Til hamingu Bjarni.

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn í landinu.

Það er ástæða til að óska Bjarna Benediktssyni til hamingju með að hafa snúið þróuninni við.

Ekki er svo langt síðan að Framsóknarflokkurinn var stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum.

Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt verið þeir einu sem skilja að atvinnulífið er undirstaðan undir þjóðarbúinu

Mikið af ágætum vinstri mönnum landsins halda að peningarnir verði til í ríkiskassanum. 

Og að hægt sé að hækka skatta endalaust á atvinnustarfssemina í landinu. 

Framsóknarmenn hafa yfirleitt áttað sig á hlutverki atvinnulífsins sem undirstöðu undir þjóðarbúinu.

Þeir hafa hins vegar oftast verið óheyrilega ábyrgðarlausir í kosningaloforðum. 

Sem hafa verið okkur dýr.  

Vonandi ber Sjálfsstæðisflokkurinn nái að koma einhverju viti fyrir Framsóknarmenn.

Þannig að við fáum ekki eina kollsteypuna enn.

 


mbl.is „Viljum vera leiðandi flokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Til hamingju??? þessi úrslit eru skandall fyrir sjálfstæðisflokkinn, að dóla í 25% þegar hann hefur verið í stjórnarandstöðu í 4 ár á móti mjög óvinsælli stjórn.

Óskar, 27.4.2013 kl. 23:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áfram stærsti flokkurinn? Var hann það? Þetta er hörmungarútkoma, við þær kjöraðstæður sem flokkurinn hafið til fylgisaukningar, rétt eins og Framsókn. Þetta er ekki sigur heldur ósigur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 00:00

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Óskar

Ég er margsinnis búinn að skammast yfir þessu. 

Á kjörtímabilinu var fylgið hæst í 43%. 

En Bjarna tókst að snúa sér í stöðunni frá 17% í 27%

10% viðsnúningur er ágætt á nokkrum dögum. 

Viggó Jörgensson, 28.4.2013 kl. 01:41

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Segi það sama Axel Jóhann og við Óskar.

Annars algerlega sammála þér og hef oft bloggað um það. 

Viggó Jörgensson, 28.4.2013 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband