Frumvarpið er aðlögun að ESB.

Ekki er annað að sjá en að frumvarp þetta sé aðallega aðlögun að kröfum ESB.

Auk þess er veiðigjaldsfrumvarpið um meiri skattlagningu, fyrst um sinn, eða þar til ESB á að taka yfir.

Hin blekkingin er um að þessar auðlindir séu eign þjóðarinnar samkvæmt frumvarpinu. 

Það er bara orðaleikur sem ekkert gildi hefur að lögum frekar en það dugði í þeim fyrri.   

Lögin gætu rétt eins sagt að íslenska landnámshænan væri eigandinn og kæmi á sama stað niður fyrir þjóðina. 

Ríkissjóður Íslands er eini aðilinn sem getur verið eigandi að einhverju, fyrir hönd þjóðarinnar.

Allt tal um annað er ekki pappírsins virði. 

Og hvað sem því líður hvort að villtur fiskstofn geti talist eign eða ekki. (Nytjastofnar skv. frv.)

Þá getur rétturinn til fiskveiða verið eign í skilningi laga.  

Eigi stjórnmálamenn við það í alvöru - sem þeir gera ekki - að fiskveiðiheimildirnar ættu að verða þjóðareign. 

Þá væri ekki um annað að ræða en að taka fiskveiðiheimildirnar eignarnámi í ríkissjóð. 

Og greiða eigendum fullar bætur fyrir samkvæmt lagareglum um eignarnám.

Setja svo í stjórnarskrána berum orðum að fiskveiðiheimildirnar séu ævarandi eign ríkissjóðs Íslands. 

Ekkert minna gerir hið minnsta gagn nema til að blekkja almenning, sem er jú ætlunin.

Enn fremur ætti að standa í stjórnarskránni að Íslenska ríkinu væri óheimilt:

Að ráðstafa fiskveiðiheimildunum með nokkrum hætti til einstaklinga eða lögaðila. 

Nema að þeir væru að öllu leyti íslenskir, stjórnarmenn og allir hluthafa íslenskir. 

Og allt saman starfandi, búsett og með lögheimili á Íslandi, skipin og áhafnir íslenskar og skráð hérlendis.  

Og þar á ofan að enginn nema íslensk stjórnvöld og stofnanir þeirra geti farið með stjórn fiskveiða.

Og algerlega óheimilt að framselja það stjórnvald út úr landinu eða til alþjóðlegra stofnanna.  

Sama blekkingin um þjóðareign, eða landnámshænuna, er svo uppfærslunni í leikritinu um stjórnlagaráð.

Það er ekkert að lagast á nýja Íslandi. 

En prýðilegur gangur í svikráðum hvers konar. 

Hér eru dæmi um ákvæði sem eru aðlögun að ESB:  

"3. gr. Gildissvið.

...Lög þessi gilda um ...    ...samkvæmt heimildum í milliríkjasamningum og öðrum réttarheimildum þjóðaréttar.

Lög þessi gilda með þeim takmörkunum sem leiðir af samningum við erlend ríki og reglum þjóðaréttar..."

(Taka ber fram að orð eins og ævarandi geta ekki bundið stjórnarskrárgjafa framtíðarinnar.

Slík orð eru aðeins til að hnykkja á vilja þess stjórnarskrárgjafa sem setur slíkt ákvæði. 

Allt að einu verður slíkum ákvæðum ekki breytt nema með alþingiskosningum á milli þinga. 

Þjóðin hefur þá alltaf tækifæri til að hreinsa þá út af Alþingi sem flytja breytingatillögur sem henni líkar ekki við.

Og hér gildir einnig að þá er átt við núverandi reglur um breytingu á stjórnarskránni sem standa í henni sjálfri. 

Þeim væri einnig hægt að breyta, með stjórnarskrárbreytingu samkvæmt núverandi breytingarreglum. 

Þannig að breytingarreglurnar yrðu öðru vísi í framtíðinni. 

Til dæmis að Alþingi samþykkti breytingartillögu og svo myndi þjóðin kjósa sérstaklega um þá tillögu.  Svo mætti hafa ákvæði um að rjúfa yrði það þing og boða til kosninga ef þjóðin felldi þá breytingatillögu Alþingis. 

Eitt er þó ljóst að í framtíðinni getur þjóðin tekið upp hvaða breytingu á stjórnskipan sinni sem henni sýnist.   Bara að breytingarnar fari eftir þeim breytingareglum sem gilda á hverjum tíma. 

Um það hvað þjóðin gerir í þessum efnum í framtíðinni ráðum við núlifendur engu um. )   

 


mbl.is Styður frumvarpið ekki óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband