra ef hún hefði einbeitt sér að verkefnum hér heima.
Til dæmis að öllum leyndarmálum núverandi ríkisstjórnar sem Birgitta studdi heilshugar.
Nú vitum við reyndar ekki hvort að Birgitta fór til Bandaríkjanna á diplómatavegabréfi eða ekki.
En þá hefði Bandaríkjamönnum verið óheimilt að skipta sér nokkuð af henni.
Var þessi ferð á vegum Alþingis?
![]() |
Ég þarf ekki að vera handtekin til að fá athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)