Það stendur öðrum þjóðum nær að tilkynna um minni losun slæmra efna í andrúmsloftið.

Tilkynning Svandísar Svavarsdóttur um að Íslendingar ætli að minnka losun meintra gróðurhúsalofttegunda, 

er í leiðinni tilkynning um lækkun á þjóðartekjum eða möguleikum okkar á að afla meiri tekna með stóriðju. 

Okkur veitir ekki af þeim möguleika, hvað sem síðar verður.   

Við Íslendingar framleiðum nær allt okkar rafmagn með vistvænni orku og sömuleiðis er húsahitun að mestu leyti með vistvænni orku.  

Sumar þjóðir framleiða rafmagn í stórum stíl með kolum. 

Enn aðrar eru ekki með neinar mengunarvarnir yfirhöfuð, í orkuframleiðslu og iðnaði.  

Þessar þjóðir eru á undan okkur í langri röð þeirra þjóða sem ættu að minnka losun sína á slæmum lofttegundum.  

Okkur Íslendingum líður greinilega ekki vel nema hér sé eldgos, horfellir, pest, plága, aflabrestur eða móðuharðindi. 

Sé þessu ekki til að dreifa látum við flón og ginningarfífl, búa vandræðin til.   Okkur er a. m. k.  ekki vorkunn.  


mbl.is Styttist í loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband