Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.8.2011 | 23:47
Rétt og rangt hjá Jóni.
Það er hárrétt hjá Jóni Gnarr að skólakerfið er ekki nægilega sveigjanlegt.
Að sama skapi alrangt að leggja eigi niður skólaskyldu.
Skólakerfið er of einsleitt, allt of mikil áhersla lögð á bóknám og utanbókarlærdóm.
Mörgum hentar betur að stunda minna bóknám en meira verknám og almennt færninám.
Aflögð skólaskylda væri algert stórslys er leiða myndi þjóðfélagið til upplausnar og glötunar.
Myndi auka stéttaskiptingu, fjölmenningarvandamál, gettómyndun og trúnaðarbrest í samfélaginu.
Skólaganga er samfélagslegt öryggistæki ekki síður en lærdómur.
Í skóla læra einstaklingar að taka þátt í samfélagi með jafningjum sínum sem er undirstaða siðaðs mannlífs.
Þó að flestir geti lært að verða siðaðar manneskjur heima við á það, því miður, ekki við um alla.
Í skólanum eru reglubundnar læknisskoðanir, heilsugæsla hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og annars fagfólks en kennara.
Fólk sem hætti til að vanrækja börn sín, eða níðast á þeim, myndi taka því fagnandi að skólaskylda yrði niðurlögð.
Þar fyrir utan hefur gamla máltækið, heimskt er heimaalið barn, ekkert misst gildi sitt.
![]() |
Undrast ummæli borgarstjóra um skólamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2011 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2011 | 14:54
Hætti úr af komu Ásmundar Einars.
Í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Norðurvesturkjördæmi var Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokksins.
Guðmundur Steingrímsson komst í annað sætið út á forna frægð föður síns og afa.
Í þriðja sætinu var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi sem hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður Sauðfjárbænda.
Svo vel að hann hefði mögulega tekið sætið af Guðmundi í næstu kosningum.
Þegar Ásmundur Einar Daðason bættist svo í þingflokkinn, þyrmdi yfir Guðmund Steingrímsson.
Þar með voru allar líkur á að hann yrði í 3. eða 4. sæti listans næst.
Yrði varaþingmaður aftur eins og hann var alltaf í Samfylkingunni.
Auk þess sá Guðmundur að hann fengi ekki arfinn eftir föður sinn og afa í Framsóknarflokknum.
Þessa stöðu nýtti Össur sér og hefur nú fíflað Guðmund út á forað sem hann á eftir að sökkva í.
Þetta staðfesti svo Össur sjálfur með því að bera til baka í fjölmiðlum.
![]() |
Ekki farið að bullsjóða í pottunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2011 kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2011 | 03:01
Sviss liggur á þýfi.
Það er helsti ljóður á ráði þeirra í Sviss að liggja enn á þýfi frá helsta illþýði heims.
Það gera reyndar nýlenduveldin í ESB líka.
Obama sjálfur var annar þeirra öldungadeildarþingmanna í Bandaríkjunum sem vildu uppræta skattaskjól heimsins.
Svo greiddu reikningseigendur þar svo mikið í kosningasjóði hans.
Að hann missti alveg áhugann eftir að hann varð forseti.
![]() |
Segir kröfur bandarískra stjórnvalda ganga of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 14:31
Gaddafi ræður enn yfir norðvestur hluta Tripoli.
Uppreisnarmenn eru aðeins með riffla, vélbyssur og litlar eldflaugar.
Það má sín lítils gegn steypuvirkinu utan um stjórnarhvefri Gaddafi.
Þar eru flest þau stríðstól sem Gaddafi á eftir.
Suðaustur af stjórnarhverfinu er stór dýragarður og þar við austurjaðarinn er Rixos hótelið.
Þar hefur vestrænum fréttamönnum verið skipað að halda sig frá því að átökin hófust.
NATÓ herinn gerir því varla loftárásir á hótelið eða nágrenni.
Vísast til felur karlinn sig á hótelinu eða í neðanjarðarbyrgi þar nærri.
![]() |
Segir Gaddafi vera í Tripoli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 13:55
En gat bætt á sig Landsdómsmálinu.
Það er hárrétt hjá Sigríði J. Friðjónsdóttur að æðstu stjórnvöld hafa ætíð forsmáð ákæruvaldið.
Það sést best á því að ríkissaksóknari er ekki á boðslistanum í opinberar veislur t. d. þegar forseti tekur á móti þjóðhöfðingjum.
Og einnig í fjárframlögum og aðstöðu á sama tíma og alþingismenn lifa við lúxus í nýjum byggingum.
Alþingismenn eru auk þess með aðstoðarmenn á hverjum fingri og í eilífum utanferðum á kosnað ríkisins.
Þetta sést samt ekki í betri árangri á þeim bænum. Þjóðin nærri hrunin aftur á miðaldir.
Réttarvörslukerfið í heild sinni hefur lengst af búið við skammarlegan fjárskort.
Mannsaldri eftir að við fengum æðsta dómsvald inn í landið var þó byggt yfir Hæstarétt.
Dómstólarnir flestir eru komnir í sæmilegan húsakost.
Þó eru skriffinnar farnir að ágirnast húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómstólarnir hafa þurft að standa í þrasi við skriffinna til að fá nýja ljósritunarvél eða lítilsháttar lagfæringar á húsakynnum.
Eitthvað hefur verið í bætt úr þessu eftir hrunið en hugsanagangurinn er sá sami.
En flestum í ríkisstjórninni er sama þó að saksóknarar séu tveir í sama skrifborðsstól.
Nema þeir séu að ákæra fyrrum andstæðinga.
Þá geta þeir fengið fjárframlög og gildir einu hvort viðkomandi var í stjórnmálum eða fjármálum.
Það eina sem er á skjön í málflutningi Sigríðar J. Friðjónsdóttur.
Er hvernig hún má vera að því að vera bæði ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis í pólitískum sýndarréttarhöldum.
Og hvernig hún telur sig verða óháðan og hlutlausan ríkissaksóknara framvegis.
Eftir þátttöku í slíkri orgíu með þeim Jóhönnu og Steingrími.
Mesta óbótafólk hérlendis síðan á dögum danskra leiguhirðstjóra.
Þeir enduðu hér flestir sína daga, voru drepnir af landsmönnum.
Fari allt fram eftir aðferðum þeirra Jóhönnu og Steingríms munu þau sjálf enda sína daga í fangelsi fyrir landráð.
Þegar þau ætluðu að láta þjóðina borga svona eins og 300 miljörða aukalega fyrir icesave.
Það er víðar glæpalýður við völd en í Líbýu.
![]() |
Áhyggjur af ákæruvaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2011 kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 13:06
Þetta er aðferð til að forðast blóðbað.
Það hefur verið alveg ótrúlegt að fylgjast með þróun mála í Líbýu síðustu sólarhringa.
Sjálfstjórn uppreisnarmanna hefur verið aðdáunarverð miðað við að þetta eru flokkar frá mismunandi svæðum og ættbálkum.
Þjóðarráðið sem hefur stjórnað uppreisninni gegn Gaddafi hefur stjórnað málum af þekkingu og snilld.
Nú hafa þeir augljóslega sleppt sonum Gaddafi, fyrst Muhamed og nú Saif al-Islam (Sverð Islams).
Þetta hafa þeir gert til að freista þess að þeir komi einhverju viti fyrir snargalinn föður þeirra.
Fá hann til að þiggja boð Angóla um að fá þar hæli.
Þannig væri hægt að forðast frekari blóðsúthellingar á uppreisnarmönnum og hermönnum Gaddafi.
Gaddafi sjálfur er nægilega geggjaður til að nota eiturefni og hvaðeina sem hann kann að hafa í fórum sínum.
Þjóðarráðið hefur að minnsta kosti rökstuddar ástæður fyrir þessari aðferð sinni.
Að vestrænum þjóðum ljúga þeir því sem hentar hverju sinni eins og tíska er í þriðja heiminum.
![]() |
Óvænt útspil sonar Gaddafis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2011 | 01:17
Sæt mynd af Svandísi.
Það var þó gott að svona sæt framboðsmynd skyldi nást af Svandísi Svavarsdóttur.
Hún sem ætlar að ná varaformannsembættinu af Katrínu Jakobsdóttur á næsta landsfundi.
Eins og menn vita reyna þau í femínistaflokknum að vega ungar mæður úr launsátri.
Liggja best við höggi er þær stíga upp af sænginni.
Flokkseigendurnir Steingrímur og Svavar hafa séð í Kóreu, og á Kúbu, að völdin eru endingarbetri ef þau eru innan fjölskyldunnar.
![]() |
Náðu ekki saman við ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2011 | 22:36
En að flytja til Evrópusambandslanda?
Ekkert skil ég í þessu fólki sem er með Evrópusambandið á heilanum.
Af hverju það flytur ekki bara til þeirra landa sem eru í ESB.
Bættur sé skaðinn.
![]() |
Ekki skilyrðislaus stuðningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2011 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2011 | 18:38
"...nú á ég hvergi heima..."
Það var alltaf gaman að hitta Steingrím heitinn Hermannsson föður Guðmundar.
Skemmtilegur maður Steingrímur en latur með harmónikkuna.
Þjóðin veit eiginlega ekkert um Guðmund Steingrímsson, verk hans eða fyrir hvað hann stendur.
Nema að hann er duglegur með harmónikkuna.
![]() |
Á ekki lengur heima í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2011 | 18:18
Eða bara hætta í stjórnmálum.
Það var alltaf gaman að hitta Steingrím heitinn Hermannsson föður Guðmundar.
Sá góði drengur var ófeiminn og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Skemmtilegur maður Steingrímur en latur með harmónikkuna.
Annað hvort tekur Guðmundur sig of hátíðlega eða er of feiminn til að vera í stjórnmálum.
Þjóðin veit eiginlega ekkert um Guðmund Steingrímsson, verk hans eða fyrir hvað hann stendur.
Í kosningasjónvarpi hefur Guðmundur verið duglegur með harmónikkuna.
![]() |
Tilkynnir ákvörðun sína á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)