Nýjir kvótagreifar? En nú í "olíuauðlindum" þjóðarinnar ?

Hverjir eru þarna á ferðinni?

Augljóslega ekki íslenskur almenningur eða ríki hans.

Er ríkisstjórnin að koma hér upp nýjum olíuaðli? 

Fari svo að hér við land finnist einhverjar olíuauðlindir.

Þá á allur ábati af henni að renna óskipt í ríkissjóð íslensku þjóðarinnar.

Enn eitt klúður þessarar ríkisstjórnar ef hún er búin að koma upp fyrirfram einhverjum olíugreifum?!

Og þó að ofangreint ætti ef til vill ekki við um þennan einstaka þjónustuaðila.

Hverja er hann að fara að þjónusta.

Og hverju er búið að lofa þeim aðilum?

Eða semja um hvað? 

Augljóslega gera slíkir aðilar sér vonir um að maka krókinn yfirgengilega á þessari mögulegu auðlind þjóðarinnar. 

Ef að sendillinn þeirra er að panta sér skip fyrir yfir sjö þúsund miljónir.   

 


mbl.is Dýrasta skip Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er búið að reikna út allan þann kostnað sem hefur hlaðist utan á útgerð Herjólfs? Miðað við tonnafjölda held ég að Herjólfsútgerðin sé dýrasta útgerð í víðri veröld.Skömm sé Kristjáni Möller og hans fylgisveinum sem þjóðin kaus til að gera rétt.

axel (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:08

2 identicon

Hafðu engar áhyggjur, þetta er kosningablaður úr blöðruselnum.

Það verður engin olía unninn í Íslenskri lögsögu, ef hún fynnst yfir höfuð, fyrr en olíuþurð er farin aða segja til sín í heiminum, segjum eftir 70 - 100 ár.

Hitt er annað mál að hugmyndin er geðveikislega klikkuð og sýnir hugsunarhátt fávitanna, en það má alltaf selja skipið, eða leigja það út til þeirra sem not hafa fyrir það.

Gáfulegast er að sjáfsögðu að leigja skip daginn þann.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:28

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru til ýmsar skýrslur hjá Vegagerðinni Axel.

Herjólfur er nú einu sinni "þjóðvegurinn" til Vestmannaeyja.

Þar búa fjórum til fimm sinnum fleiri en á Siglufirði.

Göngin þangað enduðu í fimmtán þúsund miljónum.

Það fyllirí er eitthvað dýrasta landsbyggðarfyllrí sem þingmennirnir okkar hafa farið á.

Í kostnaðarsamanburði á Herjólfi eða Siglufjarðargöngum miðað við fjölda íbúa.

Kemst kostnaður við Herjólf varla á baksíðuna á blaðinu.

Og því síður ef miðað væri við hlutdeild í þjóðarframleiðslu eða útflutningsverðmæti.

Þá endar kostnaðurinn við Herjólf sem einhverjir smáaurar sem vart tekur að nefna.

Viggó Jörgensson, 20.3.2013 kl. 22:31

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér innleggið V.Jóhannsson.

Á þessu skemmtilega innleggi um blöðruselinn ætla ég að sofa í nótt.

Viggó Jörgensson, 20.3.2013 kl. 22:33

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvaðan úr ósköpunum boppar þetta upp allt í einu, - öllum að óvörum. Allt í einu er komið eitthvert félag til þess að annast "þjónustu" við eitthvað úti í hafi, sem ekki er til, og einhver kemur frá Kanada og segist ætla að stunda einhverja þjónustu úti í hafi, við eitthvað sem ekki er til.

Og hvaðan koma þessum mönnum peningar ? Þetta er allt saman dálítið undarlegt og almeningur á heimtingu á útskíringu.

Og hversvegna er þá ekki samið um smíðina hér innanlands ? Slippstöðin á Akureyri færi létt með að smíða svona skip.

Tryggvi Helgason, 20.3.2013 kl. 22:35

6 identicon

Þú ættir nú að kynna þér það, Viggó, hverjir það eru sem vilja að þjóðin njóti auðsins og hverjir ekki (http://www.dv.is/frettir/2012/12/14/sus-osammal-setum-um-oliusjod/)

Alexander (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 23:00

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er von að þú spyrjir Tryggvi.

Vita menn eitthvað sem þjóðin hefur ekki verið upplýst um.

Mér þætti fróðlegt að sjá rekstraráætlanir um þetta skip.

Hvenær þessi fjárfesting, upp á 7.3 miljarða á að koma úr kafi. 

Hef ekkert heyrt af því frekar en þú, að talað hafi verið við íslenska aðila um þessa smíði.  

Viggó Jörgensson, 21.3.2013 kl. 09:59

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér fyrir þennan hlekk Alexander.

Ég hef aldrei tekið sérstaklega mark á yfirboðum stuttbuxnadeilda.

Eins og alltaf reyna ungir menn að yfirbjóða hina eldri í róttækari útfærslum á stefnunni. 

Það sáum við í útrásinni þar sem ungir menn ætluðu að kenna öðrum þjóðum bæði banka- og verslunarrekstur.

Og það þjóðum sem höfðu byrjað í slíkum rekstri, svona eins og sex sjö hundruð árum á undan okkur.

Ég er sammála forsetanum um olíusjóðinn.

Á síðasta ári bloggaði ég um þá blekkingu að tala um þjóðareign og er markleysa að setja í stjórnarskrá.

Íslenska þjóðin getur ekki verið eigandi að auðlindum frekar en íslenska landnámshænan sem var dæmið sem ég tók.

Nema í gegnum Ríkissjóð Íslands sem er lögaðili er getur átt réttindi og haft skyldur að lögum.

Þannig að ef stjórnarskrárgjafar vilja tala um þjóðareign til annars en að blekkja þjóðina. 

Þá þarf að standa að auðlindirnar séu eign Ríkissjóðs Íslands.

Það hefur gildi að lögum.

Hitt er sýndarmennska og blekking er sýna vel hversu ómerkilegir stjórnmálamenn okkar eru.

Viggó Jörgensson, 21.3.2013 kl. 10:16

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er bloggið um "þjóðareignina" Alexander: 

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1231496/

Viggó Jörgensson, 21.3.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband