Rétt og rangt hjá Jóni.

Það er hárrétt hjá Jóni Gnarr að skólakerfið er ekki nægilega sveigjanlegt.

Að sama skapi alrangt að leggja eigi niður skólaskyldu. 

Skólakerfið er of einsleitt,  allt of mikil áhersla lögð á bóknám og utanbókarlærdóm.

Mörgum hentar betur að stunda minna bóknám en meira verknám og almennt færninám. 

Aflögð skólaskylda væri algert stórslys er leiða myndi þjóðfélagið til upplausnar og glötunar.

Myndi auka stéttaskiptingu, fjölmenningarvandamál, gettómyndun og trúnaðarbrest í samfélaginu. 

Skólaganga er samfélagslegt öryggistæki ekki síður en lærdómur. 

Í skóla læra einstaklingar að taka þátt í samfélagi með jafningjum sínum sem er undirstaða siðaðs mannlífs. 

Þó að flestir geti lært að verða siðaðar manneskjur heima við á það, því miður, ekki við um alla. 

Í skólanum eru reglubundnar læknisskoðanir, heilsugæsla hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og annars fagfólks en kennara. 

Fólk sem hætti til að vanrækja börn sín, eða níðast á þeim, myndi taka því fagnandi að skólaskylda yrði niðurlögð. 

Þar fyrir utan hefur gamla máltækið, heimskt er heimaalið barn, ekkert misst gildi sitt.   


mbl.is Undrast ummæli borgarstjóra um skólamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Amen!

Flosi Kristjánsson, 25.8.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Pax  vobis cum Flosi.

Viggó Jörgensson, 27.8.2011 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband