Uppræta þarf víkingasveitina, áður en taugabilaðir sérsveitarmenn drepa einhvern.

Sérsveit lögreglunnar virðist fyrirmunað að gera ærlegt handtak án þess að fara stórlega offari.  

Þarna hefur verið safnað saman þeim lögreglumönnum sem mest langar að komast í slagsmál og leika þungvopnaða hermenn.  

Menn sem langar í slagsmál og vandræði eru einmitt þeir einstaklingar sem síst eiga að vera í slíkri sveit.  

Fullkomið dómgreindarleysi í að meta aðstæður er orðið vörumerki þessarar sérsveitar og virðist enginn möguleiki á að úr rætist.  

Eina ráðið er að leggja sérsveitina niður og sömuleiðis embætti ríkislögreglustjóra er fóstrað hefur þennan óskafning.  

Svona áður en þeir drepa einhvern fyrir misskilning.    


mbl.is Handtökur eftir skothvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu sjálfur í Víkingasveitinni og getur því fullvissað alþjóð um að meðlimir hennar séu „[m]enn sem langar í slagsmál og vandræði“?

Telur þú eðlilegt að glæpamenn hafi kost á því að ganga um og skjóta fólk á almannafæri án þess að löggæslan geti brugðist við allt þar til glæponarnir standa fyrir framan fallbyssur Landhelgisgæslunnar?

Hefurðu kynnt þér sögu vopnaðra glæpa á Íslandi?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sennilega líða fótgönguliðarnir fyrir lélega liðsforingja. Ég get varla ímyndað mér að þeir séu mjög gáfulegir, enda áreiðanlega í stíl við dæmalausa jólasveina íhaldsins sem það sturtaði niður úr sér í dómsmálaráðuneytið.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Krónískur skortur á raunverulegum verkefnum skemmir náttúrlega móralinn í batteríum af þessu tagi og stjórnlaus innflutningur glæpamanna og uppgjafahermanna frá austur Evrópu hefur ekki  nægt til að skaffa verkefni fyrir atvinnuleysisgeymslur þessar. Í Amríkunni hafa menn lengi leyst þetta með markaðslegum úrræðum, hreinlega búið til eftirspurnina með því að setja á svið terror Hollywoodsjó og ljúga af stað stríð hvað sem það kostar. En ég mæli að sjálfsögðu alls ekki með slíku. Betra að leigja eitthvað af þessarri atvinnuleysisgeymslu lögreglunnar til erlendra herja eða ófriðargæslusveita og reyna þannig að hala eitthvað inn á þetta vafasama vinnuafl.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2009 kl. 21:42

4 identicon

Þið eruð nátturulega þessir sem mynduð líka segja að ekki bæri að taka tilkynningar um neyðarblys á hafi út alvarlega. Bara prófa að kalla eitthvað í talstöðina og hlusta eftir neyðarboðum en ekki senda bát á staðinn, þannig mynduð þið afgreiða það greinilega. Eða þá tilkynning um reyk í fjölbýlishúsi...bara að hringja í næstu íbúðir og biðja nágrannana um að redda málinu.

Hvernig hefði átt að meta þessa stöðu Viggó? Þú ert greinilega sérfróður um sérsveitina og alla sem í henni eru, þú hlýtur að vita svarið. Þekkirðu einhvern í þessari sveit?

 Held frekar að þú sért úreldur moðhaus sem skilur ekki að tilkynningar sem þessar eru alltaf teknar alvarlega og sérsveitin er ekki með neitt hálfkák. Þeir klára málið með vinnuaðferðum sem sérsveitum um alla veröld er kennt og ganga úr skugga um að engin hætta sé á ferðum. Þeir eru klárlega til í að haldleggja þúsundir vasaljósa og leikfangabyssna og gera sig að fífli nokkrum sinnum í staðinn fyrir að taka eina tilkynningu ekki nógu alvarlega og lenda í því að einhver verður skotinn.

Árni, þú ert nú greinilega ekki betur að þér. Veist til dæmis ekki að sérsveitin var stofnuð 1982, löngu áður en að BB varð ráðherra, hvað þá dómsmálaráðherra, hann var kosinn á þing 1991 og þá var sveitin búin að starfa í 9 ár. Þetta eru allt upplýsingar sem allir geta nálgast, til dæmis á Wikipedia. 

En það er um að gera að tala út um rassgatið á sér og sýna öllum hvað þið eruð illa að ykkur, við hin höfum bara gaman að því. 

 Svo fór lögreglan ekki varhluta af því að þessi maður sem þarna býr er vel þekktur lögreglu, næstur á eftir Annþóri Karlsyni sem oft er kallaður Handrukkari Íslands. Það má vera að þeir hafi tekið harðar á málinu þess vegna, enda hættulegur maður á ferð og full ástæða til. Þetta vita flestir sem búa þarna í nágrenninu.

Eiki (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hér kemur alveg dæmigerð frétt af framgöngu sérsveitarinnar.   Þó að einungis brot af lýsingunni sé rétt eru hér samt sem áður um stórfelld lögbrot að ræða af hálfu viðkomandi lögreglumanna.   

Innlent - mánudagur - 17.3 2008 - 09:57

Nef og kinnbein brotnuðu við handtöku

img_5136.jpgTvítugur maður kinnbeinsbrotnaði, nefbrotnaði, tennur losnuðu í munni hans og bein í olnboga brotnaði þegar hann var handtekinn af lögreglu í Reykjanesbæ á fimmtudagskvöldið.

DV segir frá málinu í dag en þar kemur fram að maðurinn hafi komið akandi að þar sem víkingasveitin hafði lokað götu vegna þess að maður hafði læst sig með haglabyssu inni á salerni á heimili sínu. Maðurinn á bílnum var á leið í næsta hús, þar sem faðir hans á heima. Í blaðinu kemur fram að hann hafi átt í orðaskiptum við lögreglu og síðan rifinn út úr bílnum og keyrður niður í götuna og handjárnaður með þeim afleiðingum sem að ofan greinir.

DV segir að faðir mannsins hafi staðið hjá, inni á lóð sinni, og gert athugasemdir við aðfarir lögreglunnar. Lögregla hafi þá elt hann inn á heimilið og handtekið hann eftir að hafa spreyjað hann og eiginkonu hans með piparúða. Hann var hafður í haldi á lögreglustöð í 2 klukkustundir.

Feðgarnir hafa ráðið sér lögmann til að kanna möguleika á málsókn.

Viggó Jörgensson, 16.12.2009 kl. 22:12

6 identicon

Þetta er gamalt mál og enginn lögreglumaður var sakfelldur eða fundið að störfum hans í þessu máli. Sem þýðir væntanlega að frásögn feðganna var ekki alveg sannleikanum samkvæm. Enda alltaf tvær hliðar á öllum málum og ekki ósjaldgæft að þeir sem handteknir eru kvarti undan illri meðferð. Sjálfsagt hefur lögreglan haft aðra atburðalýsingu fram að færa í þessu máli.

 Svo vil ég benda á að fréttaflutningurinn sem þú notar er tekinn úr DV, blað sem frægt er fyrir að birta ýkjufréttir og stundum algjörlega tilhæfulausar. Veit ekki betur en dómar hafi jafnvel fallið gegn blaðinu og blaðamannafélag íslands gagnrýnt fréttamennsku þess oftar en einu sinni. 

Allavega virðist dómari í þessu máli ekki hafa haft tilefni til að taka framburð feðgana fram yfir lýsingar lögreglu. Og ekki er hægt að saka dómstóla um að standa með lögreglunni, nógu illa gengur þeim að fá glæpamenn dæmda í fangelsi hjá sömu dómurum.

Eiki (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eiki.

Þú mátt alveg kalla mig úreltan moðhaus ef þú vilt.  Betra að hafa rammíslenskt moð í höfðinu en ekki neitt.   

Þú ert auðvitað að gera þitt besta í málefnalegum rökræðum og ég ber virðingu fyrir því.   

Mér er alveg sama um verklag sérsveita um víða veröld. 

Ég krefst þess að íslenska sérsveitin fari eftir lögum landsins og mun gera það áfram, sama hver á í hlut.   

Viggó Jörgensson, 16.12.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

20 drengur á ekki hljóta skrámu, hvað þá meir í höndum fjölda lögreglumanna.    Ekki eina skrámu.   

Mögulega mar eftir rétt lögreglutök, en alls ekki beinbrot.    Það er algerlega óafsakanlegt.  

Hafi drengurinn beinbrotnað eða misst tennur, við handtöku, væri það að breyttu breytanda, skýrt dæmi um ólögmæta framgöngu lögreglu, ef eitthvað af því er rétt.  

Sýknun í slíku tilfelli er aðeins dæmi um að ekki tókst að koma fram sönnun um brotið.   

Viggó Jörgensson, 16.12.2009 kl. 22:51

9 identicon

Ég fór yfir strikið þegar ég kallaði þig moðhaus og biðst hér með afsökunar á því.

Hinsvegar fannst mér staðhæfing þín um að sérsveitarmenn væru taugabilaðir og stórhættulegir upp til hópa frekar gróf miðað við að sennilega þekkirðu ekki mikið til innan hennar.

Miðað við það sem ég les inn á Wikipedia þá veljast aðeins hæfir menn í þessa sveit enda inntökuprófin ekkert grín. Þar las ég einnig að frá stofnun sveitarinnar hefur aldrei verið hleypt af skoti í aðgerð og hefði ég sagt að það væri merki um atvinnumennsku frekar en fúsk. Þeir hafa jú oftar en einu sinni mætt vopnuðum mönnum sem þurft hefur að yfirbuga með valdi.

 Auðvitað hafa menn skiptar skoðanir á þessari sveit og vel tilefni til, þetta er viðbúnaður sem við íslendingar erum ennþá að venjast en engu að síður nauðsynlegur í þessu fjólþjóðlega samfélagi sem er að verða til á Íslandi. Og eins og ég benti á áðan þá er sveitin ekki ný af nálinni þó hún hafi verið áberandi undanfarið.

Ég fer hinsvegar ekki í neinar grafgötur með það að ég tel þessa sveit nauðsynlega og ég óttast að hún eigi eftir að þurfa að ganga í gegnum eldskýrn á næstu árum. Skólaskotárásir eru atvik sem ég óttast mikið í þessu efni. Slík mál hafa verið að koma upp á norðurlöndunum með hörmulegum afleiðingum. Vonandi gerist aldrei neitt slíkt á Íslandi en það þýðir ekki að við eigum ekki að eiga sveit manna sem gæti brugðist við slíkum málum EF svo skyldi fara.

Oft finnst mér ómaklega vegið að lögreglunni í blöðum og bloggi. Það er eitt að vera gagnrýnin á hennar störf en annað að halda því fram að hún fari ekki að lögum og gangi fram að ónauðsynlegri hörku. Við verðum að muna að lögreglan reynir sjaldnast að svara fyrir sig og útskýra mál sitt þannig að við heyrum yfirleitt bara í þeim sem telja sig órétti beitta. Stundum hljóta þeir að segja ósatt eða ýkja enda væru varla lögreglu- eða sérsveitarmenn ennþá við störf ef þeir væru allir að brjóta lög án þess að nokkur væri morgundagurinn.

Eiki (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:04

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að almenna lögreglan sé í ágætis lagi og hef ekki nema gott af henni að segja, þau litlu samskipti sem hafa verið. En trúlega líður hún fyrir þetta hálfgerða hermennskubatterí, bæði vegna fjármagns og líka klínast þessar yfirdrifnu sérsveitaruppákomur að einhverju leyti á almennu lögguna og spilla ímynd hennar. Hernaðarbrölt er afar dýrt og hefur óhjákvæmilega ofbeldi í för með sér og það er aldrei vinsælt og þegar hið opinbera hefur einkaleyfi á beitingu ofbeldis þá verður þetta enn erfiðara. Þess vegna þarf að vera með mjög góða stjórnendur, liðsforingja. Það hefur verið lykilatriði í hernaði og sérsveitum síðustu árþúsundin. En síðan hafa pólitíkusar verið markaðssettir á nokkurn veginn sömu nótum og annað drasl á markaði og þeir þannig fengið mannaforráð og síðan leitar það skiljanlega saman sem deilir hugmyndafræði, viðhorfum og eftir atvikum siðblindu - og á endanum rúllar síðan draslið á hausinn þegar ekki er lengur hægt að ljúga sig frá rotnun þess. Þetta birtist bæði makró, í heildinni sjálfri hinu opinbera, og líka míkró í einstökum deildum svo sem þessarri vopnuðu herlögreglu okkar.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2009 kl. 23:17

11 identicon

Það gefur augaleið að ég það á að handaka mig og ég berst á móti af öllum mætti þá eru líkur á því að ég hjóti meiri áverka heldur en ég myndi gera ef ég gæfist upp og færi að fyrirmælum. Það þarf ekki að segja mér að það hafi verið ætlun þessara lögreglumanna að slasa þennan dreng með þeim hætti sem lýst er í fréttinni en slys geta orðið þegar hart er tekist á.  Þessi maður á að eiga rétt á skaðabótum úr ríkissjóð en það þýðir ekki að lögreglumenn hafi farið rant að, þarna hefur sennilega orðið einhverskonar slys og auðvitað á maðurinn rétt á bótum.  Slys sem hann hefði getað sparað sér ef hann hefði bara snúið frá þegar honum var sagt að gera það eða þá gefist upp mótþróalaust þegar átti að handtaka hann.

Sjálfur Geir Jón var eitt sinn sakaður um að hafa handleggsbrotið fótboltabullu fyrir mörgum árum. Hann hafði ekki gert neitt rangt, þarna tókust á sterkir menn af alefli og handleggur lét undan að lokum.

Lögreglumenn hljóta að læra allskonar fangbrögð til að auðvelda handtökur og minnka líkur á meiðslum en alltaf getur eitthvað út af brugðið þegar tekist er á af afli. 

Júdómenn kunna líka allskonar tök en ekki er óþekkt að menn meiðist á æfingum og mótum án þess að einhver hafi ætlað sér það.

Eiki (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvað hafa margir tólf ára drengir og yngri eignast knalléttubyssu?     Þessi frétt er eins um fullkomna hálfvita.  
 
26. nóv. 2009 - 19:20

Sérsveitin yfirbugaði tólf ára strák sem lék sér með leikfangabyssu

Tólf ára strák, sem lék sér að leikfangabyssu, var heldur brugðið eftir að sérsveitarmenn yfirbuguðu hann í Reykjavík í gærkvöldi. Móðir stráksins segir að lögreglumennirnir hefðu getað kannað aðstæður betur áður en þeir réðust til atlögu.



Rætt var við strákinn og móður hans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Strákurinn beið eftir móður sinni úti í bíl á meðan hún skaust inn í apótekið.



Skyndilega var hurðum bílsins svipt upp, vopnum beint að stráknum og hann snúinn niður í götuna. Hann sagði að sérsveitarmönnunum hefði brugðið þegar hann sagði þeim að hann væri aðeins tólf ára gamall.



Móðir drengsins vildi ekki áfellast lögregluna fyrir viðbrögðin þar sem rétt væri að fara með gát þegar byssumenn væru annars vegar. Sérsveitarmennirnir hefðu samt getað gefið sér tíma til að skyggnast inn í bílinn og þá séð að þar var barn að leik.

Viggó Jörgensson, 16.12.2009 kl. 23:22

13 identicon

ég þekki þessa sögu og hún er ekki eins og menn halda og alls ekki eins og fréttamenn segja frá, eila sorglegt að hálfu lögreglu að leiðrétta ekki frásagnir blaðamanna eða allavega gefa þeim rétt frá en þeim hentar betur að búa til eitthvað á saklaust fólk..

satt í þessu er að fólk sem býr í húsinu móti þessu sem er einskonar stofnun fyrir fatlaða og fleiri sem treysta sér ekki til að búa einir með sjálfum sér, 2 af þeim konum sáu mann á rölti í garðinum (sem einhverjir hafa sagt að hafi verið að elta rottu og því klæddur í hettupeysu) og þær hugsa með sér að þarna hljóti einhver að ætla að brjótast inn í húsið og ráðast á húsráðanda og sé örugglega með byssu því sé svo skuggalegur, í síma hljóma þessar konur alls ekki eins og hver sem er og ef ég myndi svara fyrir hönd neyðarlínunnar myndi ég segja lögreglumönnum að hafa varann á að sökum þess hver sé að hringja geti verið að eitthvað sé ekki nákvæmlega eins og sagt er.. það var greynilega ekki gert og eins og svo oft er með íslendinga sem fara í óðagoti áfram er búið að ákveða að þetta sé svona og hinsegin..

ég ætla ekki að segja að það sé rangt hjá þeim að vera með viðbúnað og umkringja húsið með 2-3 vopnuðum mönnum (ekki loka öllu nágrenninu og gera þetta að fréttamat með 10 fréttamenn og blaðamenn hlaupandi um allt, 30 lögreglumenn og allt vesen sem þessu fylgdi) því ef þetta hefði verið satt þá væri það grafalvarlegt mál, en svo spurningin hvort það séu nokkrar líkur á því að þeir sem ætli að nota vopn á einhvern fari á röltið með það á lofti meðan er verið að kanna aðstæður á íslandi sérstaklega.. en allt þetta umstang áður en var búið að kanna nokkuð hvort verulega varhugaverður framburður einstaklings sem er greynilega ekki alveg viss er nottla dæmi um hollywood löggur íslands..

lögreglan hefði getað umkringt húsið og hringt í viðkomandi verandi með númerið hjá honum og spurt hann útí þetta verandi fárveikann heima í rúmi meðan á þessu stendur að horfa á sjónvarp.. hann hefði rölt út og talað við þá hleypt þeim inn og hvað sem er en fékk í staðinn far uppá spítala (ekki lögreglustöð) loksins þegar lögregla trúir frásögn fólks í hverfinu..

svipað gerðist fyrir rúmri viku þegar 3 bílar og hjól koma í þetta hús banka og saka fólk sem þar stendur að setja saman hillu og tengja jólaseríur uppí stiga um að hafa verið í massífum slagsmálum rétt áður.. en eins og ég segi ekkert mál að kíkja á staðinn og kanna hluti og voru þeir mun skárri enda gerðist að degi til og mjög aldraður maður með í för lögreglumanna sem róaði þetta niður meðan aðrir vildu handtaka og rannsaka allt í húsinu þegar greynilega er ekkert að gerast þegar menn eru að skrúfa hillur og setja upp jólaskraut enda ekki hlutur sem mar hleypur í rétt eftir slagsmál verandi eins mikil og sagt er..

aðallega kemur þó lögregla á þetta heimili þar sem vistmenn eiga til að missa sig og allt verði brjálað og starfsmenn þurfi hjálp lögreglu.. virðist ekkert hafa verið breytt til að koma í veg fyrir það en þessi nágranni sem hefur aldrei meðan ég og mínir hafa verið heima verið með nokkur læti virðist vera í uppáhaldi hjá lögreglu af því hann á ofbeldisfulla æsku að baki :)

get alveg sagt að hér er fínt að búa en félagi minn lenti í því að vistmaður skemmdi bílinn hans en að öðru virðist þetta stefna í viðburðarrík jól :)

nágranni (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:37

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

OK, þeir hafa aldrei hleypt af skoti í aðgerð. Þetta er reyndar mikilvægur punktur hjá Eika og kannski eru liðsforingjarnir eftir allt dálítið skárri en ég vil meina. En hversu stórar hafa krísurnar verið? Einhverjir fullir gæjar með haglabyssur? Þú situr bara um þá og bíður eftir að þeir lognist út af.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2009 kl. 23:39

15 identicon

Þarna er annað gott dæmi um sleggjudóma þína. Var sagt í tilkynningunni til lögreglunnar að þarna væri tólf ára drengur með knallettubyssu? Nei, þarna var tilkynnt um vopnaðann mann í bifreið fyrir utan Lyfju í Lágmúla, apótek sem hefur verið rænt oftar en einu sinni af fíklum á undanförnum árum.

 Erfitt að meta stöðuna en aftur tóku sérsveitarmenn ekki áhættuna og kláruðu málið, enginn meiddist og betra að vera kjánalegur í fréttunum heldur en að hafa getað lent í hættu, bæði þeir sjálfir þá og mögulega saklausir borgarar.

Mér fannst best þegar ég las á einu blogginu að þarna hefði lögreglan náttúrulega bara átt að ganga að bílnum og gægjast inn til að kanna málið áður en sveitin fór af stað.  Og EF þetta hefði verið alvaran hefði byssumaðurinn náttúrulega skotið viðkomandi lögreglumann í andlitið. Þá hefði fyrirsögnin í blöðunum verið " Heimskur lögreglumaður tekur tilkynningu ekki alvarlega og lætur skjóta sig". 

Aftur betra að vera kjánalegur heldur en dauður eða stórslasaður

Eiki (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:42

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eiki, þú ert nú heldur dramatískur þarna í ritfærninni en haltu áfram með góð innlegg.

Baldur Fjölnisson, 17.12.2009 kl. 00:01

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eiki.  

Ég var kannski sá fyrsti á mbl-blogginu til að fordæma þann sem henti gangstéttarhellunni í lögreglumanninn sl. vetur.  

Er líka eindreginn stuðningsmaður lögreglunar og vil veg hennar sem mestan.   

Ég er líka sammála þér að við þurfum einhvers konar sérsveit en tel auðsýnt að þar þurfi að byrja alveg upp á nýtt með nýjum viðmiðum.   

Íslendingar eiga aldrei að sætta sig við þessu alþjóðlegu viðmið.   Að sama viðbúnað eigi að nota á börn, ungmenni og heiðvirða borgara annars vegar og hins vegar sannanlega vopnaða, útúrdópaða síbrotamenn.  

Í fyrra tilfellinu eru allar líkur á að um einhvers konar misskilning sé að ræða. Þó að allur sé varinn góður, má nú á milli vera.    Þær lýsingar sem komið hafa fram um slík mál eru samt út yfir allt sem hægt er að fallast á.   

Í seinna tilfellinu er sjálfsagt að hafa allan viðbúnað en þar verður samt sem áður að hafa í huga að glæpamenn eiga samt sem áður fullan rétt á að ekki séu brotin á þeim lög.   Þetta er auðvitað mikil krafa og erfið í framkvæmd.  

Það er samt ömurlegt ef meira að segja eindregnir stuðningsmenn lögreglunar, geta ekki treyst þessari sérsveit okkar.

Fyllist meira að segja skelfingu, sé á hana minnst.  Ekki út af meintum afbrotamanni heldur löggæslumönnunum. 

Það er nákvæmlega þetta sem ég á við um taugabilun.   Er það daglegt brauð að lögreglumenn séu skotnir á Íslandi?

Þekkja menn ekki mun á 12 ára dreng og síbrotadóphaus?  Þegar lögreglumennirnir sáu að þetta var venjulegt barn, var samt sem áður ástæða til að rífa hann út úr bílnum og hnoða ofan í malbikið?   Mér er sama hvað þú kallar það.  Ég kalla þetta taugabilun og dómgreindarleysi.          

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 00:09

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og eitt enn Eiki. 

Það er grundvallarmunur á því að einsamall lögreglumaður þurfi að beita miklu afli við að handtaka ölóðan beljaka 

eða 

að heill herflokkur af lögreglumönnum handtaki einn tvítugan dreng. 

Heill hópur af lögreglumönnum á að geta yfirbugað einn mann án þess að margbeinbrjóta hann. 

Annars er eitthvað stórkostlegt að.  Það liggur algerlega í augum uppi.  

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 00:41

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru ungir og kraftmiklir menn sem að sjálfsögðu hlaupa strax fegins hendi í þau verkefni sem þeir eru þjálfaðir í. Það segir sig sjálft. Skortur á krísum er ekki þeim að kenna. Í Amríkunni snýst þetta um að búa til verkefni en landinn er alltaf nokkrum árum á eftir.

Baldur Fjölnisson, 17.12.2009 kl. 00:42

20 identicon

Hvernig veistu að þarna var flokkur af lögreglumönnum? Af því að viðkomandi sagði það og það stóð í DV "fréttinni"? Eða voru þeir kannski bara tveir eða þrír eins og líklegra er, sérstaklega ef það var eitthvað umsátursástand annarstaðar við götuna og allur hópurinn þar? Tvítugir menn geta líka verið beljakar, prófaðu að fara í World Class í Laugum, þori að veðja að þú sérð einn eða tvo þar áður en þú kemst inn úr dyrunum.

 Ég hitti 13 ára dreng um daginn sem var 186 cm á hæð. Aldrei hefði mig grunað að hann væri 13 ára. Ekki veit ég hvort umræddur drengur leit út fyrir að vera eldri en 12 ára en ég get ímyndað mér að það sé hægara sagt en gert að sjá það þegar það eina sem sést en hnakki fyrir innan hnakkapúða í gegnum afturrúðu á bifreið, sem er líklegast sú leiðin sem sérsveitarmennirnir komu að bifreiðinni. Hitt gerðist örugglega snöggt og alveg skal ég hundur heita ef þeir hjálpuðu drengnum ekki á fætur um leið og þeir sáu hvers kyns var og engin hætt á ferðum. 

Svo er ekki langt síðan drengur, aðeins fjórum árum eldri eða 16 ára, gekk um fossvoginn með hlaðna skammbyssu sem hann hafði stolið frá föður sínum. Allt getur gerst, líka þegar unglingar eiga í hlut. 

En miðað við þessu meiðsl sem drengurinn, þessi 20 ára, á að hafa fengið í þessu átökum við lögregluna ætti ekki að hafa skort sönnunargögnin. Eða voru meiðslin kannski ekki svona rosaleg. Eða taldi dómarinn að lögreglan hefði gengið eðlilega fram þrátt fyrir að bein hefðu óvart brotnað í hamaganginum. Engum var vikið úr starfi og enginn kærður allavega. Skrýtið.

Mér þykir líklegra að kannski hafi viðkomandi ekki verið svona illa meiddur eins og hann lét í veðri vaka í fréttunum.

En ég get ekki fullyrt það, ég var ekki á staðnum í hvorugu málinu. Og sennilega ekki þú heldur Viggó minn. Þannig að kannski þurfum við báðir að tala varlega og fullyrða minna.

Ég er samt sem áður ekki til í að taka öllu sem ég les í DV sem heilögum sannleik, og raunar ekki endilega öðrum fréttablöðum heldur. Oft hefur eitthvað gerst, eða ekki gerst, sem ratað hefur í fréttir. Það hef ég sjálfur upplifað

Eiki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:40

21 identicon

Nei, það er rétt. Enginn lögreglumaður hefur verið skotinn á Íslandi....ennþá. Og ég er alveg viss um að enginn þeirra vill verða fyrstur til þess.

En fólk hefur reynt að skaða lögreglumenn, t.d. þegar gangstéttarhellunni frægu var kastað. Nýlegra dæmi var þegar andlega veikur maður ók viljandi á hurðar slökkvistöðvarinnr í Skógarhlíð og svo á lögreglubifreið sem kom aðvífandi. Reyndi hann svo að aka lögreglumennina niður þegar þeir flúðu inn í slökkvistöðina en hélt svo áleiðis niður á Hverfisgötu þar sem hann var stöðvaður í hlíðinu að porti lögreglustöðvarinnar.

Bara þó að lögreglumaður hafi ekki verið skotinn á Íslandi ennþá, ættu þeir þá ekki að fara að öllu með gát.

 Það hafði heldur aldrei neinn lögreglumaður verið skotinn í Danmörku fyrr en kvöld eitt þegar tveir lögreglumenn voru teknir af lífi þegar þeir stöðvuðu bifreið við umferðareftirlit. Ökumaðurinn var andlega veikur og vopnaður og skaut þá báða til bana án þess að þeir gætu neitt að gert. Daginn eftir var búið að vopna alla almenna lögreglumenn í Danmörku, en fram að því höfðu þeir verið óvopnaðir eins og hérna heima.

Nú er ég ekki að tala fyrir því að vopna ætti almenna lögreglumenn á Íslandi, fjarri því. Hinsvegar er algjörlega ástæða til að vera með vaðið fyrir neðan sig þegar svona tilkynningar berast.

Það þýðir ekkert að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann.

Eiki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:55

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki vildi ég taka mér far með flugstjóra sem væri yfirkominn af skelfingu þar sem hann teldi allar líkur á að hver flugferð hlyti að enda með slysi. 

Ekki vildi ég heldur leggjast undir hnífinn hjá skurðlækni sem væri alla jafna bugaður, þar eð hann teldi næsta víst að hver sjúklingur hans hlyti að deyja á skurðarborðinu. 

Því síður er mér skemmt Eiki, ef þungvopnuðum sérsveitarmönnum okkar líður svo illa í vinnunni.   

Að þeir telji talsverðar og raunhæfar líkur á að verða drepnir í næsta útkalli, hér heima á Íslandi. 

Erum við ekki sammála Eiki, að svona menn eigi ekki að vinna með byssur innan um almenning? 

Og að öruggast sé að leggja sérsveitina niður áður en illa fer?  

Svona vinnuumhverfi er engum manni bjóðandi.   

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 02:24

23 Smámynd: Mofi

Við þurfum endilega að ekki ala á svona taugaveiklun; það var auðvitað fáránlegt að sérsveitin var send á staðinn til að glíma við tólf ára krakka með leikfangabyssu.  En þegar koma upp aðstæður þar sem einhver gengur af göflunum og er með byssu þá verðum við sem samfélag að geta glímt við þannig mál.

Mofi, 17.12.2009 kl. 10:32

24 identicon

Ef þið þekktuð eitthvað til sögu mannsins þarna í húsinu myndi þessari viðbrögð lögreglunnar ekki koma neinum á óvart... Þekktur ofbeldismaður með meira sem býr þarna

nem (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:31

25 identicon

Nei Viggó, við erum ekki sammála.

Það er ekki það sama að vera taugaveiklaður og vera skynsamur og fara varlega.

Flugmaðurinn fer yfir tékklistann sinn jafnvel þó hann viti að allt er í lagi, alltaf. Einfaldlega vegna þess að það er það sem honum hefur verið kennt. 

Læknirinn fer líka að öllu með gát þó að þetta væri bara botnlangaaðgerð.

Svo held ég að þú tilheyrir litlum hópi manna sem hræðist þessa sveit. Við hin gerum það ekki.

Auðvitað eru litlar líkur að lögreglumenn verði drepnir hérna heima en það þýðir ekki að þeir eigi að hætta að vera varkárir og að halda því fram að íslenskir lögreglumenn séu í svo vernduðu samfélagi að þeir hafi ekkert að óttast er vanhugsðuð yfirlýsing þegar best lætur. 

Mofi, það var auðvitað fáránlegt að senda sérsveitina á 12 ára dreng með knallettubyssu...spurning hver það var sem tilkynnti um þetta. Lögreglan gerði hinsvegar rétt, þeir brugðust við mjög alvarlegri tilkynningu.

Eiki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 13:37

26 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jú Eiki við erum sammála um að það eigi að fara varlega.

Þú um að lögreglumenn eigi að hugsa eingöngu um sjálfa sig og sitt öryggi.  Svona, skjóta fyrst og spyrja svo, viðhorf.

Ég um að lögreglumenn vari varlega, fyrst og fremst í umgengni við okkur borgaranna sem þeir eiga að vernda. 

Má ég minna þig á að tilvist lögreglunnar er eingöngu fyrir okkur fólkið í landinu.  Til að vernda okkur og það þjóðskipulag sem ákveðum að hafa hverju sinni.  

Það er mjög illa komið ef þessi sérsveit stillir sér ætíð upp sem óvinir fólksins sem hún á að þjóna.  Óvinur nr. 1.    

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 14:51

27 identicon

Haha já það var það sem ég sagði, skjóta fyrst og spyrja svo. Enda hafa þeir skotið fjöldan allan af fólki...nei bíddu...þeir hafa aldrei hleypt af skoti.

Ef það væri starfshátturinn þá hefðu þeir ekkert dregið strákgreyið út úr bifreiðinni, þeir hefðu einfaldlega skotið hann í hnakkann og kannað svo með vopnaburð. Fáránlegt að halda því fram Viggó, þú ættir að skammast þín.

Þetta eru fagmenn og engin ástæða til að óttast þá, nema maður sé með einhverskonar minnimáttarkennd kannski.

Og þeir vinnan innan þess lagaramma sem er núgildandi hvort sem þér líkar betur eða verr.

En þér er fyrirmunað að skilja  að það er einmitt það sem þeir eru að gera, að vernda borgarann. Ekki gleyma því að það var borgari sem hringdi í lögregluna í bæði skiptin, einhver sem óttaðist að hætta væri á ferð. Nú má lengi deila um hversu gáfulegur tilkynnandi var, en það er skylda lögreglunnar að bregðast við tilkynningum. Að gera það ekki hefði verið að bregðast skyldum sínum. 

Aðferðirnar sem þessir menn beita eru greinilega ekki eitthvað sem þú getur fellt þig við. En það er ástæða fyrir þeim og svona starfa lögreglusérsveitir. Að segja að okkar sérsveit eigi ekki að tileinka sér alþjóðleg viðmið er fásinna. Þetta eru mennirnir sem tryggja öryggi erlendra forseta og fyrirmanna þegar þeir koma hingað. Heldur þú að þeir myndu sætta sig við eitthvað minna en sveit sem stenst alþjóðlega staðla? Fundurinn í Höfða hefði aldrei verið haldinn um árið nema vegna þess að sérsveitin var til staðar.

Þessi sveit er módeluð eftir lögreglusérsveit norðmanna Delta. Það eru engir fúskarar heldur miðað við það sem maður les.

En allt er þetta spurning um viðhorf. Ég er með og þú ert á móti og þannig verður það bara að vera. 

Eiki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 15:39

28 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég sagði; skjóta fyrst og spyrja svo VIÐHORF.   Að hnoða fyrst 12 ára barni ofan í malbikið og spyrja svo.            Það er nákvæmlega þetta sem er ekki fagmennska.  Þetta er hreinn aulaháttur misþroska manna.  

Hvernig geta almennir lögreglumenn eiginlega farið í útköll án þess að vera með skammbyssur og hríðskotarifla?          Það eru þúsundir af byssum á heimilum, og eftir atvikum í bílum, landsmanna. 

Ég hef gott samstarf við tugi lögreglumanna og kannast við marga núverandi og fyrrverandi lögreglumenn.  Allt öndvegismenn.   Nema einn.  Það var fullkomlega dómgreindarlaus sérsveitarmaður.  Ég hef aldrei á ævinni orðið vitni að öðru eins dómgreindarleysi og löngun í slagsmál og vandræði. Ég vil bara alls ekki að svona menn séu með byssur. 

Ég gef ekkert fyrir alþjóðlega staðla nema þeir séu skynsamlegir.  Við fórum eftir öllum alþjóðlegum stöðlum um bankanna.  Fannst þér það gefast okkur Íslendingum vel.   Sumt á við hérlendis annað alls ekki.    

Eiki.  Trúir þú því virkilega að CIA og KGB hafi eitthvað spáð í einhverja íslenska sérsveit vegna leiðtogafundarins í Höfða? frekar en aðra björgunarsveitarmenn sem þá sáu á svæðinu?  Íslenska sérsveitin eru bara bændur í þeirra augum.  Að íslenska sérsveitin hafi verið forsenda fundarins? Guð minn almáttugur, trúir þú þessu virkilega? 

Það er nákvæmlega þetta sem ég segi, allsherjar dómgreindarskortur eða saklaus trúgirni, kemur á sama stað niður. 

Inntökuskilyrðin, hjá ykkur, eru augljóslega ekki skv. alþjóðlegum stöðlum það hef ég þó sjálfur séð. 

?

'ki

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 16:39

29 identicon

Almennir lögreglumenn fara ekki í útköll þar sem tilkynnt er um skotvopn þegar þeir eiga kost á að kalla til sérsveitina. Það er svo einfalt.

Og ég held raunar, eftir þetta málþóf okkar og hafa lesið hverja rökleysuna eftir þig á fætur annari, að það sé enginn misþroska hér nema þú kannski. Allavega vílar þú ekki fyrir þér að dæma heila sveit manna þegar þú sjálfur viðurkennir að hafa einungis hitt einn sérsveitarmann, sem var að þínu mati auli. Ég gef raunar ekki mikið fyrir þitt mat en jafnvel þó hann hafi verið það þýðir það ekki að restin af þessari sveit séu þá aular líka. Ég hef hitt lækni sem var hálviti að mínu mati en engu að síður ber ég gríðarlegt traust til læknastéttarinnar.

Þú talar um trúgirni og dómgreindarskort og notar svo fréttir úr slúðurblaðinu DV máli þínu til stuðnings, það er aldeilis að þú ert trúgjarn ef þú trúir ruglinu sem eru kallaðar fréttir þar.

Og svo talar þú um inntökuskilyrðin hjá okkur????  Jú, ég hefði vissulega viljað verða lögreglu- eða slökkviliðsmaður á mínum yngri árum en líkamlegt atgervi mitt leyfði það því miður ekki, ég er slæmur til gangs og get ekki farið langt án þess að notast við staf, alveg frá fæðingu.

Held ég að CIA og KBG hafi tekið sérsveitina og lögregluliðið allt með í reikninginn þegar Höfða fundurinn fór fram..já það geri ég. Og finnst ekki barnalegra að trúa því heldur en að halda því fram fullum fetum að heil sveit manna séu aumingjar og taugaveikluð grey án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, líkt og þú gerir.

En þetta sjónarmið þitt kemur mér svo sem ekkert á óvart, þú ert greinilega kominn af léttasta skeiði andlega séð og átt erfitt með að sætta þig við þær breytingar sem hafa orðið og eru að verða á okkar samfélagi. Og í ofan á lag stundar þú nám í lögfræði og þykist ekki vita að sérsveitarmenn starfa innan lagarammanns??? Náðir þú seinasta prófinu þínu? Hvernig stendur á því að enginn hefur verið rekinn og kærður af þessu taugaveikluðu mönnum?? 

Eiki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 17:31

30 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er ábyggilega misþroska og vanþroska og hvað sem þú vilt.  En íslenskum almenningi stendur engin hætta af mínum misþroska, vanþroska eða mögulegum dómgreindarskorti. Ég hef ekki látið mér detta í hug að sækja um byssuleyfi og  geng ekki vopnaður um meðal almennings.

Þegar ég hef vitað í fréttir, hef ég alltaf gert fyrirvara um að þær séu ekki endilega réttar. Talað um brot af fréttinni o. s. frv. Fjallað um mál í viðtengingarhætti. Að breyttu breytanda o. s. frv.  Ég hef á langri ævi lært að lesa á milli línanna og veit að allir hafa tilhneyingu til að fegra sína sögu.  

Ég hef aldrei kallað sérsveitarmenn aumingja en hitt hef ég oft séð að lögreglumenn eru almennt orðnir mjög taukaveiklaðir miðað við það sem áður var. Það er skiljanlegt ef menn eru sendir fáliðaðir (2) í partý, þar sem saman er kominn tugur manna, ofurölvi og útúrdópaðir. Það er stjórnmálamönnunum að kenna.

Þó að ég hafi einungis hitt einn sérsveitarmann persónulega hef ég prýðilegt minni og hef fylgst vel með fréttum í áratugi, þar með talið af sérsveitinni og séð útsendingar í sjónvarpi. Og hef margsinnis sannreynt að lögreglumenn þekkja ekki valdheimildir sínar eða misskilja þær og talið sig vinna innan lagaramma sem þeir gerðu þó ekki. Get sent þér dóma til að lesa ef þú vilt.

Það er rétt hjá þér að ég er kominn af léttasta skeiði bæði á vigtinni og andlega. Og líka að ég á mjög erfitt með að sætta mig við hrun velferðarríkis okkar. Sættir þú þig við það?

Og af því að þú spurðir þá er ég mjög latur námsmaður. Vegin meðaleinkunn mín í Lagadeildinni er samt meira en heilum hærri en þarf.  En af hverju ertu að leiða talið frá málefninu að minni lítilmótlegu persónu?

Við erum að ræða um sérsveitina.

Eftir áralangar athuganir mínar hef ég sem sagt komist að því að hana á leggja niður og byrja upp á nýtt.   Þar er ekki endilega við almenna liðsmenn að sakast, held frekar að um yfirmannavanda sér að ræða. Þetta sannaðist fyrir alþjóð þegar þjóðin fékk að sjá í beinni útsendingu vinnulagið við vörubílstjóra sem eru bara venjulegir launamenn eins og landsmenn flestir. Þar var framganga sérsveitarinnar eins og hún væri ekki að vinna fyrir þjóð sína heldur frekar eins og að vörubílstjórarnir væru stórglæpamenn.

Sprautað gasi á nærstadda móður með barn sitt sem var að kaupa bensín. Svo vinnulagt er bara alls ekki hægt að verja og þú veist það.

Í stað þess að æsa sig upp og segja að andmælendur tali út um rassgatið væri hollara að róa sig niður og hugleiða málið í báðar áttir.  

Smá gagnrýni er öllum holl og sérstaklega ef hún er frá þeim sem vilja manni vel. 

Hafðu það svo gott í fætinum.  (Ég trú þeirri sögu ekki frekar en DV.) 

Viggó Jörgensson, 17.12.2009 kl. 18:32

31 identicon

Persónulega þá á ég mjög erfitt með að sjá hvernig gæluverkefni Björns Bjarnar gætur hjálpað okkur eitthvað. Þessi sveit fer ekki oft í útköll og nær undantekningarlaust eru fluttar fréttir frá því þegar þessi blessaða sérsveit fer í útköll og í helmingi tilvika eru fréttirnar hvernig þessi sveit er að skíta í buxurnar, eins og í þessu tilviki. 

 Svo þekki ég nokkra sem hafa starfað í þessum sveitum, þeir eru allir eins og Viggó lísir svo ve, eða lögrelgumenn sem vilja komast í slagsmál og leika þungvopnaða hermen. Þessir menn verða eins og ástfangnar smástelpur þegar þeir fara að tala um vopnin sín og hvað þeir eru flottir þegar þeir fá að nota þau. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 11:58

32 identicon

Ég held að menn ættu að kynna sér störf lögreglu og sérsveitar áður en þeir tala með rassgatinu.

Sjálfur starfa ég sem lögreglumaður á landsbyggðinni og finnst gott að vita af sérsveitinni enda er hún síðast úrræðið ef allt fer til helvítið. Það að í sérsveitinni séu bara menn sem sækjast eftir slagsmálum kannast ég ekki við. Þekki ég nokkra menn í sveitinni og er langt frá því að þeir séu einhverjir ofbeldismenn. Í sérsveitinni og lögreglunni er metnaðarfullt fólk sem reynir að vinna störf sín á sem faglegasta hátt. Margir í sveitinni eru með iðn- og háskólapróf. 

Sérsveitin fer í almenn útköll auk þess að sjá um umferðareftirliti, þeir eru ekki að bíða eftir vopnaútkalli!! Mér finnst fólk fljótt að gleyma en það er nú ekki langt síðan að aðili skaut á hurð í breiðholti og enn styttra síðan aðili beindi haglabyssu á annan í Sandgerið.

Reyndar hefur sérsveitin ekki átt vinsældum að fagna eftir óeirðirnar á síðasta ári enda kenna margir henni um að ekki náðist að taka þinghúsið.

Varðandi þetta útkall þá á þessi maður skrautlega sögu og þeir sem þekkja hann skilja viðbrögð lögreglu betur.

Kveðja 

Maggi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:32

33 Smámynd: Viggó Jörgensson

Því var komið inn hjá okkur venjulegum Íslendingum að sérsveitin væri til að verja okkur fyrir erlendum glæpamönnum, jafnvel alþjóðlegum hryðjuverkamönnum eða flugræningjum. 

Svo kemur í ljós að allt í einu er komin einhvers konar herlögregla dulbúin, ólöglega ómerkt sérsveit, grá fyrir járnum og komin í útköll að eiga við venjulega Íslendinga. 

Notuð í gæluverkefni stjórnvalda eins og mannfjöldastjórnun á venjulega íslenska launamenn.  

Venjulegir Íslendingar vilja ekkert með svona bandaríska bíómynda vitleysu hafa.  

Ruglaða íslenska fyllibyttur með byssu þarf auðvitað að taka örugglega úr umferð.  Það á hins vera gert með gömlu góðu íslensku aðferðinni hans Bjarka Elíassonar fyrrum yfirlögregluþjóns.   Sjálfssagt að viðkomandi lögreglumenn séu vopnaðir í slíkum tilfellum.   En þessi sérsveitarvitleysa á Íslendinga gengur ekki upp.  

Því fyrr sem yfirmenn lögreglunnar átta sig á þessu því betra.   Ef ekki verður bara hreinsað út úr viðkomandi lögreglustöð, ekki af skríl heldur af yfirvöldum þegar þau átta sig loks á því að við viljum ekki svona fíflagang og bófahasar.  Þetta er iðulega eins og drepa eigi húsflugu með fallbyssu.

Viggó Jörgensson, 20.12.2009 kl. 00:07

34 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Viggó, þú greinir núverandi ástand ágætlega og gerir þér sennilega grein fyrir því hvernig það var búið til af hinu opinbera og erlendum eigendum þess og hugmyndafræðingum. Það hefur aldrei verið til nein íslensk hugmyndafræði og því höfum við bara haft útjöskuð vændisgögn sem hafa reynt að trekkja inn hugmyndir begna vegna Atlantsála í kosningum um ekkert í eins flokks kerfi.

Baldur Fjölnisson, 22.12.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband