Nei hún er ekki möguleg - ekki sem Píratar gætu einir varið falli.

Flokkur sem er með 19 þingmenn getur myndað minnihlutastjórn með Samfylkingunni sem hefði þá 28 þingmenn. 

Píratar geta ekki varið slíka stjórn falli þar sem þá væri stjórnin með 28+3 eða 31 þingmann og vantar þá a. m. k. einn þingmann. 

Um leið og einhver annar flokkur bættist við væri ekki um minnihlutastjórn að ræða.

Ef að t. d. Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn með Bjartri framtíð og VG þá væru það 32 þingmenn.

Hver einasti þingmaður slíkrar stjórnar hefði líf hennar í vasanum.

Það er kannski það sem Birgitta á við að hún myndi lofa að verja slíka stjórn falli. 

Varla dettur henni í hug að Framsóknarflokkurinn njóti stuðnings til að vera einn í stjórn?

Eða getur henni dottið slíkt í hug og virkilega haldið að það gæti gengið?

Ef að það er rétt að þeir Sigmundur Davíð og Guðmundur Steingrímsson þoli vart hver annan. 

Er varla við því að búast að þeir fari saman í stjórn. 

Samfylkingin er ekki stjórntæk nema að hún láti af ESB þráhyggjunni og fari að hugsa um fólkið í landinu. 

Þá gæti Framsóknarflokkurinn myndað stjórn með Samfylkingu og Besta flokknum með 34 þingmenn þó ólíklegt sé.  

Það gæti Sjálfstæðisflokkurinn einnig gert þó að t. d. menn eins og Helgi Hjörvar ættu mjög bágt með sig í slíku skipsrúmi.  

Það er í rauninni eina stjórnarformið sem Sjálfstæðisflokkurinn á kost á fyrir utan að starfa með Framsóknarflokknum. 

Ekkert er ótrúlegra en að Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórn með Vinstri grænum með gömlu  kaldastríðs kommunum innanborðs. 

Hins vegar gæti Framsóknarflokkurinn myndað stjórn með Vinstri Grænum og Samfylkingu með 35 þingmenn. 

Slíkri stjórn gæti Birgitta lofað að verja vantrausti þó að hún hefði meirihluta upp á 3 þingmenn aukalega.

Það væri nefnilega ekkert að treysta á suma úr því þingliði, sérstaklega ekki á Ögmund og Steingrím.

Nema að þeir yrðu í stjórninni sem engum dettur í hug. 

VG fengi ekki ráðherrastóla fyrir nema Katrínu og Svandísi og Samfylkingin ekki nema fyrir Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur. 

Framsóknarflokkurinn yrði með 5 eða 6 ráðherra í slíkri stjórn.

Hann fengi reyndar einnig fimm eða sex ráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þá dytti engum í hug að fara eftir sýndarmennsku Jóhönnu um fækkun ráðuneyta. 

( Þeim lögum yrði eðlilega hent strax þó ekki væri af öðru en að hún kom þeim á.  

Enda fráleitt að forsætisráðherra eigi að geta hringlað að vild með stjórnarráðið á sama tíma og rætt er um að styrkja þingræðið.

Stjórnarmeirihlutinn, hverju sinni, væri svo nauðbeygður til að stimpla tillögu forsætisráðherra í þingsályktun. )   

Vandamálið er hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á leið að loforðaveisluhlaðborði  Framsóknarflokksins. 

Einn ganginn lofuðu Framsóknarmenn fíkniefnalausu Íslandi árið 2000.  Hvernig gekk það nú aftur? 

Árið 2003 lofuðu þeir húsnæðislánum eins og hver vildi, hvort sem menn gætu borgað af þeim eða ekki.

Þá fór í hönd það æðisgengnasta eyðslufyllerí sem nokkur þjóð hefur farið á og endaði með heimsmeti í hruni árið 2008. 

Og núna lofaði Framsóknarflokkurinn að þurrka skuldirnar út eða það skildist þeim sem ofsakátir settu X-ið sitt við B. 

Framsóknarmenn eru vanir að kaupa sér atkvæði með einhverjum loforðum sem ekki er mögulegt að efna.  

Og alltaf vilja einhverjir trúa.  Og það aftur, aftur og aftur. 

Er ekki bara komin stjórnarkreppa?

Kannski að forsetinn þurfi að skipa utanþingsstjórn. 

Er það hún sem Birgitta ætlar að styðja? 

 

   


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Bara skil ekki þennann æsing ..það hefur tekið allt uppi 3 .vikur eða meir að mynda stjórnir her ..og svo þarftu að horfa á svolitið rýmri sjóndeildar hring til stjónarmyndunar .þvi það er fl. möguleikar ....en nun er bara slaka ...góðann 1.Mai

rhansen, 1.5.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góður pistill !!

Þráinn Jökull Elísson, 1.5.2013 kl. 15:50

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er allt rétt hjá þér rhansen.

Maður þarf alltaf að reyna að víkka sjóndeildarhringinn. 

Eða ekki síður að gæta þess að hann skreppi ekki saman í einhverja rörsýn.

En maður þarf bara að sjá fyrir sér að fólk geti unnið saman. 

Ólafur Thors gat t. d. myndað nýsköpunarstjórnina með kommunum.

En hann var líka einstakt séní í mannlegum samskiptum. 

Þú ert varla að tala um þjóðstjórn er það?

Viggó Jörgensson, 1.5.2013 kl. 16:45

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka Þráinn Jökull.

Viggó Jörgensson, 1.5.2013 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband