Hverjir standa með þjóðinni.

Fjölmiðlar þurfa að upplýsa almenning rækilega um gang mála á þessu sviði.

Þjóðin þarf að vita hverjir bregðast henni á neyðarstundu.  

Upplýsa þarf hverjir eru nú þegar með lögheimili sín í hagstæðara skattaumhverfi.

Svo við getum lagt það á minnið og rifjað upp í framtíðinni þegar þeir hinir sömu fara að heimta eitthvað af almenningi. 

Og stjórnvöldum sem eru í þjónustu almennings, ekki auðmanna. 

Eða er það ekki Jóhanna og Steingrímur ?  


mbl.is Auðmenn flýja auðlegðarskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get svarað fyrstu spurningunni þinni.

Spurt er: "Þjóðin þarf að vita hverjir bregðast henni á neyðarstundu."
Svar: "http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1"
En þarna má sjá lista yfir þá einstaklinga sem hafa brugðist þjóðinni.

Auðvelt að stækka listann umtalsvert, en þetta er góður byrjunarpunktur. Og engin sérstök ástæða til að fara í neitt flokksgreiningarálit.

Jónatan (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Púkinn

Og hvað á fólk að gera ef auðlegðarskatturinn er farinn að taka 100% af tekjum þeirra?

Já, 100% skattlagning er staðreynd sem sumir þurfa að búa við - fólk sem á eignir sem ekki skila beinum tekjum, en teljast "auðlegð" getur þurft að sæta því að auðlegðarskatturinn nemi hærri upphæð en allar tekjur þess.

Skattlagning í þannig tilvikum er hrein eignaupptaka og það er að mínu mati skiljanlegt að fólk reyni að koma sér undan slíku.

Púkinn, 1.12.2011 kl. 11:19

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú kemur með þingmannalistann eins og hann leggur sig Jónatan.

Það er reyndar ágætt fólk á þingi sem vill standa með þjóðinni en veit ekki hvernig

standa skal að þeim málum, auk þess að koma sér yfirleitt ekki saman um neitt sem skiptir máli.

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 12:19

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

100% skattlagning er eignaupptaka og forboðin í stjórnarskránni. 

Um það erum við sammála hr Púki.

En það má nú á milli vera að greiða engan skatt, af því að maður er í útlöndum.

Ég vorkenni eignamönnum þá ekkert að selja eitthvað af eignunum til að greiða skatta.

Koma einhverju af eignunum í eitthvað sem gefur arð og tekjur

þannig að þeir geti bæði framfleytt sér og borgað skattanna. 

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 12:22

5 Smámynd: Púkinn

Það er nú ekkert sjálfgefið að það sé auðvelt að selja eignir til að boga skatt.   Ég er sjálfur dæmi um þessa 100% skattlagningu...en mín auðlegð felst aðallega í þcí að ég á skuldlausar fasteignir og svo á ég fyrirtæki sem á skuldlaust húsnæði.  Ekki hef ég tekjur af húsinu mínu eða sumarbústaðnum...og einu tekjur mínar af fyrirtækinu eru laun mín - eg hef ekki tekið út arð, heldur nýtt allan hagnað til að stækka fyrirtækið.

Á ég núna að reka nokkra starfsmenn og greiða sjálfum mér arð svo ég geti borgað auðlegðarskattinn?

Púkinn, 1.12.2011 kl. 13:36

6 Smámynd: Landfari

Eignaskattur / auðlegðarskattur er alltaf eignaupptökuskattur því hann er ekki hlutfall af tekjum heldur eign. Óháður því hvort verðgildi eignanna er að  aukast eða minnka. Tekjur sem eign getur í flestum tilfellum gefið er svo skattlögð sérstaklega og kemur eignaskattinum ekkert við. Þannig rýrnar eign manna á hverju ári sem nemur skattinum. Þetta sleppa þeir við sem eyða öllu strax og líka þeir sem skuldsetja sig nógu mikið.

Það er skrítið til þess að vita að það eru þeir tekjuhærri sem skulda mest.

Landfari, 1.12.2011 kl. 15:55

7 identicon

Það getur verið að búið sé að breyta skattalögum síðan 1990, en þá fluttum við hjónin út og þar með "LÖGHEIMILIÐ". Litla íbúðin sem við áttum í Reykjavík var ekki leigð út og þá fengum við einhversskonar "Auðlegðarskatt" af íbúðinni, af því að við höfðum lögheimili erlendis og af því að við nýttum hana ekki til tekna og greiddum ekki skatt þar. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Ríkisskattstjóra. Þessi skattur var miklu hærri en fasteignagjaldið og hækkaði að sjálfsögðu milli ára. Við seldum íbúðina og höfum verið laus við skattaparadísina þarna norður frá síðan. Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:38

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eða Púki að selja eitthvað af fasteignunum.

Þetta segir mér aðeins að þú hefur stækkað fyrirtækið of hratt.

Menn geta ekki endalaust frestað skattgreiðslum með því að fjárfesta fyrir hverja krónu sem kemur inn.   

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 20:00

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru punktar í þessu hjá þér Landfari.

Spurning hvort auðugir eignamenn komist upp með að greiða sér allt of lág laun.  (Reiknað endurgjald.)

Það að þeir reyni að skulda nægilega mikið á ekkert að koma í veg fyrir að þeir reikni sér eðlileg laun. 

Fjárfestingar gera ekki annað en að fresta skattgreiðslum.  Það kemur alltaf að skuldadögum. 

Reyndar reyna sumir að vera horfnir á braut áður en þeim tímapunkti kemur. 

Ýmsir minni spámenn hafa þannig reynt að selja einkahlutafélög,

utan um eignir, með frestuðum og uppsöfnuðum skattskuldbindingum.

Og reynt að sópa þeim undir teppið hjá kaupandanum. 

Vissulega þarf að vera einhver heildarsanngirni í skattlagningu þannig að hún sé ekki hrein eignaupptaka. 

En það getur verið erfitt að taka slíkt heildartillit hjá einstökum skattþegum

ef þeir sjálfir eru búnir að flækja sig í hlutafélagavæðingu út og suður. 

Skattkerfið er orðið miklu meira en fáránlega flókið eiginlega alveg galið. 

En atvinnuskapandi fyrir endurskoðendur.  

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 20:13

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já V.Jóhannsson.

Það ekki nema tæpt síðan að Íslendingur búsettur erlendis spurði mig hvort hann ætti að kaupa hér íbúð. 

Hann ætlaði ekki að leigja hana út, bæði út af veseni með leigjendur,

og einnig til að geta notað hana þegar hann skeppur hingað heim.

Og einmitt út af þessu sem þú segir, bað ég hann blessaðan að vera heldur á hóteli þegar hann kæmi heim.

Það kæmi áreiðanlega betur út og þyrfti ekkert að taka upp reiknivél til að sjá það.     

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 20:18

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Reyndar sagði ég honum að kaupa heldur gull fyrir peninganna en það er önnur saga.

Viggó Jörgensson, 1.12.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband