Ennþá utan við lög og rétt.

Metanvæðingin hófst svo hratt hérlendis að engar reglur voru komnar um slíkar breytingar, þegar þær hófust.

Bílgreinasambandið hefur staðið fyrir námskeiðum um metanbreytingar.  (IÐAN fræðslusetur).

Er það í samráði við Umferðarstofu. 

Þeir aðilar sem hafa tekið að sér metanbreytingar eru traustvekjandi og sýnast nota góðan búnað.

Metantankarnir eru mjög þykkir og margfalt sterkari en bensíntankar sem venjulega eru á svipuðum slóðum í bílum. 

Engu að síður eru tengingar bensíntanka vel varðar fyrir hnjaski. 

Samkvæmt myndinni hefði mögulega þurft að smíða hlíf utan um stútanna. 

Mögulega eru þeir samt þannig að þeir brotni af án þess að fljótandi metan sleppi út.    

Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja eru engu að síður greinar um eldsneytistanka og gas þó að metan sé ekki nefnt.   

Svo er að sjá sem að þær greinar séu samdar um nýja bíla en þær gilda vissulega einnig um breytingar svo langt sem þær ná.

Þar er mælt fyrir um að gaskútar séu af viðurkenndri gerð og að gasbúnaður nái ekki út fyrir útlínur bílsins.  


mbl.is Spyrja um frágang á metanbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að breyta orkugjafa úr bensín í metan er í flestum tilfellum lítið mál, þ.e. að mótor gangi á metani í stað bensíns.  Hinsvegar þegar kemur að því að setja upp tanka, koma þeim fyrir á réttum stöðum í bílnum, tengja við áfyllingu og við brenssluhólf þá vandast málið.

Það á að þurfa gerðarviðurkenningu til að hægt sé að breyta bílum á þennan hátt á sama máta og með breytingar á jeppabifreiðum.

Framleiðendur á þeim bílum sem eru fluttir inn sem metanbifreiðar taka eingöngu nokkur módel og útfæra sem metanbifreiðar og ástæðan er einföld: það er ekki hægt að koma búnaðinum fyrir á nægilega öruggan máta,

Hér er þessum búnaði troðið í alla bíla og fundið pláss fyrir tankana á stöðum sem framleiðandi bílana myndu aldrei samþykkja. 

Neytandi (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já eins og ég segi, við fórum fram úr okkur í þessu.

Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/1994 var í 18. gr. tekið upp úr tilskipun EBE 70/221 það sem við átti um eldsneytisgeyma.

Þar má meðal annars sjá eftirfarandi en þetta er augljóslega frekar sniðið utan um nýja bíla:  

"...Um eldsneytiskerfi gildir:

a. Eldsneytisgeymi og eldsneytisleiðslum skal þannig fyrir komið að sem minnst hætta sé á að hlutirnir verði fyrir hnjaski..."

...

d. Eldsneytisgeymar fyrir gas skulu uppfylla reglur um þrýstihylki, nr. 377/1996.

...

(6) Engin hluti af gasbúnaði má skaga út fyrir útlínur bifreiðar.

(7) Eldsneytisgeymi og öðrum búnaði fyrir gas sem staðsettur er inni í yfirbyggingu skal komið þannig fyrir að hann verði ekki fyrir skemmdum af farangri eða farmi og hafi gasþétta vörn með loftræstingu skv. lið 18.00 (3)c.

Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband