Vill þingflokkur Framsóknarflokksins vinna til hægri eða vinstri?

Að minnsta kosti einn þingmaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann vildi vinstri stjórn.

Það gerði Höskuldur Þór Þórhallsson fyrir kosningarnar. 

Örugglega má reikna með að Eygló Harðardóttir hafi takmarkaðan áhuga á að vinna með Sjálfstæðisflokknum.  

Sama á líklega við um Vigdísi Hauksdóttur, Ásmund Daða Einarsson og Sigrúnu Magnúsdóttur.  

Sigurður Ingi Jóhannsson er hlynntari Sjálfstæðisflokknum. 

Hvað Gunnar Bragi Sveinsson gerir, verður ákveðið á skrifstofu Kaupfélagsins á Sauðárkróki.  

Gunnar Bragi er eins og Sigmundur Davíð, handbendi gömlu spillingaraflanna í flokknum. 

Hik Sigmundar Davíðs við að hefja formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn bendir til að hann sé að kanna bakland sitt.

Af þingflokki Framsóknarflokksins er mikill hluti nýir og ungir þingmenn.

Ekkert er vitað hvort að þeir vilja almennt starfa til vinstri eða hægri.

Það er ekki trúverðugt hjá Sigmundi Davíð að hann sé að bíða eftir ákvörðun forsetans.

Væru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn einbeittir í að mynda stjórn.

Hefði forsetinn bara ekkert með málið að gera.

Er þetta fyrsta lygin hjá Sigmundi Davíð? 


mbl.is Sigmundur: „Við gefum okkur tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Framsókn vill miðjustjórn.  Þeir sem fara í stjórn með þeim verða því að svegja sig inn að Framsóknarmiðjunni.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.4.2013 kl. 21:46

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og svo kemur sú hlið Hallgrímur Hrafn. 

Brynjar Níelsson og ég held Vilhjálmur Bjarnason ætla ekki þangað. 

Veit ekki um svo harða afstöðu fleiri sjalla.  

Viggó Jörgensson, 30.4.2013 kl. 10:04

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið snýst ekki um hægri eða vinstri í þeim skilningi heldur hvort við þurfum að tengjast stærra hagkerfi eða ekki?

Jón Þórhallsson, 1.5.2013 kl. 11:54

4 Smámynd: Sólbjörg

Fólk sem styður stjórnarfar sem hefur að leiðarljósi sannleika og réttlæti til hagsbóta fyrir heildina getur vel unnið saman og hugnast það líka vel. Held að Vigdís Hauks, Ásmundur Daði og Sigrún vilja mjög gjarnan vinna með Sjálfstæðisflokknum. Í 4 ár í stjórnarandstöðu hafa þau að mestu unnið samhent og einbeitt til að lágmarka skaðann af fráfarandi stjórn. Langar að vera bjartsýn á samstarf XD og XB . Dreg ekki dul á að ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn mynda stjórn. Góð greining á stjórnarmyndunarmöguleikum, takk Viggó.

Sólbjörg, 1.5.2013 kl. 15:19

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Stærra hagkerfi Jón eða betri stjórn.

Við erum of lítil fyrir algerlega frjálst markaðshagkerfi.

Og þannig t. d. útsett fyrir óheilbrigðum viðskiptaháttum á alþjóðavettvangi.

Svo sem áhlaupum vogunarsjóða á krónuna. 

Viggó Jörgensson, 1.5.2013 kl. 20:44

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Sólbjörg, vona að draumarnir rætist og að við fáum góða ríkisstjórn.

Sú eina starfhæfa yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Hinar útgáfurnar yrðu stríð út í eitt eins og í nær öllum öðrum vinstri stjórnum.  

Viggó Jörgensson, 1.5.2013 kl. 20:47

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo gleymdi ég því Sólbjörg

að auðvitað var það forsetinn

sem skipaði Sigmundi Davíð að ræða við vinstri flokkanna.

Sem gerir hlut Sigmundar skárri en ekki meira en það. 

Eitthvað er líklega að malla sem við vitum ekki um. 

Hvað upp úr þeim pottum kemur sjáum við á næstunni. 

Viggó Jörgensson, 1.5.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband