Var ekki Magma leiðbeint ofan í sænska skúffu af ráðuneytinu?

Aldrei tókst iðnaðarráðherra að sannfæru landsmenn um annað, en að iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint Kandamönnum.

Í Magma málinu, að þykjast vera Svíar.  Að minnsta kosti var á hreinu að fyrirtækið var dulbúið sem sænskt.

Slík fyrirtæki eru yfirleitt á vafasamari enda tilverunnar.  Einatt í skattaskjólum eða annars konar feluleik við yfirvöld. 

Það er því von að blessuð stúlkan sé hissa á að nú liggi hún undir grun um vafasamar aðferðir.

Það heitir rökstuddur grunur miðað við það sem á undan er gengið.

Og hvernig hún hefur talað um þetta Nubo mál. 

Hvað ætli Nubo hafi lofað að greiða í flokkssjóð Samfylkingar?    

 


mbl.is Sakar Ögmund um dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þar er fyrir löngu ljóst að Katrín Júlíusdóttir ræður ekki við sitt Ráðaneiti...

Vilhjálmur Stefánsson, 4.12.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna menn á að Samtök Atvinnulífsins, stjórnarandstaðan og fleiri hafa einmitt hrósað Katrínu Júlíusdóttur fyrir að vera eini ráðherran sem vinnu að fullum heilindum að sínum verkum? Bendi ykkur á að það voru sveitafélög sem seldur HS orku til einkaaðila sem síðan seldu hluti til Magma. Bendi ykkur á frétt frá 2010 þar sem Katrín Júlíusdóttir segir:

"Iðnaðarráðherra segir ráðuneyti hennar ekki leiðbeina neinum um það hvernig fara eigi á svig við lög. „Hins vegar koma hundruð manna og lýsa fyrirætlunum sínum um stofnum fyrirtkæja og einar eða aðrar fyrirætlanir," segir Katrín. Ráðuneytið geri ekki annað en að veita upplýsingar um lög sem taka þurfi tillit til.

Hún segist vita af fundi í ráðuneytinu hinn 30. apríl 2009, áður en hún settist í stól ráðherra. Þar hafi ekkert annað verið gert en að veita upplýsingar um hvaða löggjöf menn þyrftu að taka tillit til þegar þeir hæfu starfsemi hér á landi.

Katrín segir að magma hljóti að hafa lögmenn á sínum snærum til að fræða fyrirtækið um íslensk lög og geti varla ætlað að treysta á iðnaðarráðuneytið í þeim efnum. Umhverfisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hún vildi láta rannsaka aðdragandann a'ð kaupum Magma á HS orku. Iðnaðarráðherra segist ekki átta sig á hvað eigi að rannsaka. Sveitarfélög hafi selt fyrirtækið til einkaaðila sem hafi svo selt það öðrum einkaaðilum. „Já mér finnst það undarlegt því að það hefur alltaf legið fyrir," segir Katrín. Það séu engar nýjar fréttir í þeim efnum."

En menn vilja náttúrulega hafa það sem best hljómar hér á netinu

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.12.2011 kl. 20:57

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég segi nú bara eins og Ögmundur, maður áttar sig ekki á þessum ummælum Katrínar. Ætlar hún að hjálpa Nupo að fara á sveig við lögin, eins og var gert í Magma málinu? Af hverju gefur manneskjan ekki upp hvað hún á við með þessari hjálp sinni, og ríkisstjórnarinnar?

Hjörtur Herbertsson, 4.12.2011 kl. 22:42

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hef ekki rannsakað þetta sérstaklega Vilhjálmur.

En ekkert í menntun eða starfsferli Katrínar

benti til þess að hún ætti að verða iðnaðarráðherra.

En hún er ábyggilega mun betri en sumir hinna ráðherranna.

Viggó Jörgensson, 4.12.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Magnús Helgi.

Sem góður og gegn Samfylkingarmaður heldur þú auðvitað með þínu fólki.

Og eins og ég segi er Katrín alls ekki sú versta.

Gæti jafnvel trúað að hún verði nokkuð góð þegar hún verður laus

undan flokkræðinu í Jóhönnu og Össuri.

En þetta sem þú vitnar í.

Gerir ekki annað en að styrkja það sem komið hefur fram.

Að ráðuneyti Katrínar hafi leiðbeint Kanadamönnunum í skúffuna.

Og hvort sem það gerðist áður en hún kom í ráðuneytið eða eftir það.

Þá er eðlilegt að hún, og sérstaklega ráðuneyti hennar, njóti ekki trausts.

Njóti ekki trausts eins og Katrín hefur einmitt talað um Núbó málið.

Viggó Jörgensson, 4.12.2011 kl. 23:01

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Alveg nákvæmlega Hjörtur.

Reyni ekki að orða það betur.

Viggó Jörgensson, 4.12.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki rétt að óska eftir opinberri rannsókn á því hvort Magma hafi fengið aðstoð ráðuneytis að fara fram hjá lagafyrirmælum?

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband