Eiga aðeins eftir að ná stjórnarhverfinu í Tripoli.

Bab al-Aziziyah heitir um 6 ferkílómetra stórt stjórnarhverfið í Tripoli.

Þetta er hverfið sem Ronald Reagan sendi eldflaugarnar á, árið 1986. 

Herir NATÓ hafa einnig sent eldflaugar á fjarskiptamiðstöðvar þar bæði síðast liðið vor og einnig síðustu daga. 

Hverfið er víggirt með háum steinvegg, gaddavír og með vopnabúnaði til að verjast árásum af jörðu og úr lofti.   

Í síðustu ferð sinni þangað sáu breskir blaðamenn loftræstitúður sem benti til að þarna væru neðanjarðarbyrgi.

Hvort Gaddafi dvelur þar eða er flúinn á leið til Alsír eða annarra Afríkuríkja er ekki vitað.

Erlendir blaðamenn hafa dvalið á Rixos hótelinu sem stendur nærri Bab al-Aziziyah hverfinu. 

Eftir að uppreisnin hófst hafa embættismenn Gaddafis búið þar með fjölskyldum sínum. 

Síðustu sólarhringa hafa þeir hins vegar sent fjölskyldur sínar á brott. 

Meira að segja túlkar erlendu fréttamannanna hafa látið sig hverfa án þess að kveðja. 

Svo virðist sem stjórnarhermenn og embættismenn hafi flestir verið búnir að fá sig fullsadda af Gaddafi.

Á leið sinni til Tripoli hafa uppreisnarmenn mætt ótrúlega lítilli mótspyrnu og hermenn flúið eða gefist upp. 

Hátt settir stjórnarliðar hafa einnig gefist upp þar með talið mágur Gaddafi, hershöfðingi sem átti að sjá um öryggis hans. 

Stjórn Gaddafi hlýtur að gefast upp í dag.   


mbl.is Harðir bardagar í Trípólí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband