Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2011 | 06:25
Eiga aðeins eftir að ná stjórnarhverfinu í Tripoli.
Bab al-Aziziyah heitir um 6 ferkílómetra stórt stjórnarhverfið í Tripoli.
Þetta er hverfið sem Ronald Reagan sendi eldflaugarnar á, árið 1986.
Herir NATÓ hafa einnig sent eldflaugar á fjarskiptamiðstöðvar þar bæði síðast liðið vor og einnig síðustu daga.
Hverfið er víggirt með háum steinvegg, gaddavír og með vopnabúnaði til að verjast árásum af jörðu og úr lofti.
Í síðustu ferð sinni þangað sáu breskir blaðamenn loftræstitúður sem benti til að þarna væru neðanjarðarbyrgi.
Hvort Gaddafi dvelur þar eða er flúinn á leið til Alsír eða annarra Afríkuríkja er ekki vitað.
Erlendir blaðamenn hafa dvalið á Rixos hótelinu sem stendur nærri Bab al-Aziziyah hverfinu.
Eftir að uppreisnin hófst hafa embættismenn Gaddafis búið þar með fjölskyldum sínum.
Síðustu sólarhringa hafa þeir hins vegar sent fjölskyldur sínar á brott.
Meira að segja túlkar erlendu fréttamannanna hafa látið sig hverfa án þess að kveðja.
Svo virðist sem stjórnarhermenn og embættismenn hafi flestir verið búnir að fá sig fullsadda af Gaddafi.
Á leið sinni til Tripoli hafa uppreisnarmenn mætt ótrúlega lítilli mótspyrnu og hermenn flúið eða gefist upp.
Hátt settir stjórnarliðar hafa einnig gefist upp þar með talið mágur Gaddafi, hershöfðingi sem átti að sjá um öryggis hans.
Stjórn Gaddafi hlýtur að gefast upp í dag.
![]() |
Harðir bardagar í Trípólí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2011 | 01:00
Fara vonandi ekki úr öskunni í eldinn.
Það yrði skelfilegt slys ef einhvers konar ofsatrúarmenn næðu völdum í Líbýu, takist að koma Gaddafi frá.
Einhvers konar talibanar eða svipaður glæpalýður og nú stjórnar í Íran.
Það er óskandi að NATÓ, ESB fylgi þessu vel eftir og aðstoði við að byggja þarna upp vestrænt lýðræðisríki.
Þó svo að menn haldi sinni múhameðstrú geta Líbýumenn t. d. fetað í fótspor Tyrkja sem hefur tekist þokkalega til.
![]() |
Uppreisnarmenn á Græna torginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 18:34
Og auðvitað á ábyrgð Vinstri Grænna og Steingríms aðalritara þar.
Mossa Ibrahim mátti alveg telja upp Vinstri Græna á Íslandi og aðalritara þeirra Steingrím J. Sigfússon.
Svona úr því að hann var að telja upp leiðtoga hinna viljugu þjóða sem styðja ESB og NATÓ við að stríða í LÍbýu.
Þó að enginn taki mark á Steingrími, hér heima, þá getur manni nú sárnað ef útlendingar gera það ekki heldur.
![]() |
Yfirfull sjúkrahús og ófremdarástand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2011 | 17:46
Hækka námslán og hækka skólagjöld og málið er leyst.
Skólanum var í árdaga gert ljóst að nemendur yrðu að borga námið sjálfir.
Og það er að sögn það ódýrasta sinnar tegundar á byggðu bóli.
Þetta virðast vera fá hundruð þúsunda á hvern nemanda sem upp á vantar.
Það er ekki um annað að ræða en að hækka námslánin vegna námsins og hækka svo skólagjöldin.
Í stjórnsýslunni heita það réttmætar væntingar þegar borgararnir geta réttilega vænst ákveðinna úrlausna.
Þegar yfirvöld menntamála samþykktu námið voru nemendum gefnar réttmætar væntingar um þeir gætu lokið því.
Það á ekki að bitna á nemendum að stjórn skólans og yfirvöld næðu ekki að tala saman með skýrum og skiljanlegum hætti.
Þannig að hvorugur aðilinn væri í villu um skilning hins.
Hallann af slíkum misskilningi verður að leggja á yfirvöld sem hafa á að skipa lögfræðingum og öðrum sérfræðingum.
Þegar ríkið samþykkti að fjölgað yrði námsbrautum, og nemendum við skólann, virðast stjórnendur hafa misskilið lögfylgjur þess samþykkis.
Þeir virðast þar með hafa vænst frekari fjárstyrkja en verið hafði.
Það stóð yfirvöldum menntamála sem sagt nær að girða fyrir slíkan misskilning eins og gert var í árdaga námsins.
![]() |
Ærin ástæða til bjartsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmenn eiga skilið fullkomna virðingu frá okkur Íslendingum.
Þetta er nú það minnsta sem við getum gert til að sýna þeim þakklæti og virðingu.
Þetta eru okkar traustustu vinir og vandamenn í hverfulum heimi.
Það hefur heldur betur komið í ljós eftir hrunið hérlendis.
Í norskum fjölmiðlum er tekið fram að við minningarathöfnina séu viðstaddir meðal annarra:
Norska konungsfjölskyldan, krónprinsessa Svíþjóðar, krónprins Danmerkur, íslenski forsetinn, finnski forsetinn,
og forsætisráðherrar allra norðurlandanna.
Það hefði verið þjóðarskömm, og ömurlegt, ef þurft hefði að taka fram að íslensku fulltrúanna vantaði.
Hér má sjá þau Ólaf Ragnar og Jóhönnu leggja niður blóm til minningar um hina látnu, ásamt fulltrúm Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur:
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article4204557.ece
![]() |
Jóhanna við minningarathöfn í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 15:23
Glæpaskríll í lögreglubúningi.
Á myndbandinu sést hvernig glæpalýður í lögreglubúningi gerir líkamsárásir á almenna borgara.
Ekkert tilefni var til þess að berja þessa konu, manninn sem reyndi að koma henni burt, hvað þá manninn við hraðbankann.
Spánn var fasista- og lögregluríki fram til dauða Francos árið 1973/74.
Gömlu fantavinnubrögðin hafa greinilega ekki verið aflögð.
![]() |
Spænskir lögreglumenn fara offari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2011 | 13:14
Stjórnvöld verða að leysa þetta mál.
Það væri þá ágæt lýsing á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ef hún getur ekki einu sinni leyst svona smámál.
Smámál sem er samt svo stórt fyrir alla viðkomandi.
Einfaldasta lausnin er að hækka námslánin til að skólinn geti hækkað skólagjöldin fyrir öllum kostnaði.
Nemendur ættu að sættast á það úr því að námið hérlendis er það ódýrasta á byggðu bóli.
Í upphafi gerði menntamálaráðuneytið skólanum alveg ljóst að nemendur ættu að kosta námið.
![]() |
Ábyrgð forsvarsmanna mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2011 | 23:09
Eru komnir á einhverjir baktjaldasamningar?
Ef ríkisstjórnin hefur hótað Jóni Bjarnasyni brottrekstri úr ráðherrastól.
Og ætlar núna ekkert að gera með skilyrði Þráins Bertelssonar.
Þá er ljóst að hún er búin að gera einhverja leynisamninga í reykfylltum bakherbergjum.
Einhver í stjórnarandstöðunni hefur þá lofað að verja hana falli og að styðja fjárlagafrumvarpið.
En það er þá einnig spurning hvort ríkisstjórnin hafi efni á að sparka bæði Jóni og Þránni.
Hvaða stjórnarandstöðuþingmenn eru á leiðinni uppí hjá Steingrími eða Jóhönnu?
![]() |
Stendur við fyrri yfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2011 | 22:13
Hægt að selja 10 ráðherrabíla og spara bensín og bílstjóra.
Ef Landhelgisgæslan á ekki fyrir olíu og varahlutum.
Þá er sjálfgefið að taka bílanna af ráðherrunum og verja sparnaðinum í þyrlurekstur.
Þvælingur Össurar um heimsbyggðina hlýtur einnig að kosta svipað rekstur á einni þyrlu eða jafnvel varðskipi.
Þá er alls konar óþarfur kosnaður á Alþingi sem mætti spara.
Aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra, ferðapeningar og lystireisur.
Hvað kostar að reka Alþingi og ráðuneytin á ári?
Þar má spara svona eins og helmingin án þess að þjóðin verði fyrir nokkru tjóni.
Hvað kostaði aftur vitleysan við stjórnlagaráðið?
Hvað kostar umsóknin að ESB, sem ríkisstjórnin stendur í, án heimildar landsmanna?
Þingmenn eru almennt ekki aular nema það sjáist á einhverju.
Og þar er af nægu að taka.
![]() |
Óviðunandi ástand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2011 | 13:26
Var bankinn að taka það?
![]() |
Húsið flutt í rólegheitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |