Ótakmörkuð ábyrgð sem gæti grandað fullveldi, ríki og þjóð er í andstöðu við meginreglur stjórnskipunarlaga okkar.

Grundvöllur og undirstaða stjórnskipunar íslenska ríkisins er að íslenska þjóðin hafi fullveldi yfir landi sínu Íslandi og geti nú og framvegis haft hér ríkisskipulag sem hún kýs hverju sinni.

Íslenska þjóðin ákvað árið 1944 að stofna hérlendis Lýðveldið Ísland.

Það er aldeilis fráleitt að alþingismenn geti ákveðið að samþykkja opinn tékka með svo gífurlegum og óvissum fjárhæðum að það geti orðið til þess að þjóðin missi fullveldi sitt yfir landi sínu Íslandi og auðlindum þess.

Slík ósköp getur aðeins þjóðin sjálf samþykkt.


mbl.is Stærstu mistök Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er ensi stutt eftir af fullveldinu ef Nornin fær að stýra lengur.

Þjóðarskútan sem var á fullu stými upp Spree hefur steytt á skeri og freon af kælikerfinu lekið um allt og fryst það sem fyrir varð.

Nornin stendur í brúnni og gargar í sambandslausa talstöðina "stöðuleika náð" sem er rétt að því leyti að ekki sekkur strandað skip.

Nágrímur hefur lokast inní í frystihólfinu og reynuir að morsa með fingrunum á þilið. "allt er OK fyrst Daó er kominn af".

Nornin skilur bara ekki mors, né nokkuð annað sem ekki var tekið fyrir á landsprófi 1966.

Bankarnir í lestinni hafa gert gat á dallinn og lekur þaðan út allt sem í þeim var.

Nornin reynir af veikum mætti að dæla þjóðinni milli lenstankanna og rétta dallinn af þar sem hann situr fastur í anddyrinu á ESB.

Ekki er von nema að dallurinn hafi strandað. Þegar að skipt var um skipstjóra síðast tók sá með sér sjókortin en núverandi  en"kapitan" hefur stýrt dallinum á korti rissuðu á saurblað kommúnistaávarpsins.

Óskar Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 19:56

2 identicon

Hvað eiga Árni Matt, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson sameiginlegt?

Jú, þeir hafa allir skrifað undir ICESAVE!

Staðfesti erlendar skuldbindingar
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288599/


http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288630/

Jónsi (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Jónsi

Það er rétt að þessi klásúla er í samningnum við AGS, en það þýddi ekki að við ættum að gera samning sem kostar hokur næstu kynslóðar. Það verður alltaf sett á reikning núverandi ríkisstjórnar og sérstaklega VG.  

Sigurbjörn Svavarsson, 20.11.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband