Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.8.2011 | 12:57
Framseljið meira af fullveldinu til Brussel...
Jacques Delors er einn dugmesti forsprakki Evrópusamstarfsins fyrr og síðar.
Og línan frá honum er alveg skýr.
Meira og meira vald til Brussel.
Á endanum verði allt vald í Brussel.
Hér heima á Íslandi er öllu logið um annað.
![]() |
Delors: ESB á barmi hengiflugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2011 | 01:21
Árni fái fálkaorðuna fyrir náttúrvernd.
Árni B. Stefánsson og fleiri augnlæknar hafa um árabil skoðað og rannsakað hella landsins.
Það fer ákaflega vel á því að samviskusamir öndvegismenn, eins og Árni, gæti að náttúruvernd hellanna.
Hann ætti að fá fálkaorðuna fyrir ómetanlegt framlag sitt í náttúruvernd.
![]() |
Náttúrufyrirbæri á heimsvísu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 22:48
Erfið skilyrði til mótorhjólaaksturs.
Vandamálið við hlífðarbúnað fyrir mótorhjólafólk er að staðla vantar til viðmiðunar.
Hvaða vörumerki teljast fullnægjandi og hver ekki.
Flestir eru sammála um að hjálmar séu nauðsynlegir en þó ekki allir.
Þar næst eru vönduð stígvél mikilvæg eða sterkir skór sem ná vel upp fyrir öklann.
Þá kemur að hönskum og klæðnaði.
Hvaða efni teljast nægilega sterk.
Eiga jakkarnir að vera með axlahlífum, buxurnar með hnjáhlífum og svo framvegis.
Hvar á að draga mörkin.
Hérlendis eru hálka, sviptivindar og myrkur sérstakt vandamál vegna reiðhjóla og bifhjóla.
Ekki síður slæm umferðarmenning og að margir ökumenn bifreiða eru ekkert sérstaklega hrifnir af hjólum á götunum.
Sjáfum finnst mér auðvelt að sjá stór bifhjól sem eru jafnan með góð ljós.
Hins vegar mætti vel lögleiða skyldu til að reiðhjólafólk og fólk á ljóslausum vespum væri í gulum eða neongrænum vestum.
Það væri mikið öryggi í því fyrir reiðhjóla og vespufólkið.
![]() |
Síðasta hálmstrá Sniglanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2011 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.8.2011 | 22:38
Ennþá utan við lög og rétt.
Metanvæðingin hófst svo hratt hérlendis að engar reglur voru komnar um slíkar breytingar, þegar þær hófust.
Bílgreinasambandið hefur staðið fyrir námskeiðum um metanbreytingar. (IÐAN fræðslusetur).
Er það í samráði við Umferðarstofu.
Þeir aðilar sem hafa tekið að sér metanbreytingar eru traustvekjandi og sýnast nota góðan búnað.
Metantankarnir eru mjög þykkir og margfalt sterkari en bensíntankar sem venjulega eru á svipuðum slóðum í bílum.
Engu að síður eru tengingar bensíntanka vel varðar fyrir hnjaski.
Samkvæmt myndinni hefði mögulega þurft að smíða hlíf utan um stútanna.
Mögulega eru þeir samt þannig að þeir brotni af án þess að fljótandi metan sleppi út.
Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja eru engu að síður greinar um eldsneytistanka og gas þó að metan sé ekki nefnt.
Svo er að sjá sem að þær greinar séu samdar um nýja bíla en þær gilda vissulega einnig um breytingar svo langt sem þær ná.
Þar er mælt fyrir um að gaskútar séu af viðurkenndri gerð og að gasbúnaður nái ekki út fyrir útlínur bílsins.
![]() |
Spyrja um frágang á metanbíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2011 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2011 | 02:08
Það er löngu tímabært.
Það sást vel í icesave málinu að íslenskum stjórnmálamönnum er engan veginn treystandi í þessum efnum.
Ýmist fyrir ráðherrastól, vænta hraðferð í ESB eða heimsku, vildu margir alþingismenn eindregið hætta framtíð þjóðarinnar.
Með því að samþykkja lög um að borga skuldir sem voru okkur íslenskum almenningi óviðkomandi.
Og mögulega svo háar og óvissar að þær hefðu getað lagt íslenska ríkið og þjóðfélagið niður.
Og margir af þessum þingmönnum sitja enn á Alþingi og eru jafnvel í ríkisstjórn.
Sumir þeirra hafa fáránlegar hugmyndir um að vera áfram í stjórnmálum.
Þessir þjóðhættulegu fáráðar ættu frekar að vera í fangelsi, eða á viðeigandi stofnun, en að eiga sæti á Alþingi.
Nema að Alþingi sé viðeigandi stofnun fyrir slíka aumingja sem ekki hafa einu sinni beðið þjóðina afsökunar á sviksemi sinni.
![]() |
Vill skorður á ríkisfjármálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2011 | 14:17
Nú er nóg komið - skerum frekar niður á Alþingi og hjá stjórnvöldum.
Þar er áreiðanlega búið að spara allt sem hægt er á sjúkrahúsunum.
Þjóðin vill ekki að sjúkrahúsin verði eyðilögð með skemmdarverkum stjórnmálamanna.
Þeir ættu að snúa sér að eigin sóun á opinberu fé.
Eitt síðdegið mætti ég í Breiðholtinu eyðslufrekum ráðherrabíl frá Bæheimska mótor verkstæðinu í Þýskalandi.
Þarna var á ferðinni fjármálaráðherrann sem boðar mönnum kaup á eyðslugrönnum bílum.
Á þessum hungurtímum lætur vinstri stjórn aka sér um á lúxusvögnum.
Rétt eins og Loðvík XVI, þessi sem var hálshöggvinn í Frakklandi hér um árið.
Stjórnmálamenn ættu að hætta tilgangslausum ferðalögum út um allar koppagrundir veraldarinnar.
Á Alþingi er ennþá rekin ferðaskrifstofa þar sem skipulagðar eru ókeypis ferðir fyrir alþingismenn.
Fararstjórinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir reynir að finna fundi og ráðstefnur á nýjum stöðum.
Gangsemin er engin fyrir þjóðina, enda aukaatriði, samanber ferð Ástu til Albaníu.
Bruðl í stjórnlagaráð og umsókn um inngöngu í Evrópusambandið í óþökk þjóðarinnar.
Og fjármálaráðherran hefur ekki bara sullað með bensínið á BMW-inn stóra.
Hann hefur bæði sullað og bullað með tugi miljarða af skattfé í banka og sparisjóði.
Engu líkara en að þeir hafi báðir þefað af öllu bensíninu BMW-inn og Steingrímur.
Guð gefi að Steingrímur haldi höfðinu, nóg samt að innihaldið sé gufað upp.
![]() |
Á varla fyrir nýjum lyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2011 | 18:37
Gott hjá stráknum.
Að hugleiða þessi grundvallarmál og undirstöður þjóðlífsins í samfélagi.
Stjórnmálamenn verða öðru hverju að geta hafið sig upp fyrir hvunndagsþrasið og hugleitt grundvallarundirstöður þjóðfélagsins.
Við gefum okkur að stjórnmálamenn vinni allir að sama markmiði.
Hvernig best verði tryggt að hér búi framvegis þjóð í betra samfélagi í góðri umgengni við landið.
Menn greinir aðeins á um aðferðirnar til þess.
![]() |
Vegið að leikreglum réttarríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrími er óhætt að panta skothelt gler í Alþingishúsið.
Og Jóhanna ætti að láta múrsteina í glugga Stjórnarráðshússins.
Það er ef þau ætla að hækka virðisaukaskatt á matvæli, ofan á allt annað.
Og það í lítil 20% og helst meir.
Rétt að þau fái sér líka brynvarða ráðherrabíla.
Og úthluti þingmönnum hjálmum og óeirðagöllum fyrir þingsetninguna.
Ekki víst að almenningur hafi efni á að henda eggjum en eitthvað yrði það.
Og það veit sá sem allt veit
að Jóhanna og Steingrímur mega síst við höggi á höfuðið
í viðbót við þetta gamla.
Nóg var það nú samt.
![]() |
Glæpamenn fara hamförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.8.2011 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 20:03
Strax orðinn fyrirgreiðslupólitíkus eins og þeir voru á síðustu öld.
Það má mikið vera ef Þráinn blessaður kallaði þetta ekki spillingu af verstu gerð.
Að hygla vinum sínum og áhugamálum.
Hann sem ætlaði að verða nýtísku stjórnmálamaður fólksins en ekki sérhagsmuna.
Hitt er annað mál að ef Kvikmyndaskólinn er ríkisstofnun á fólkið auðvitað að fá kaupið sitt.
Ef skólinn er einkastofnun hét þetta pilsfaldakapitalismi í eina tíð.
Að hlaupa af stað með einkarekstur í trausti þess að ríkið borgi kostnaðinn.
Minn þurs spyr nú bara hvort þetta sé ekki fag sem best er að menn læri erlendis, vítt um heim?
Þráinn er sem sagt ekkert annað en fyrirgreiðslupólitíkus og pilsfaldakapitalisti.
Þá er það bara á hreinu.
Svo kemur bara í ljós hvort Þráinn á fleiri frændur og vini með skapandi áhugamál.
Setja þarf upp skóla í stjörnuskoðun, fuglaskoðun og nágrannavörslu.
Þá þarf að setja upp menntastofnun til að rannsaka norðurljósin, álfa, huldufólk og drauga.
Jólasveinar og skýjaglópar hafa heldur ekki fengið viðeigandi fyrirgreiðslu úr ríkissjóði.
Þráinn sjálfur er þó á listamannalaunum.
Þá stefnir í að kenna þurfi notkun fjallagrasa og skógerð úr skinni og roði.
Vinstri grænir vita sko hvar tækifærin liggja á glámbekk.
![]() |
Setur skilyrði fyrir stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.8.2011 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2011 | 22:59
Ég hef ekki nennt að lesa þessa tillögu stjórnlagaráðs.
Samfylkinguna vantaði breytingu á stjórnarskránni svo að hægt væri að ganga í ESB.
Til að fela þennan eina tilgang var blásið í herlúðra og því logið að þjóðinni að nú skyldi valdið til fólksins.
Einnig var reynt að ljúga því að fólki að ný stjórnarskrá gæti á einhvern hátt leiðrétt vandræðin af hruninu.
Svo átti að halda hér stjórnlagaþing en fólkið sem stjórnar landinu klúðraði því eins og öðru.
Svo út varð stjórnlagaráð, hvers eina verkefni var að leggja til breytingar sem uppfylltu kröfur ESB.
Annað er bara skrum og blekking.
Það tekur því ekki að skemma góða sumarskapið við að skoða þessar stagbætur sem verða raktar upp hvort sem er.
![]() |
Stjórnarskrá gerræðisríkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |