Hækka námslán og hækka skólagjöld og málið er leyst.

Skólanum var í árdaga gert ljóst að nemendur yrðu að borga námið sjálfir.

Og það er að sögn það ódýrasta sinnar tegundar á byggðu bóli. 

Þetta virðast vera fá hundruð þúsunda á hvern nemanda sem upp á vantar.

Það er ekki um annað að ræða en að hækka námslánin vegna námsins og hækka svo skólagjöldin. 

Í stjórnsýslunni heita það réttmætar væntingar þegar borgararnir geta réttilega vænst ákveðinna úrlausna. 

Þegar yfirvöld menntamála samþykktu námið voru nemendum gefnar réttmætar væntingar um þeir gætu lokið því. 

Það á ekki að bitna á nemendum að stjórn skólans og yfirvöld næðu ekki að tala saman með skýrum og skiljanlegum hætti. 

Þannig að hvorugur aðilinn væri í villu um skilning hins. 

Hallann af slíkum misskilningi verður að leggja á yfirvöld sem hafa á að skipa lögfræðingum og öðrum sérfræðingum.

Þegar ríkið samþykkti að fjölgað yrði námsbrautum, og nemendum við skólann, virðast stjórnendur hafa misskilið lögfylgjur þess samþykkis.

Þeir virðast þar með hafa vænst frekari fjárstyrkja en verið hafði.

Það stóð yfirvöldum menntamála sem sagt nær að girða fyrir slíkan misskilning eins og gert var í árdaga námsins.  

 

 

 


mbl.is Ærin ástæða til bjartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband