Margt vantar ennþá í ökunámið.

Hjólbarðar hafa í mörgum tilfellum skilið á milli lífs og dauða. 

Gott mynstur á hjólbörðum skiptir ekki aðeins máli í snjó og hálku. 

Mynstrið, og dýpt þess, skiptir gífurlegu máli á malarvegum.

Það er ekki teljandi munur á að aka á mjög slitnum hjólbarða í hálku eða á malarvegi.

Of hefur tíska leitt til þess að allt of breiðir hjólbarðar eru undir bílum miðað við þyngd þeirra.

Það leiðir ekki einungis til meira slits á stýrisendum, og stýrisvölum, auk þess að gera bílanna erfiðari í stýringu.

Bílar á of breiðum dekkjum fljóta fyrr upp úr snjóslyddu og upp úr vatni á mjög blautum vegum.

Þá missa hjólbarðarnir samband við yfirborð vegarins og bíllinn verður stjórnlaus þar til hraðinn minnkar þannig að samband náist á ný.  

Stórhættulegt getur verið að hafa mismunandi loftþrýsting í hjólbörðum bæði gagnvart hemlun og stýringu.

Sama er að segja um að mismunandi gerð af hjólbörðum séu á sama ási bílsins.  T. d. að framan. 

Útfjólubláir geislar sólarinnar og óson eru helstu óvinir gúmmísins í hjólbörðum.

Áhrif þeirra ásamt bensíngufum brjóta gúmmíið smásaman niður þannig að fyrst byrja hliðar hjólbarðanna að springa litillega meðfram felgunum.

Þegar sprungurnar hafa myndast fer hjólbarðinn að skemmast hraðar.  Gúmmí og trefjalög fara að fúna.

Þegar þar eru komið fara hjólbarðarnir smá saman að verða hættulegir og tími kominn til að huga að skiptum. 

Sé rifa kominn inn að vírunum í hjólbarðanum ryðga þeir hratt og hjólbarðinn er í rauninni ónýtur og stórhættulegur. 

Hjólbarðar eru merktir með framleiðsluári og tímabili og sums staðar, t. d. í Þýskalandi, má aðeins nota hjólbarða í tiltekinn árafjölda.

Hjólbarða sem byrjaðir eru að springa, meðfram felgunum, á alls ekki að nota að framan nema á hægfara tækjum með gúmmíslöngu að auki. 

Á stærri bílum er góð regla að hafa nýja, eða nýlega, hjólbarða að framan og færa hina á afturása og ljúka notkun þeirra þar. 

Fyrr á árum voru alltaf sérstakar gúmmíslöngur innan við hjólbarðanna en notkun þeirra minnkar sífellt.

Nú er loftventillinn yfirleitt á felgunni sjálfri þannig að hjólbarðinn verður að vera loftþéttur.

Þá reynir á að ryð sé ekki innan á felgubrúnunum því þá fer að leka með þeim þannig að dekkið er sífellt loftlausara en hin. 

Í dag eru hjólbarðar miklu betri framleiðsla en var fyrir nokkrum áratugum.

Flutningabílstjórar gerðu þá ráð fyrir að springa myndi einu sinni, til tvisvar, í hverri ferð út á land. 

Nú er það undantekning.  Þá voru hjólbarðarnir bæði úr lélegra efni en einnig eru vegirnir vissulega betri nú. 

Á hjólbörðum eru einnig merkingar um leyfilegt hraðasvið þeirra og leyfilega þyngd. 

Ekki má til dæmis nota vinnuvélahjólbarða á tæki sem ekið á hraða langt umfram hraða vinnuvéla.

Gífurleg þróun er enn í framleiðslu á betri hjólbörðum.

Það nýjasta sem snýr sérstaklega að okkur Íslendingum eru svokallaðir harðskeljahjólbarðar. (Fleiri kalla það harðskeljadekk eða harðkornadekk).

Með tilkomu þeirra er alger óþarfi að hafa nagla í hjólbörðum þeirra bíla sem ekkert fara út fyrir þéttbýli.

Almennt hafa menn of mikið traust á nagladekkjum og snjódekkjum yfirleitt.

Fæst leiða að því hugann hver litið viðnám er við veg með hálkulagi á miðað við þurrt yfirborð vegarins. 

Í svokallaðri fljúgandi hálku, hálku með vatni á veginum, má eiginlega segja það lyginni líkast að bíllinn sé yfirleitt á veginum.

Og það þó að ekið sé á bestu gerð af harðskeljahjólbörðum eða negldum hjólbörðum. 

Að þessum sannindum oft, því miður, þeir sem einnig eru í hliðarvindi í viðbót við hálkuna.

Í slíkum aðstæðum eru snjókeðjur það eina sem er í rauninni öruggt.  Naglar eru það ekki og alls ekki í beygjum, halla eða hliðarvindi. 

Nýlegir bílar eru einatt búnir gríðarlega fullkomnu stöðugleika og spólvarnarkerfi og hefur það ábyggilega bjargað mörgum. 

Engu að síður erum við einatt að aka á fáránlegum hraða á þjóðvegunum hérlendis þegar snjór og hálka er á þeim.  

Á síðustu áratugum hafa menn fundið upp á því snjallræði að hleypa úr hjólbörðum í miklum snjó í fjallaferðum. 

Í þeim tilfellum er það því kostur að vera á stórum og belgmiklum hjólbörðum. 

Þeir geta að sama skapi verið hættulegir við akstur yfir ár ef hjólbarðarnir eru sérstaklega stórir miðað við þyngd bílsins. 

Banaslys hafa orðið hérlendis þar sem örlitlir jeppar á risastórum hjólbörðum flutu upp í ám sem aðrir jeppar fóru klakklaust yfir. 

Það er ágæt þumalfingursregla að bíll breytist í bát þegar vatna nær upp undir miðjar hurðir. 

En fyrr ef risastórir hjólbarðar eru undir frekar litlum jeppa. 

Man efir því, í Þórsmörk í gamla daga, að eigendur Suzuki jeppa voru að bera í þá grjót áður en þeir lögðu yfir Krossá.  


mbl.is „Dekk eru ekki bara dekk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband