Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.12.2011 | 08:54
Skrautfjaðrirnar hrynja af Steingrími.
Ég var líka á barnsaldri þegar ég hætti að trúa Þjóðviljanum og Alþýðubandalaginu. Um fermingu held ég.
En ég er auðvitað enn með myndirnar uppi við af Stalín, Brynjólfi Bjarnasyni, Svavari Gestsyni og Steingrími J. Sigfússyni.
Svona til að minna mig á vígsluröðina hjá íslenskum kommúnistum, byltinguna og baráttuandann.
Og að lygin hefur andlit.
![]() |
Segir sig úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2011 | 08:19
Nubo innrásin skýrist betur.
Það eru fleiri farnir að átta sig á útþennslustefnu Kínverja á norðurslóðum.
Eðlilega fjalla Kanadamenn um hættuna af útþennslustefnu Kínverja.
Sem væri vissulega ekki slík vá ef Kína væri ekki stjórnað af einræðisflokki.
Sem hvorki virðir lýðræði eða mannréttindi.
Heimsveldi hins illa hefði Regan forseti BNA kallað það.
Allir nema pólitískir kjánar í Samfylkingunni átta sig á hættunni af kínverskri ásælni.
Ríkis sem ekur á skriðdrekum yfir sína eigin námsmenn, þar sem þeir sofa í tjöldum.
![]() |
Telja herinn horfa til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2011 | 20:51
Minnir mjög á galdrafárið.
Ég hélt að í vantrú væri eitthvað af sæmilegu fólki.
Þó að það vildi ekki trúa á guðdóm út af vísindahyggju sinni.
En eftir að hafa lesið þessa frétt, dettur manni fyrst í hug að banna þyrfti svona samtök.
Ekkert síður en að nýnazistar eru bannaðir í Þýskalandi.
En þá væri maður orðinn jafn bilaður og þessir ofbeldismenn eru sjálfir.
Eitt er trúa ekki sjálfur.
Annað að ráðast af fullkominni siðblindu á þá sem trúa.
Sumir í vantrú eru augljóslega alveg siðblindir og ganga ekki heilir til skógar.
Starfssemin gengur greinilega ekki út á neins konar þjóðfélagslega uppbyggingu.
Heldur virðist grunnmarkmiðið að rífa niður allt trúarstarf þar sem Þjóðkirkjan er höfuðóvinurinn.
Kirkjan sjálf, starfsmenn hennar, eða kennarar Guðfræðideildar. Á allt skal ráðist sem hægt er.
Fróðlegt væri að vita hvað á að koma í staðinn?
Því Þjóðkirkjan hefur gert óendanlega miklu meira gott en slæmt.
En getur vissulega aldrei orðið fullkomnari en það mannfélag sem hún reynir að þjóna.
Og hefur augljóslega gagnlegri tilgang í samfélaginu en vantrú.
Að Þorsteinn Vilhjálmsson skyldi ekki víkja sæti, úr siðanefnd, í málinu. - Ef hann tengist vantrú á einhvern hátt.
Tæki svo út yfir allt sem háskóli gæti leyft sér að bjóða upp á.
Eitthvað er svo að stjórnsýslunni í Guðfræðideildinni og Háskólanum.
Sé mönnum ekki ljóst að andmælaréttur er algert grundvallaratriði í stjórnsýslu.
Sé það rétt að þar hafi menn algerlega virt andmælarétt viðkomandi að vettugi.
Og engu betra að viðkomandi embættismenn hafi ekki sjálfir kynnt sér það hjá viðkomandi starfsmanni skólans.
Lögmenn eru eina stéttin sem að lögum getur mætt og sagt að þeir gæti hagsmuna, eða tali í umboði einhvers.
Án þess að þurfa að færa á það sérstakar sönnur.
![]() |
Heilagt stríð Vantrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2011 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
4.12.2011 | 19:55
Var ekki Magma leiðbeint ofan í sænska skúffu af ráðuneytinu?
Aldrei tókst iðnaðarráðherra að sannfæru landsmenn um annað, en að iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint Kandamönnum.
Í Magma málinu, að þykjast vera Svíar. Að minnsta kosti var á hreinu að fyrirtækið var dulbúið sem sænskt.
Slík fyrirtæki eru yfirleitt á vafasamari enda tilverunnar. Einatt í skattaskjólum eða annars konar feluleik við yfirvöld.
Það er því von að blessuð stúlkan sé hissa á að nú liggi hún undir grun um vafasamar aðferðir.
Það heitir rökstuddur grunur miðað við það sem á undan er gengið.
Og hvernig hún hefur talað um þetta Nubo mál.
Hvað ætli Nubo hafi lofað að greiða í flokkssjóð Samfylkingar?
![]() |
Sakar Ögmund um dylgjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2011 | 19:39
Er það jafnaðarhugsjónin ? Að flytja inn meinta miljarðamæringa?
Þeir sem höguðu sér verst fyrir hrun, voru sérstakir skjólstæðingar Samfylkingarinnar, sbr. Borgarnes ræðuna frægu
Menn sem fóru gegn öllu því sem íslenskt þjóðfélag hefur staðið fyrir og rifu þjóðarsáttmálann.
Og ekki er Samfylkingin ekki af baki dottin.
Úr því að henni tókst ekki að fóstra upp íslenska miljarðamæringa.
Þá skulu þeir fluttir inn.
Og engu skiptir þó að fortíð þeirra sé jafn vafasöm og þeirra íslensku.
Hvernig þessi auðmannadýrkun kemur saman við jafnaðarhugsjónina væri gott að fá útskýrt.
![]() |
Veit ekki hvort hann heldur stólnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 20:07
Þrælarnir hlaupa undan árunum. ESB andstæðingum í VG kæmu kosningar vel.
Guðfríður Lilja er eðlilega ekki búin að gleyma móttökunum eftir fæðingarorlofið.
Ríkisstjórnin er því í töluverðum háska ef sparka á Jóni Bjarnasyni út úr ríkisstjórninni.
Þá gæti svo farið að Guðfríður Lilja og Jón hættu að styðja stjórnina.
Og jafnvel að Ögmundur myndi ákveða að nú væri nóg komið.
Væri kosið núna myndu ESB andstæðingar í VG vinna stórsigur með nýju framboði.
Ögmundur, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Guðfríður Lilja myndu vinna stórsigur án Stalínkommanna.
Og Steingrímur og fylgifé myndi detta út af þingi.
Sömuleiðis yrði að halda minningarathöfn um Samfylkinguna.
Nú er tækifærið til að sprengja stjórnina.
Tækifæri sem þau Jón og Guðfríður Lílja ættu að láta eftir sér og hætta að vera þrælar Samfylkingarinnar.
Að minnsta kosti hafa þau Steingrímur, Össur og Jóhanna fengið næg tækifæri til að sýna.
Að þau búa ekki yfir neinum hæfileikum.
En það vissum við nú fyrir.
![]() |
Stendur fyrir andstöðu við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 09:18
Hverjir standa með þjóðinni.
Fjölmiðlar þurfa að upplýsa almenning rækilega um gang mála á þessu sviði.
Þjóðin þarf að vita hverjir bregðast henni á neyðarstundu.
Upplýsa þarf hverjir eru nú þegar með lögheimili sín í hagstæðara skattaumhverfi.
Svo við getum lagt það á minnið og rifjað upp í framtíðinni þegar þeir hinir sömu fara að heimta eitthvað af almenningi.
Og stjórnvöldum sem eru í þjónustu almennings, ekki auðmanna.
Eða er það ekki Jóhanna og Steingrímur ?
![]() |
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2011 | 05:06
Samþykkja glæparíki - Leyfði þjóðin það?
Fulla samúð hef ég með palestínsku þjóðinni.
En ekki hryðjuverkasamtökunum HAMAS sem stjórna þar.
Ekki frekar en Baath flokki Saddams í Írak, glæpalýð Gaddafi í Líbýu, glæpaflokki kommúnista í Norður Kóreu eða Kína.
Allt voru þetta sérstakir vinir Steingríms J. Sigfússonar sem nær galaði upp golunni vegna stuðnings okkar við Íraksstríðið.
Ef hann væri í nokkru sambandi við eigin málflutning.
Hefði hann borið þetta palestínumál undir þjóðaratkvæði.
En það sem Steingrímur gagnrýndi mest í stjórnarandstöðu virðist gilda um alla nema hann sjálfan.
Rosalega er aumingja maðurinn lasinn.
![]() |
Heit umræða um ályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2011 | 23:54
Hvaða heilsugæslulækna er konan að tala um? Þeir eru ekki svo margir.
Venjulega er svo mikil bið eftir að komast að hjá heilsugæslulækni.
Að annað hvort er maður dauður eða batnað þegar maður á svo að mæta í pantaðan tíma.
Því fer maður þá á svokallaða læknavakt, og tekur þar tímann af grátandi börnum eða miklu veikara fólki
Hleypi svo auðvitað börnunum fram fyrir mig í röðinni og sit svo hóstandi yfir hina.
Miklu nær að fara strax til viðkomandi sérfræðilæknis og spara þá óþarfa ferðir og kostnað.
Fái ég aðkenningu af lungabólgu, upp úr flensu, fer ég því beint til lungnalæknisins.
Fer ekki fyrst til heimilislæknis á vaktinni, fyrir 2.700. kr. til að hann segi mér að fara til lungnalæknis.
Svo eru þúsundir manna án heimilislæknis. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 50 heilsugæslulækna.
Í dag var tilkynnt að loka ætti heilsugæslustöðinni á Hellu meðal annars af því að þangað fæst ekki svo mikið sem einn læknir.
Frú Álfheiður er fyrrverandi heilbrigðisráðherra en virðist búa í einhverjum öðrum heimi en við.
Það eru ekki til nægilega margir heimilis- og heilsugæslulæknar í landinu til að útfæra þessar hugmyndir hennar.
Og alveg langur vegur frá.
Hins vegar virðist frúin eiga í stöðugum útistöðum við læknastéttina.
Og gerði sitt til að flæma þá úr landi þegar hún var ráðherra.
Hverju skyldi það sæta?
Miðað við vinnuálagið í læknanáminu og eðli vinnunnar eru íslenskir læknar á skammarlegum skítalaunum.
En fái frú Álfheiður að ráða yrði það vandamál reyndar úr sögunni.
Því hér yrðu engir læknar.
Hér að neðan er svo hlekkur á frábært viðtal við Sigurð Böðvarsson lyflækni og krabbameinslækni í Læknablaðinu.
Sem var í einhverju erfiðasta læknisstarfi landsins en hafði 650 - 700 þúsund krónur í laun á mánuði eftir 15 ára nám.
Einmitt þegar Álfheiður sem heilbrigðisráðherra fullyrti að læknar hefðu almennt 2 - 3 miljónir á mánuði.
Maður eins og Sigurður er um það bil tvöfalt klárari en venjulegur ráðherra en var á hálfum ráðherralaunum.
Sigurður bendir á að hagfræðingur Læknafélagsins, hafi með öllum mögulega fáanlegum gögnum.
Reiknað út að viðtal við sérfræðilækni kosti ríkið um 6.500.
En viðtal við lækni eða hjúkrunarfræðing, á heilsugæslustöð, kosti ríkið um 9.500. kr. þegar allt er talið.
Álfheiður talar augljóslega ekki um mál af þekkingu frekar en alþingismenn yfirleitt.
Viðtalið, við Sigurð Böðvarsson, er skyldulesning fyrir þá sem vilja tjá sig af einhverju viti um þessi mál.
Sem sagt óþarfi fyrir alþingismenn.
http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1493/PDF/u02.pdf
![]() |
Magnaukning hjá sérfræðilæknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2011 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2011 | 21:46
Og hvað hugsar hún?
Gaman væri að vita hvort þessir blaðamenn gætu upplýst hvað það er sem frúin hugsar.
Við vissum að hún hefur Jón Bjarnason á heilanum en þar ekki pláss fyrir fleira.
Árangri hefur hún engum náð.
Nema bólusetja þjóðina fyrir sósíaldemókrötum.
Eyðileggja jafnaðarstefnuna á Íslandi í marga áratugi.
Ekki svo að Össur hafi heldur dregið af sér.
Að þessi ríkisstjórn hafi náð árangri í efnahagsmálum er svo helber þvættingur.
Hún hefur jú aðstoðað nokkur þúsund manns til flytja úr landi.
Að það teljist með?
![]() |
Jóhanna á lista yfir pólitíska hugsuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2011 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)