Lýðveldið Ísland getur liðið undir lok, verði þetta raunin.

Þó svo að við slyppum við þjóðargjaldþrot mun gjaldeyrisskortur neyða okkur í ESB. 

Verðum fátæk jaðarþjóð eins og Rúmenar, förum áratugi aftur í tímann í lífsgæðum. 

Ungt menntafólk mun fara burt. 

Svo verður það spurningin hvort við höldum sjálfstæði okkar í fátækt eða förum undir bresku eða hollensku krúnuna?  

Eða hvort Danir eða Norðmenn vilja taka við okkur aftur?   

Það eina sem gæti bjargað okkur væri stórkostlega auknar fiskveiðar og virkjanir. 

Engin atvinnuuppbygging eða tekjuaukning mun eiga sér stað með kommúnista í stjórn.  Þeir munu tefja allar virkjanaframkvæmdir og allt sem gæti bjargað okkur, enda hlynntir ríkisstýrðri fátækt.   

En auðvitað eigum við ekki að ganga að fyrirliggjandi icesave kjörum, það er gjörsamlega vitskert.  

Það þarf að semja algerlega upp á nýtt og þjóðin þarf að samþykkja þann samning sjálf. 

Nú kann einhver að minna á að þessi byrjunar vaxtaupphæð sé aðeins um 6-7% af fjárlögunum.  Þá hina sömu vil ég minna á að sjúkrahús okkar eru í eilífu fjársvelti, lögregla, dómstólar, háskólar og önnur grunnþjónusta er nú þegar á heljarþröminni.   Landhelgisgæslan á ekki einu sinni fyrir olíu á skip sín og tæki.  Hvernig verður það í framhaldinu hjá ríkisstjórn sem vill ekki auknar þjóðartekjur? 


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að spyrja án þess að vita, eru þetta ekki heildargreiðslur af allri Icesave upphæðinni þar sem ekki er tekið inní hvað fæst fyrir eignir gömlu bankanna?

Er fyrsta greiðsla ekki eftir 5 ár?

Er hægt að nota peningana sem fást úr gömlu bönkunum til að greiða niður lánið og minnka þannig vaxtagreiðslur? 

Ég geri mér grein fyrir því að vextirnir bætast ofan á lánsupphæðina þrátt fyrir að fyrsti gjalddagi sé ekki fyrr en eftir 5 ár en er lánið ekki í erlendri mynt, er ekki líklegt að krónan verði búinn að styrkjast eftir 5 ár sem vinnur eitthvað á móti lánsfjárhæðinni í íslenskum krónum?

 Er þá ekki verið að ýkja tölurnar sem falla raunverulega á þjóðina?

Ég spyr með von um svör en ekki til þess að koma af stað illdeilum.

Baldur Guðni Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu, Viggó, hættu! Við ætlum ekki í þetta Evrópubandalag.

Og við megum ekki samþykkja Icesave-svikræðissamninginn.

En taktu eftir: Það bítur ekkert á svikaflokkana, þótt fram komi upplýsingar um, að vaxtaokur Bretanna sé ólöglegt, brjóti á jafnræðisreglum EES-svæðisins, þannig að í stað 280 milljarða í vexti á 7 árum ættum við ekki að borga nema SEX TIL SJÖ milljarða (sjá HÉR og HÉR!); – SAMT keyra þau Jóhanna og Steingrímur á málið, að halda kvöldfundi um það ítrekað, svo að það klárist í vikunni, og hann lýgur upp á heimsfrægan hagfræðing í bankaráði Seðlabankans og lætur alla á sér skilja, að hann ætli ekki á neinn hátt að nýta sér varnir þær í vaxtamálinu, sem sá maður benti á, þótt það gæti sparað okkur 185 milljarða og jafnvel rúma 270 milljarða króna! (sjá tilvísaðar greinar).

Hvað á þjóðin að gera í þessu?

Það verður mótmælafundur á Austurvelli á fimmtudag 26/11 sem hefst kl. fimmtán mín. yfir fimm. Sýnum þessu fólki, hvaða álit við höfum að frumvarpi þess!

Jón Valur Jensson, 25.11.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sýnum þessu fólki, hvaða álit við höfum á Icesave-frumvarpi þess!

Jón Valur Jensson, 25.11.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ef mig minnir rétt eru ekki nema um 8ö-90 þús Íslendingar sem borga raunskatt á Íslandi. Hinir fái endurgreiðslur, þiggja framfærslu á einhverju formi eða eru börn og unglingar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.11.2009 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband