Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.7.2011 | 12:43
Breivik er sakhæfur en líklega með tvenns konar persónuleikaröskun.
Það er vafalaust rétt hjá Gísla Guðjónssyni réttarsálfræðingi að Anders Breivik sé með sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun.
En flest bendir til að hann hafi einnig þróað með sér andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda er eitt einkennið.
Að minnsta kosti er verknaðurinn algerlega siðblint athæfi.
Þessar persónuleikaraskanir koma engan veginn í veg fyrir að Breivik sé sakhæfur.
Brevik var ekki að blanda saman ímyndun og veruleika.
Þó að túlkun hans á raunveruleikanum sé án eðlilegs innsæis og dómgreindar.
Á netinu eru góðar greinar um þessi mál,
til dæmis Persónuleikaröskun, eftir Gylfa Ásmundsson yfirsálfræðing:
http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/97730/1/G1999-01-28-G6.PDF
og Um siðblindu, eftir Nönnu Briem geðlækni:
http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/90881/1/G2009-01-38-G5.pdf
![]() |
Neitar að ræða við norska sálfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2011 | 13:59
Air France þjálfar ekki flugmenn sína með viðurkenndum hætti.
Í skýrslu franskra flugmálayfirvalda koma þær hneykslanlegu upplýsingar að aðstoðarflugmenn Air France voru ekki fullþjálfaðir.
Þeir höfðu ekki hlotið þjálfun til að bregðast við óáreiðanlegum hraðaupplýsingum í mikilli hæð.
Þetta er alveg stórkostlegt hneyksli, í raun glæpsamleg vanræksla hjá Air France.
Þetta geta ekki kallast mannleg mistök hjá þessum aðstoðarflugmönnum.
Þeir hreinlega kunnu ekki að handfljúga í mikilli hæð af því að flugfélagið hafði ekki kennt þeim það.
Mistökin liggja hjá stjórnendum Air France að kosta ekki nægu til þjálfunar flugmanna.
Flugmenn verða að kunna að fljúga vélinni sjálfir (handvirkt) í öllum aðstæðum.
Flughraðamælarnir urðu óáreiðanlegir og þar með sló stjórntölvan út sjálfstýringum bæði fyrir flugvélina og hreyflanna.
(Hraðamælirinn flugstjóramegin var óvirkur í 29 sekúndur og óháði varamælirinn (ISIS) í 54 sekúndur. )
Þá á að stilla nef vélarinnar í ákveðna stellingu miðað við gervisjóndeildarhring og setja hreyflanna á ákveðið afl.
Þetta eru mismunandi setningar miðað við þyngd vélarinnar, hæð og flugstellingu. (Flugtak, klifur, farflug, aðflug o. s. frv. )
Í þessu tilfelli hafði vélin flogið með nefið upp um 2° á 0,8 Mach hraða á sjálfstýringu.
Flugmennirnir áttu að setja hana á 3,5° nef upp og TOGA afl í þessu tilfelli.
Þetta eiga flugmenn að kunna utan að, vegna flugs nærri jörðu, en hafa annars við höndina á stuttum neyðargátlista.
En aðstoðarflugmennirnir tveir kunnu ekki að bregðast við þessum aðstæðum, upplýsa nú frönsk flugmálayfirvöld.
Einnig kom fram að þessir tveir aðstoðarflugmenn höfðu ekki hlotið þjálfun í áhafnasamstarfi hvor við annan.
Þeir höfðu ekki verið þjálfaðir sérstaklega miðað við að flugstjórinn væri ekki í flugstjórnarklefanum.
Verkaskipting þeirra var ekki á hreinu, og viðurkenndu stöðluðu verklagi var ekki fylgt.
Flugmaðurinn í flugstjórasætinu hafði ekki fengið þjálfun í að fljúga úr því sæti. (Vinstra).
Að minnsta kosti hvarflaði ekki að yngri flugmanninum, í hægra sætinu að afhenda stjórnina til hins reyndari og eldri.
Þó að sá eldri hefði líkast til betri upplýsingar á mælaborðunum flugstjóramegin.
Það er að minnsta kosti alveg ljóst að yngri aðstoðarflugmaðurinn kunni ekki að fljúga vélinni við þessar aðstæður.
Hann virðist hins vegar hafa haft nokkra oftrú á sjálfum sér, datt t. d. ekki í hug að biðja um upplýsingar úr gátlista.
Flugstjórinn á að sjá um kynningu á aðstæðum þegar nýr aðstoðarflugmaður kemur í stjórnklefann.
Yngri flugmaðurinn tók það hins vegar að sér óumbeðinn og flugstjórinn lét það gott heita.
Flugstjórinn lét ekki eldri aðstoðarflugmanninn setjast í hægra sætið þar sem hann er vanur að vera.
Eldri flugmaðurinn settist í vinstra sætið, sem hann er ekki þjálfaður til að fljúga úr.
Samkvæmt starfsreglum Air France er sá flugmaðurinn stjórnandinn sem situr í hægra sætinu, ef flugstjórinn er ekki í stjórnklefanum.
Þá var staðan orðin sú að sá sem hafði lægstan starfsaldur og minnstu reynsluna var flugstjóri á vakt.
Eldri aðstoðarflugmaðurinn var hins vegar með meiri reynslu á þessa vélartegund en flugstjórinn.
Og fimm sinnum meiri en yngri flugmaðurinn.
Þegar sjálfstýringar fara af flýtir yngri flugmaðurinn sér að tilkynna að hann fljúgi vélinni.
Yngri flugmaðurinn virðist hafa brugðist við eins og hann hefði misst hraðaupplýsingar nærri jörð.
Setti nef vélarinnar á um 15° upp (sem var rangt), og gefur inn afl sem heitir TO/GA.
Sú aflsetning er notuð þegar hætt er við lendingu, klifrað og farinn annar hringur um flugvöllinn. (Take off go around).
Það var eins og flugmaðurinn tryði því að geysilegt afl vélarinnar gæti togað hana upp úr ofrisi og öllum vandræðum.
Vandamálið er bara að í þessari hæð er afl hreyflanna kannski einn fjórði hluti af því sem það er niður við jörð.
Og alveg augljóst að flugmanninum var þessi munur ekki ofarlega í huga á þessari stundu.
Þar sem hann reisti nefið allt of mikið fór vélin í hækkun, en missti flughraða út af aflleysinu.
Ofrisviðvörun glumdi við, stýrinpinnar byrjuðu að skjálfa sem er merki þess að vélin sé að ofrísa.
Flugmaðurinn kom sér ekki út úr þessum aðstæðum með fullnægjandi hætti heldur ofreisti vélina.
Þetta er kennt í byrjunarhandbókum um flug að ófullnægjandi viðbrögð við ofrisi þýðir annað ofris og verra.
En það er æft í sjónflugi, björtu verðri og jafnvel sólskyni og bestu aðstæðum.
Aðstæður við handflug í 35.000. feta hæð, eingöngu eftir tækjum, kalla á miklu meiri þjálfun.
Og það kom greinilega fram að eldri flugmaðurinn var nokkrum sinnum að biðja þann yngri að vanda sig betur.
Passa hraðann, passa hækkunina og passa að hreyfa stýripinnann mjög lítið í einu.
Heldur seint að hefja slíka kennslu við þessar aðstæður.
Eftir að hafa lækkað nef vélarinnar og lækkað flugið aðeins hélt svo yngri flugmaðurinn áfram að toga í stýripinnan.
Og vélin fór inn í djúpt ofris án þess að flugmennirnir hafi áttað sig á því.
Á þessum stýripinnavélum frá Airbus veit hinn flugmaðurinn ekki hvernig þessi sem flýgur er að nota stýripinnann.
Stýripinnavélar frá Boeing eru hins vegar þannig að hinn flugmaðurinn getur fundið það í sínum pinna.
Þar með voru þeir komnir inn í aðstæður sem einungis orystuþotuflugmenn og listflugmenn eru þjálfaðir í.
Og mögulega einhverjir tilraunaflugmenn.
Eldri flugmaðurinn og síðar flugstjórinn vissu lengst af ekki að yngri flugmaðurinn var alltaf að toga í sinn pinna.Þegar flugstjórinn kom í flugstjórnarklefann tókst honum ekki að átta sig á stöðunni til að bjarga vélinni.
Honum datt ekki í hug að setjast í sætið sitt og láta svo reyndari flugmanninn í hans sæti.
Þeir létu yngsta og reynsluminnsta manninn sitja og flúga vélinni í þessar dýru mínútur.
Þrátt fyrir að hann segði ítrekað að hann hefði ekki stjórn á vélinni.
Vélin hagaði sér samt einmitt eins og ofrisin flugvél gerir.
Flugmennirnir finna það ekki léttara átak á stýripinnann sem er slæmt.
Hins vegar fundu þeir greinilega að hún vildi velta meira til hliðanna en hafa látið veðrið trufla mat sitt á orsök þess.
Útskriftin úr upptökutæki vélarinnar er hörmungarlestur.
Ekki að heyra að þarna séu fagmenn á ferð sem fylgja stöðluðu verklagi við þessar aðstæður.
Hvorugur flugmannanna virðist hafa tekið upp neyðargátlistann.
Til að fletta upp réttri aflsetningu og réttri stöðu vélarinnar miðað við sjóndeildarhring í þessari hæð.
Í flugstellingunni sem yngri flugmaðurinn setti vélina í, var nef hennar 11,5 ° of hátt.
Og eftir að vélin ofrís er áfallshornið frá 35 til 40° án þess að flugmennirnir viti af því.
(Svona miklu hærra en sjóndeildarhringshornið af því að vélin var að hrapa niður um 10.000 fet á mínútu.)
Áfallshornið í þessari hæð væri nær að vera um 5° eða minna í farfluginu.
Eldri flugmaðurinn var með fleiri flugtíma á þessa vélargerð en flugstjórinn, en hafði engu að síður ekki farið á öll þau námskeið né í þær tegundir af þjálfun sem flugstjórinn hafði farið í.
Þarna er Titanic hrokinn enn á ferðinni um 99 árum eftir það slys.
Air France taldi óþarfi að þjálfa aðstoðarflugmennina til að bregðast við svona aðstæðum af því að þær myndu aldrei koma upp.
Og svo komu þær upp.
Því miður munum við kannski aldrei fá að vita hvað yngri flugmaðurinn sá á skjám sínum.
Upptakan í vélinni tekur að eins upp mælastöðuna við í flugstjórasætið vinstra megin.
(Nauðsynlegt er að átta sig á tvenns konar halla í flugi, í þessu sambandi.
Annars vegar er halli á nefi vélarinnar miðað við sjóndeildarhring. Á ensku pitch.
Hins vegar halli vængsins miðað við loftstrauminn sem kemur á móti honum. Á ensku AoA, angle of attach.
Flugvélinn þarf að fá lyftikraft frá vængjunum óháð því hvort nefið snýr upp, lárétt eða hallar niður.
Áfallshorn vængjanna, miðað við loftstrauminn sem leikur um þá, hvernig sem nefið snýr.
Það áfallshorn má ekki vera meira en t. d. 15° en er mismunandi eftir vélargerðum.
Þannig getur verið allt í lagi að flugvél fari í loftið með nefið upp um 30° halla hafi hún vélarafl til þess.
En vængir hennar mættu ekki rísa í meira horn, miðað við loftstrauminn um þá, en 15°
Rísi þeir meira miðað við loftstrauminn um þá, er það kallað ofris og vængirnir hætta að skapa lyftikraft til að halda vélinni á lofti.
Þannig var flugstelling AF 447 um 12-15° miðað við sjóndeildarhring en áfallshorn vængjanna var 35 - 40 ° af því að ferill vélarinnar var bratt niður á við þar sem hún var ofrisin.
Vængir vélarinnar snéru þannig miðað við loftstrauminn um þá, eins og opin vélarhlíf á bíl. )
![]() |
Mistök flugmanna í feigðarför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.8.2011 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.7.2011 | 04:23
Breivik er sakhæfur en líklega með tvenns konar persónuleikaröskun.
Það er vafalaust rétt hjá Gísla Guðjónssyni réttarsálfræðingi að Anders Breivik sé með sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun.
En flest bendir til að hann hafi einnig þróað með sér andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda er eitt einkennið.
Að minnsta kosti er verknaðurinn algerlega siðblint athæfi.
Þessar persónuleikaraskanir koma engan veginn í veg fyrir að Breivik sé sakhæfur.
Brevik var ekki að blanda saman ímyndun og veruleika þó að túlkun hans á raunveruleikanum sé án eðlilegs innsæis og dómgreindar.
Á netinu eru góðar greinar um þessi mál, til dæmis
Persónuleikaröskun, eftir Gylfa Ásmundsson yfirsálfræðing:
http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/97730/1/G1999-01-28-G6.PDF
og Um siðblindu, eftir Nönnu Briem geðlækni:
http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/90881/1/G2009-01-38-G5.pdf
![]() |
Reyndi að semja við lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2011 | 00:54
Eru ekki byssur á öllum lögreglustöðvum? Engin sérsveit í hernum?
Ekki vissi ég annað en að allir lögreglumenn yrðu að læra að skjóta úr byssu og æfa sig reglulega.
Það var lögreglustöð þarna nærri en þeir lögreglumenn virðast aðeins hafa beðið komu þessarar sérsveitar.
Á meðan hafði þessi hryðjuverkamaður nægan tíma til að rölta í rólegheitum og skjóta niður æsku landsins.
Þetta er algerlega óskiljanlegt.
Þá eiga Norðmenn heilmargar sjúkraþyrlur en ekki veit ég um staðsetningu þeirra nærri Osló.
Þá er ótrúlegt annað en að hægt sé að leigja þyrlu í Osló.
Þar fyrir utan er óskiljanlegt af hverju sérsveit úr hernum gat ekki komið á vettvang.
Hafa Norðmenn virkilega enga útkallssveit úr her sínum við höfuðborgina?
Tvisvar kom ég í heimsókn til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Og hitti þar orustuþotuflugmenn sem sátu þar í gallanum algerlega tilbúnir að skella á sig hjálminum.
Og hlaupa um borð í þotu sína og taka viðstöðulaust á loft.
Hefðu þeir sett afturbrennarann á, tók það þá um 15 mínútur að vera komnir miðja vegu milli Íslands og Færeyja.
Þetta er það sem maður kallar alvöru útkallssveit og alvöru her.
Hitt er augljóst að hryðjuverkamaðurinn notaði sprengjuna til að hafa meiri tíma í Útey.
![]() |
Endurskoða þarf viðbragðskerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2011 | 15:32
Aflagðir heimavistarskólar gætu vel hentað til fangavistar.
Í heimavistarskólum geta herbergi verið fangaklefar.
Þar eru nægilega mörg salerni, baðaðstaða fyrir marga, eldhús, mötuneyti og oftast íþróttahús og jafnvel sundlaug.
Ennfremur eru þar oft starfsmannahús og íbúðir.
Ég hef skoðað nokkra eldri heimavistarskóla.
Get ekki ímyndað mér annað en að séu þægilegri, og rýmri, húsakynni en t. d. á Skólavörðustíg.
Auk þess er umhverfi þeirra allra skemmtilegra að öllu leyti.
Þeir fangar sem ekki þurfa stranga öryggisgæslu væru mun betur komnir á slíkum stað en í flestum okkar núverandi fangelsum.
![]() |
Ekki ákvörðun um fjármögnun fangelsis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2011 | 00:59
Algerlega siðblindur og stórkostlega persónuleikabrenglaður.
Það verður fróðlegt að lesa um uppeldi og æsku þessa manns.
Hann er augljóslega algerlega siðblindur og stórkostlega persónuleikabrenglaður.
Eftir árásirnar í New York nota bandarískt stjórnvöld tölvutækni til að finna svona menn í tíma.
Og víst eru þeir búnir að setja upp slíkt eftirlitsbákn. Um árangurinn vitum við ekki alls kostar.
En ef við heimfærum þetta á Noreg, þá hefði slík tölvukerfi átt að benda á þennan mann.
Maðurinn lýsti öfgaskoðunum á netinu, átti fullt af byssum, og var byrjaður að kaupa kjarna áburð.
Pantaði einnig vafasöm efni á netinu, kynnti sér sprengjuframleiðslu og er hermenntaður.
Sá sem sprengdi stjórnsýsluhúsið í Oklahoma gerði einmitt sprengjuna úr kjarna áburði.
Hann var einnig öfgafullur fyrrverandi hermaður sem átti fullt af skotvopnum.
Í okkar heimshluta er svokölluðum greiningardeildum lögreglu ætlað að fylgjast með öfgahópum.
Það er hins vegar hægara sagt en gert að átta sig á einyrkja með brjáluð áform.
Norðmaðurinn setti upp býli þar sem hann þóttist ætla að rækta grænmeti.
Greinilega eingöngu til að geta keypt mikið magn af kjarna án þess að það vekti eftirtekt.
Maðurinn hefur verið að undirbúa einhvers konar ódæði í hálfan áratug.
Svo heldur Össur að við Íslendingar viljum endilega taka að okkur Hamas hryðjuverkasamtökin.
Það eru fullt af öðrum öfgahópum sem hugsa Hamas þeigjandi þörfina.
Og nú hefur Samfylkingin á Íslandi eignast þetta vinafélag í Palestínu.
Og hvaða afleiðingar gæti það haft fyrir íslenska ferðamenn í þessum heimshluta?
Það er eitt að styðja Palestínsku þjóðina og skamma Ísraelsmenn eins og þeir eiga skilið.
Annað að vingast við glæpasamtök sem þar tóku völdin undir vopnum og skelfingu.
Svipað og Bathflokkur Saddams Hussein í Írak; hópar glæpamanna.
Mætti ég frábiðja mér leiðsögn Hamas og Össurar um veröldina.
Eða verða samferða Össuri og hans vinum um heimsins vígaslóð.
Næst fer þessi afglapi vísast að drekka te með talibönum í Afganistan.
Ekki yrði ég hissa.
![]() |
Bjó til sprengju á 80 dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.7.2011 | 02:07
Minnst 80 látnir af Utøya en 560 ungmenni voru stödd þar.
Þetta verður alltaf hrikalegra.
Samkvæmt nýjustu fréttum frá tv 2 eru 80 látnir af þeim sem voru á eyjunni.
http://www.tv2.no/nyheter/innenriks/politiet-minst-80-drept-paa-utoeya-3544636.html
![]() |
Hann skaut og skaut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2011 | 01:30
Þakka þér hr. Karl.
![]() |
Sendi samúðarkveðju til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2011 | 01:22
Vitum ekki einu sinni hverjir eru á landinu - þökk sé Schengen.
Við Íslendingar erum þeir fáráðlingar að vera í þessu Schengen samstarfi með Evrópulöndum.
Þannig höfum við greitt götu glæpamanna frá Austur Evrópu.
Svo að þeir geti komið sér vel fyrir á Íslandi til að selja hér dóp og konur.
Bretar eru ekki í Schengen og segir það sína sögu.
Þeir nýta sér að land þeirra er eyja og þá kosti til að fylgjast með umferð til og frá landinu.
Vilji einhverjir glæpamenn af Schengen svæðinu gera hér hryðjuverkaárás eða stunda hvers kyns glæpi.
Þá er svar íslenskra stjórnvalda:
Hvers konar athafnamenn frá EES eða ESB löndum eru innilega velkomnir
bara ef þeir eiga ekki mótorhjól.
![]() |
Spyr hvernig staðan sé á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2011 | 01:16
Þakka þér frú Jóhanna.
Frú Jóhanna Sigurðardóttir á skilið þakkir fyrir að bregðast hratt við og senda samúðarkveðjur okkar Íslendinga.
Og bjóða fram aðstoð ef við gætum eitthvað gert.
![]() |
Samúðarkveðja til norsku þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |