Fjölmiðlar stunda enn þöggun. Landsstjóri AGS, hr. Flanagan segist myndi flytja burt væri hann Íslendingur.

Tveir af fulltrúum almennings hafa sagt okkur frá heimsókn hóps manna til fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á föstudag. 

AGS er hinn nýi stjórnandi Íslands eins og kunnugt er orðið.  

Flanagan hinn nýi landsstjóri AGS á Íslandi segðist myndi flytja burt frá Íslandi væri hann Íslendingur, svo slæmar væru horfur okkar. 

Þetta finnst ekki einum einasta fjölmiðlamanni frétt.  Hvað þá aðalfrétt dagsins, kannski ársins? 

Áður þjónuðu fjölmiðlamenn útrásarvíkingum.  Nú ríkisstjórninni.  Hvenær skyldi koma að þjóðinni?

 Sjá frásögn Gunnars Skúla Ármannssonar læknis:

http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/988768/

Sjá frásögn Ástu Hafberg S. verkefnastjóra:

http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/988825/


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband