Össur, og jafnvel forsetinn, fari strax til Tyrklands og leysi málið. - Nýtt Tyrkjarán.

Þetta mál er það fáránlegasta sem komið hefur í fréttum í langan tíma.

Þetta er allsherjar móðgun við íslensku þjóðina að einhver okkar sé handtekinn fyrir að kaupa stein.

Og sé í fangelsi sem ekki eru yfirleitt svínum bjóðandi og eigi yfir höfði sér ævilangt fangelsi í þeim viðbjóðslegu vistarverum.

Utanríkisráðherra okkar getur ekkert gagnlegra haft fyrir stafni en að fara eingöngu í þetta mál þar til að er leyst.

Og ekki þætti mér of í lagt þó að forsetinn yrði með í för til Tyrklands og kæmi ekki heim aftur fyrr en málið væri leyst.

Svo halda tyrknesk stjórnvöld að þau fái inngöngu í Evrópusambandið, og þar með á EES svæðið með okkur.

Það þarf að gera þeim ljóst að ef þau vilja inngöngu í sambönd siðaðra þjóða þá þurfi þau að haga sér eins og siðað fólk.

Þessi handtaka er fullkomlega óþolandi. 

Svo er spurningin hvort að lögreglumennirnir séu að bíða eftir mútugreiðslum.

Að við þurfum að kaupa manninn lausan eins konungur þurfti að gera eftir Tyrkjaránið forðum? 

Eftir að hafa séð kvikmyndina Midnight Express, árið 1978, ákvað ég að fara aldrei til Tyrklands.

Gaman væri að vita hvaða áhrif myndin hafði á ferðamannaiðnað Tyrkja. 

Tyrkjir kvörtuðu ákaflega yfir Midnight Express og hvernig þeim var lýst í myndinni.

Gera þarf tyrkneskum stjórnvöldum grein fyrir að mál þessa Íslendings verði ekki látið fara lágt. 

Að það sé einfaldlega ekki óhætt að ferðast til Tyrklands af því að yfirvöldum sé ekki treystandi.

Varla auglýsingin sem þau vantar. 


mbl.is Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að það voru ekki Tyrkir í tyrkjaráninu!

Hólmfríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 15:03

2 identicon

Já þetta er hrikalegt. Ég fyrir mína parta mundi samt aldrei nokkurtíma stíga fæti inn í þriðjaheimsland. Hvsð þá múslimaland. Múslimir eru villimenn og það vita allir.

óli (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 17:55

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er sammála.Þetta mál er þannig eðlis að það á að gera allt sem hægt er.Á ekki að kalla sendiherra þeirra á fund og hóta slitum á stjórnmálasambandi ef ekkert er gert?Held það bara.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.3.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ræningjarnir komu frá Tyrkjaveldi Hólmfríður.

Annars vegar aðmírjáll Tyrkja sem var að vísu hollenskur á skipi sem lagði af stað frá Marokkó.

Hins vegar skip frá Alsír sem var undir stjórn Tyrkja.

Og þar var fólkið selt, í Tyrkjaveldi sem sagt.

Viggó Jörgensson, 10.3.2013 kl. 19:23

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég fer hiklaust til þriðja heims landa Óli.

Svo fremi sem ég veit að yfirvöldum þar sé treystandi.

Viggó Jörgensson, 10.3.2013 kl. 19:24

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er ekki viss um að það sé það besta Jósef Smári að slíta stjórnmálasambandinu.

En hins vegar þarf að setja gífurlegan þunga í málið.

Þarna er mútuþægni og alls herjar botnlaus spilling í stjórnkerfinu.

Gera þarf Tyrkjum grein fyrir að þarna hafi þeir farið rækilega yfir strikið.  

Viggó Jörgensson, 10.3.2013 kl. 19:26

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Já, ég er sammála þér Viggó, þetta er ekki boðlegt.

hilmar jónsson, 10.3.2013 kl. 19:27

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Hilmar.

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 00:13

9 identicon

Voðalega er þetta eitthvað einfeldningslegt hjá þér, Tyrkirnir í Tyrkjaráninu voru ekki frá Tyrklandi í nútímalegum skilningi heldur frá Alsír, Marakkó og fleiri löndum við Miðjarðarhaf. Lestu þetta: http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=5770

Svo horfiðu á kvikmynd og ákveður þá að Tyrkland sé ekki land sem þú vilt heimsækja... Það væru ekki mörg lönd eftir ef þú færir alltaf eftir því sem kvikmyndirnar segja, nefni sem dæmi Hostel, Reykjavík Whalewatching Massacre, Schindler´s list, Texas Chainsaw Massacre og fleiri góðar.

Varðandi þetta leiðindarmál þá vona ég að það leysist fljótleg úr þessu en róum okkur á Tyrkjarasisma.

Björgvin Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 00:37

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo getum við ekki einu sinni efnt til mótmælastöðu við einhverja ræðismannsskrifstofu Tyrkja.

Þeir hafa engan ræðismann á Íslandi, sendiherra Tyrkja í Osló hefur fyrirsvar fyrir Tyrkland gagnvart Íslandi.

Óskiljanlegt að sendiherra Íslands í Osló hafi þá ekki fyrirsvar fyrir Ísland  gagnvart Tyrklandi.

Nei það er sendiherrann í Kaupmannahöfn. 

Varla getur það verið til að liðka fyrir þeim persónulegu samskiptum

sem mér skilst að sé ástæðan fyrir því að við séum með sendiráð yfirleitt.  

Það vantar hins vegar ekki að við höfum þrjá tyrkneska ræðismenn í Tyrklandi eða í Ankara, Istanbúl og Izmir.

Hvaða gagn sem verður nú af því?

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 00:47

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ef einhver vill senda sendiráði Tyrklands, gagnvart Íslandi, mótmæli

þá er facebooksíðan hér: http: //www.facebook.com/turkishembassyinoslo

og tölvupóstfangið hér: embassy.oslo@mfa.gov.tr

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 01:08

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Björgvin.

Við vorum ekkert að tala um nútímaskilning.

Þegar Tyrkjaránið átti sér stað var Tyrkjaveldi risastórt og þar stjórnuðu Tyrkir.

Ég veit vel að það er einfeldningslegt að sjá eina mynd og taka slíka ákvörðun.  

En ég var ungur þá og gat samsamað mig með þessum unga manni sem lenti þarna í fangelsi.  

Í Tyrklandi er fólk hvorki betra eða verra en í öðrum löndum geri ég ráð fyrir.

Þekki bara einn Tyrkja og það er aldeilis yndisleg stúlka.

Þessi fræga óskarsverðlaunamynd skemmdi ímynd Tyrkja í heimsbyggðinni sem var verulega slæmt fyrir þá.

Og auðvitað ósanngjarnt þar sem öllum Tyrkjum var lýst á mjög ógeðfelldan hátt.

Sem var allt annað en í bókinni Midnight Express sem var lýsing á því sem gerðist í raun og veru.

Í áratugi var kvikmyndin aðalheimild Bandaríkjamanna um Tyrkland. 

En hvað um það. Hér neðst geturðu séð ársgamla grein um fangelsin í Tyrklandi, að vísu þau verstu en það nægir mér alveg.

Ég persónulega fer ekki til landa þar sem yfirvöld hafa ekki vit á að tryggja að ferðamenn lendi ekki í svona uppákomum.

Ég býst við að lögreglumennirnir þarna séu vanir því að fólk einfaldlega múti þeim út úr vandræðunum.

En það kunnum við Íslendingar oftast ekki og tökum ekki áhættuna af að lenda þá í ennþá meiri vandræðum.

Ég er sem sagt ekki sérstaklega haldinn Tyrkjarasisma.

En þoli ekki gjörspillt lögregluríki, þar sem spilling, mútur og óáreiðandlegheit eru alls ráðandi í samskiptum fólks við yfirvöld.

Svo er ég á móti ríkjum sem hafa dauðarefsingu í sinni löggjöf.

En hér er sem sagt þessi hlekkur á fangelsin: http://mrzine.monthlyreview.org/2012/buglalilar030812.html

Svo hef ég mér til afbötunar að hafa nýlega bloggað um lönd sem ekki er óhætt að ferðast til.

Og Tyrkland er ekki á þeim lista, þó að ég sé ekki á leiðinni þangað.   

http://www.viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1278136/

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 03:18

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

En þú sérð eftir að hafa lesið greinina um tyrknesk fangelsi Björgvin. 

Að tyrkneskum yfirvöldum hefur síður en svo farið fram í mannréttindamálum. 

Ástandið þarna er bara hroðalegt.

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 03:32

14 identicon

As a Turk, I truly hope the situation resolves & Davíð Örn returns back home within the soonest convenience.
I share the exact same demands as you all do, waiting across the TV or internet screen, hoping that all accusations are released today so we can all just breathe out.


There is one matter that I really can't stand not bringing up unfortunately. That would be the obvious way Viggó Jörgensson & some others are puking HATRED towards an entire 783,000km2 sized country, along with every single inhabitant within it's boundaries.
What do you know about my country? Does your notion on a whole nation depend on 3 completely irrelevant assumptions & mid-air material?

Is this the vision of an open minded, evolved, sophisticated human being with upper class European background?
I'm no way in the mood to argue with a race targeting scum like you, but here is your plate full of truth;

* Jan Janzoon was a Dutch pirate, going under the name "Murat Reis", looting ships & coastal towns along with his Barbary pirates from Algeria, Morocco, Tunisia for treasure. The so called "Turkish Raids" were an unfortunate incident named after us; as the Ottoman sultanate had nothing to do with the incident. It was a "captive score" bet between pirates. Read Ólafur Egilsson's memoirs on this, it is clearly stated it has nothing got to do with modern-day Turkey. I'm not defending anything here, I'm correcting your false statement, thus leaving you some nerve.. read it yourself.

* Turkey is a secular (Laic) democratic country formed on Ataturk's mindset. Do you think an average Turkish citizen supports it's no good current puppet government? Things are a bit different, we are a cauldron of cultures. I'm aware things are as bright as it is up there, but what relevance does this have with Davíð being held in custody?

* I don't believe in praising some 2000 year old bearded beduin. How dare you brand me & my fellow citizens as "Savage Muslims"? Everyone is born to the church up there in Iceland, but during my stay did I rarely confront a believer who is still registered to the church. Would it be right for me to make a statement about your beliefs as an whole populous? Besides, who gives a damn what somebody believes in? Turkey is not run by Islam, It's more a part of what was inherited from the past, from the Seljuk/Persian traders. We also have Roman Catholic, Ortodox, Jews, even Tataric shamans.. so what? Oh, still nothing got to do with Davíð..

* Anatolia stands for "Minor Asia", which is the Eurasian bridging country between continents. We are mostly Asia. Our language, culture, Latin alphabet relies on Central Asia as well as it's combined Southeastern European roots. I personally would NOT turn towards the EU/EEA for membership, but would surely continue developing the country's trading links with the outer world. Too bad I'm not in charge.. Davíð has no relevance, once again.

* If you pushed away the chance to visit Turkey due to an awfully exaggerated movie shot by Turkophobic retards, which later even it's own protagonist apologized for taking part in, I laugh at you pitifully. Don't come anyway.

* A couple in front of me got into serious trouble in Sweden while entering Landvetter airport due to two (2) plastic container full of volcanic dust from Valahnukur. Good thing they hadn't mailed those purchases' voucher for a tax refund back in Iceland. Or they could've been in deep crap too, eh?


Anyway, I shall ignore all of your existence & head off for Akureyri in June. As I said, hope Davíð makes it out soon.
Meanwhile, keep hating me & my "third world" country.

(Wait, how come we're amongst the top GDP/PPP economies in the world? We were NATO since 1952 also? One of the first countries to have women in the general elections, at a time when women in a significant number of Central European countries had no voting rights? getting interesting..)

Onur Karabulut (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 01:28

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Onur Karabulut.

Ég bið þig afsökunar á að vera að rifja upp svokallað Tyrkjarán sem ég gerði bara til að vekja athygli á málstað Davíðs Arnar.

Við Íslendingar rændum fólki á víkingaöld, sjáðu til svo ekki vorum við betri. 

Sú fortíð hefur ekkert að gera með okkur núlifendur í Tyrklandi og á Íslandi.

Ég skil vel að þú skammist þín fyrir þessa uppákomu með Davíð Örn. 

Og ég get fullyrt að nærri allir Íslendingar eru reiðir yfir þessu máli. 

Ég tók skírt fram að:  

 "...Í Tyrklandi er fólk hvorki betra eða verra en í öðrum löndum geri ég ráð fyrir.

Þekki bara einn Tyrkja og það er aldeilis yndisleg stúlka..."

Síðast þegar ég hitti þá stúlku var ég einmitt að dáðst að secular kerfinu ykkar og var að vonast til að fleiri þjóðir tækju það upp.

En það breytir því ekki að yfirvöld í landinu ykkar eiga langt í land með að laga stjórnkerfið ykkar. 

Hvergi eru fleiri pólitískir fangar.

Það eru yfir 700 háskólastúdentar í fangelsi fyrir að taka þátt í lýðræðislegum mótmælum. 

Það er gífurlegur fjöldi barna í fangelsi í Tyrklandi.

Lestu skýrsluna sem ég geri ráð fyrir að Tyrki hafi samið:

http://mrzine.monthlyreview.org/2012/buglalilar030812.html

Hvað segirðu mér svo um þetta?

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 12:29

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég tek undir afstöðu þína, Viggó. Ég skal hundur heita ef ég læt til leiðast að álpast með ástvinum mínum til Tyrklands. Kynntist tyrkjum úr tveimur múslimasöfnuðum árin 2006 - 2011, eða í 5 ár, í Danmörku. Annar söfnuðurinn um 300 manns, var leiddur af ímám sem hvorki kunni ensku né dönsku og hafði það verkefni að leiða bænir, þegar 3 - 4 karlpungar úr safnaðarstjórninni nenntu að mæta. Hafði eftir einum þeirra að þeir væru með ímáma á launum tyrkneska trúmálaráðuneytisins í 52 löndum víðs vegar um heiminn. Að auki reyna þeir að laða/þvinga börn sín til Kóranlesturs, jafnvel þegar önnur börn eru í haust-, jóla-, vetrar- og páskafríi, því Kóranskólar hafa verið bannaðir í Danmörku, en þá bregða múslimir á það ráð að stofna menningarsetur og halda áfram innrætingunni á sama hátt.

Tyrkir, ásamt öðrum múslimatittum, stunda það sem hobbý að flytja inn alls kyns búrkur, slæður, tyrknesk og arabísk trúismarit, selja þetta á vor- eða sumarbazar í og við moskur sínar, án þess að borga innflutningsgjöld eða skatt af sölu sinni.

Turkey is not run by Islam, It's more a part of what was inherited from the past, from the Seljuk/Persian traders.

Þessi tilsvör eru dæmigerð fyrir tyrki af múslimakyni. Trúa og ljúga "í góðri trú". Einhver hefur lapið þessu í Onur Karabulut og hann lepur þessu áfram sem "heilögum sannleika". Tyrkir eru jú hræsnarar eins og krisnir að því leytinu til að þeir tilheyra flestir stærsta söfnuði lands síns sem áður var þjóðkirkja eða þjótrú. En það sést best á sókn múslimanna til föstudagsbæna í moskunum.  Þar er innan við 4% meðlimanna mættur, líkt og gerist hjá kristnum í sunnudagsmessur. Það er þó grundvallarmunur á lífi múslima í tyrklandi og lífi kristinna í kristnu löndunum. Múslimurinn er meira háður fjölskylduböndum sem stýrt er af fanatískum múslimum. Ef hann hlýðir ekki, á hann von á refsingu í þeim anda sem þeir taka á útlendingum fyrir að asnast til að kaupa falsaðar fornminjar af þeim.

We also have Roman Catholic, Ortodox, Jews, even Tataric shamans.. so what?

Já, og þið hafið fleiri sem ekki njóta sömu réttinda og "þjóðtrúaðir" tyrkir. Sviptir rétt til kosninga, heilbriðgiðsþjónustu, skólagöngu, að kaupa og selja jarðir og fasteignir o.s.frv. Hér er smá tilvitnun í ástandið í landi fyrrum fótboltamannsins Erdogans:

Turkish rulers, from Ottoman times to the present-day neo-fundamentalist regime of Recep Tayyip Erdogan, have never been comfortable with the Alevi Muslims. Counting a quarter of Turkey’s current domestic and diaspora population of 80 million, Alevis emerged in the 16th century as eastern Anatolian peasant rebels. They supported Shia Persia, then governed by a mystical Sufi shah, against the Turkish sultan, who was also the supreme religious authority (caliph) of Sunni Islam. Alevi beliefs combine Shia devotion to Imam Ali Ibn Abi Talib, the cousin and son-in-law of Muhammad who was assassinated in 661, Sufi metaphysics, and elements of pre-Islamic Turkish shamanism and Kurdish social traditions.

Erdogan's Justice and Development Party (AKP), like its secular predecessors, subsidizes Sunni mosques in Turkey and abroad, exercising extraterritorial control over them in Germany and elsewhere Turkish Sunnis emigrate. These functions are carried out by the Turkish state’s Islamic affairs directorate, known as the Diyanet.

But the condition of the Alevis is a case study in how Islamic authorities often treat heterodox Muslim believers as “apostates.” Unfortunately for the Alevis, the Ankara government will not finance their cemevi or include them in the official Islamic affairs directorate. Instead, the Alevis are told that they should pray in the Sunni manner, in Sunni mosques.

The pre-Erdogan secular order, which banished Islam from the public sphere, held the same posture: religion should be excluded from politics, but only Sunni Islam was afforded official recognition in matters of faith. The situation of Kurdish Alevis in Turkey is triply negative. They are impoverished, members of a despised religious minority, and belong to an ethnic group that, according to most Turkish politicians, has no right to cultural autonomy. Since the early 20th century, Turkey has been considered a country composed only of Turks by citizenship and assimilation—including Greek and Armenian Christians, and Sephardic Jews, as well as Kurds and other minorities.

Alevis in Turkey now express eloquent discontent with AKP policies on religion. Late in June, Kurdish Alevi writer Cafer Solgun, interviewed by the pro-Erdogan Turkish daily Zaman (Time), averred that the secularist Republican People’s Party or CHP was “manipulating” Alevis against the AKP. But he noted that AKP overtures to them, which he had supported and in which he participated, had been found unsatisfactory by the Alevis.

Beginning in 2009, the AKP government organized seven “workshops” with Alevi organizations, a hitherto-unimaginable initiative. The workshops were restricted to Alevi entities inside Turkey, while much Alevi activity is centered in Western Europe (Germany may have a million Alevi residents today, out of about 4.5 million people of Turkish and Kurdish origin). Some Alevi representatives who attended the first workshop were dissatisfied and did not return for the other six. The Alevis perceived the workshops as opportunities for the AKP’s Sunni clerics to browbeat them.

Sigurður Rósant, 12.3.2013 kl. 12:39

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þó við höfum mikið og margt við stjórnarhætti að athuga í ýmsum löndum Sigurður Rósant.

Þá er bannað að taka fyrir kynþætti, þjóðir eða trúarbrögð í heilu lagi.

En ég er sammála þér í því að það er óþolandi að innflytjendur, hvar sem er, ætli sér alls ekkert að aðlagast nýja landinu.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 14:06

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Nú flokkast það undir "lífsskoðun" að segja það sem manni finnst um kynþætti, þjóðir eða trúarbrögð í heilu lagi og hægt að sækja um skráningu fyrir áhugahópum í þeim geira skv. nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á lögum um skráð trúfélög eins og þú sjálfsagt veist, Viggó.

Þá er lítið annað eftir en að semja lífsskoðunardoðrant í líkingu við Biblíuna og Kóraninn sem eru yfirfullir af yfirlýsingum af því tagi sem þú segir að séu bannaðar sbr. 1. Pét. 4:3-5.

Nógu lengi hafið þér gjört vilja heiðingjanna og lifað í saurlifnaði, girndum, ofdrykkju, óhófi, samdrykkjum og svívirðilegri skurðgoðadýrkun. Nú furðar þá, að þér hlaupið ekki með þeim út í hið sama spillingardíki; og þeir hallmæla yður. En þeir munu verða að gjöra reikningsskil þeim, sem reiðubúinn er að dæma lifendur og dauða.

Hér er lífsskoðunarhópnum "heiðingjar", gert ljóst að þeirra bíður refsing Guðs, hvorki meira né minna. Verður þessi ritningargrein áfram lögleg (lögvernduð skv. stjórnarskrám o.s.frv.) og þá kannski nýjar hótanir heiðingja í garð trúaðra í þeirra helgidoðröntum framtíðarinnar?

Í súru 3:85 Kóransins eru allir aðrir en múslimir fordæmdir:

Kjósi einhver aðra trú en Íslam, þá verður ekki á hana fallizt, og í veröld komandi mun hann ósigur bíða.

Eru þýðendur eða útgefendur þessara yfirlýsinga nokkuð ábyrgir fyrir því sem þeir láta frá sér fara, eða geta þeir sagt sem svo í það óendanlega - þetta stendur bara þarna í okkar "heilögu ritningum" og við trúum því að þau séu Guðs orð?

Ég spjallaði við lækni í einu ríki Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum um múslimi í hans heimalandi Íran. Hann sagði mér að ef hann mætti konu í búrku frá sínu heimalandi, myndi hann hrækja framan í hana. Mér brá við þessa yfirlýsingu, en ég skil afstöðu hans æ betur eftir því sem ég kynnist fleiri hliðum á múslimum. Þeir þurfa reyndar á hjálp að halda gegn sínum "trúisma", en ein aðferðin gæti verið fólgin í því að hrækja framan í þá.

Sigurður Rósant, 12.3.2013 kl. 15:34

19 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég var nú bara Sigurður Rósant að minna sjálfan mig, þig og alla aðra á eftirfarandi grein í almennum hegningarlögum:

"[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)"

En annars alls ekki illa meint.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 17:44

20 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Viggó, ég kannast vel við þessa grein og tók þessu svo sem ekkert sérlega illa upp. En það má líka rifja upp hve trúaðir eru sjálfir sekir um að standa vörð um álíka háð, róg, smánun og ógnun þá sem er að finna í garð trúlítilla, trúlausra, heiðinna, skurðgoðadýrkenda, kristinna, Gyðinga og annarra í þeirra eigin ræðum og ritum.

Trúaðir eru tilbúnir að láta lífið fyrir sína sannfæringu og ég er tilbúinn að dúsa í íslenskum fangelsum fyrir mína sannfæringu, enda hin besta vist, skilst mér.

En, gott hjá þér að rífa kjaft yfir þessum mannréttindabrotum tyrkja.

Sigurður Rósant, 12.3.2013 kl. 18:34

21 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú segir sko satt Sigurður Rósant.

Að trúarofstækismenn eru allra vestir þegar kemur að munnsöfnuði og sleggjudómur.

En ærast svo gjörsamlega þegar þeir telja að sjálfum sér vegið.

Þess vegna er vissara (og sanngjarnara) að segja:

"...Sumir Tyrkir, ásamt nokkrum öðrum múslimum...

frekar en:

"... Tyrkir, ásamt öðrum múslimatittum,...

Svona svo að maður verði ekki kærður eða sakaður um að ráðast á heilar þjóðir eða alla sem ástunda tiltekna trú.

En kærar þakkir fyrir að segja okkur frá þessum málum sem þú varðst vitni að í Danmörku.

Óþolandi að fólk sem ekki kann dönsku sé kannski orðið danskir ríkisborgarar.

Ætli sér alls ekki að aðlagast danskri menningu.

Heldur séu þvert á móti að grafa undan dönsku þjóðfélagi og menningu vesturlanda yfirleitt.

Slíkt fólk á hiklaust að reka úr landi og heim til sín.

Slíkt fólk á að halda sig í sínum heimalöndum.

Það verða menn að þora að segja upphátt.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 19:44

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég vissi nákvæmlega hvað ég mátti og hvað ekki skv. 233.gr.a. hegningarlaganna. Maður er búinn að sýna þessum múslimatittum allt of mikla linkind (naivisma) og skilning, en staðreyndin er bara sú að þeir ganga á lagið og heimta meira, sbr. Hamas á Gasa, er þeir segjast ekki lengur verja öryggi kvenna sem ætluðu að taka þátt í maraþonhlaupinu, sem var svo aflýst eins og kunnugt er.

Við eigum ekki að gefa þeim neitt eftir og gefa skít í þetta ákvæði hegningarlaganna á sama hátt og Reykjavíkurborg gefur skít í 33.gr.c laga um fjöleignarhús, með þeim afleiðingum að einungis tæp 5% katta eru örmerktir og ormhreinsaðir hér í Reykjavík, sem hefur aftur þær afleiðingar að börn, ungmenni og konur okkar róta í kattaskít er þau þrífa runna- og gróðurbeðin í vor og sumar.

Því má bæta við varðandi hinn múslimska söfnuðinn sem var örlítið meira "líberal", að þar var ímáminn frá þýskalandi og talaði ekki dönsku en ágætis ensku. Ég fékk tvívegis að vera viðstaddur "Kóranfræðslu" barnanna er þau áttu vetrarfrí og mér til undrunar voru þau að þilja orð og setningar úr Kóraninum á arabísku. Sú hugsun skaut upp í kolli mínum, hvernig við hefðum brugðist við ef okkur hefði verið gert að þilja Nýja-Testamentið upp á grísku og Gamla-Testamentið á Hebresku. Þvílíkur forpokaháttur. Ef maður spurði um tiltekin vers í einhverri súru Kóransins, þá var viðkvæðið: "þetta hlýtur að vera röng þýðing" - "það er ekki hægt að þýða Kóraninn á önnur tungumál" o.s.frv.

En varðandi það að alhæfa um múslimi, þá má segja að það sé réttlætanlegt, vegna þess að allir múslimir standa á bak við baráttu þeirra til heimsyfirráða. Einungis þeir sem múslimir kalla sjálfir "non-muslims" kæra sig kollótta um það sem sagt er og gert gegn múslimum, sbr. súra 5:85

But those who disbelieve and deny Our revelations, they are owners of hell-fire.

Þeir múslimir sem vinna vinnu sína, sjá um börnin sín og heimili, virðast vera til friðs, eru innst inni að leggja sitt af mörkum til að ná völdum yfir vesturlöndum. Þeir láta drjúgan skerf af tekjum sínum renna til safnaðarins, moskubygginga, launa ímáma, Kórankennslu og almennt að viðhalda útbreiðslu Islam sem hugmyndafræði sem yfirtaka skal allt það sem við höfum byggt upp.

Þeir geta átt það til að segja við okkur að þeir séu ekkert trúaðir, virka æðrulausir og jafnvel kærulausir, en eru svo dyggir stuðningsmenn síns safnaðarlífs. Þessu tók ég öllu vel eftir þau 5 ár sem ég kynnti mér "tækni" þeirra.

Sigurður Rósant, 12.3.2013 kl. 20:54

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég verð að játa Sigurður Rósant að þekking mín á þessum málaflokki er ákaflega lítilmótleg miðað við þína.

Ég skora á þig að skrifa meira um þetta opinberlega.

Ég hef nákvæmlega ekkert við múslima á Íslandi að athuga.

En við verðum að vera vel á verði að hleypa ekki hingað einhverjum trúarbrjálæðingum. 

Sama hvað trúin heitir. 

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 21:13

24 Smámynd: Viggó Jörgensson

En tel samt að notkun á orðinu múslimatittur sé ólögleg og sé engan tilgang í því að nota slíkt orð.

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 01:39

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, þú kemur sennilega ekki fyrir meiri vitneskju í kolli þínum en orðið er. Það er trúlega erfitt að bæta við málaflokkum sem ekki hafa ratað þangað inn af einhverjum ástæðum öll þín æviár, Viggó.

En trúmál og stjórnmál eru samtvinnaðri en margur heldur. Það er ekki svo gott að starfa sem pólitíkus án þess að gera sér grein fyrir þeim aragrúa sjónarmiða sem felast í allri trúarflóru fólks. En hverjir geta frætt þig um trú, trúarviðhorf og trúarofstæki annarra? Það er erfitt að átta sig á því hvað er sannleikur, hvað er hálfsannleikur og hvað er beinlínis áróður í þeim efnum.

Á Facebooksíðu þinni má lesa þessa yfirlýsingu: "Trúi á þann Guð sem er skárri hlutinn í mannskepnunni".

Ef við yfirfærum þessa yfirlýsingu á Össur Skarphéðinsson eða bara hvern sem er, þá getum við líka sagt að þú trúir á "hið góða" í manninum.

En hvernig getur þú greint á milli þess sem er gott og illt í manninum?

Gyðingar nota Gamla-Testamentið, kristnir Nýja-Testamentið (+ það gamla), múslimir nota Kóraninn sér til leiðbeiningar. Þú notar Hegningarlögin að hluta til eins og ég (+ aðrar samþykktir og yfirlýsingar).

En hvernig getum við þekkt trúaðan mann frá trúarbrjálæðingi, þegar hann stendur frammi fyrir vegabréfaeftirlitinu? Það er nú ekki svo gott. Hann getur verið sá sem á mynd af sér með helstu friðarleiðtogum heimsins. Hann getur verið vinnufélagi okkar, eða unglingurinn prúði í sömu götu eða sama húsi og við. Við getum engum treyst 100% þegar vel er að gáð.

En við vitum þó að mjög margir múslimir og málpípur múslima eru með stóryrtar yfirlýsingar um kröfur sínar til okkar. Einn af þeim er Tayyip Erdogan. Hann lýsir því yfir að tyrkir skuli aðlagast, en ekki samlagast menningu þjóðverja.

 He told them they remain part of Turkey, and urged them to integrate into German society -- but not to assimilate.

"Yes, integrate yourselves into German society but don't assimilate yourselves. No one has the right to deprive us of our culture and our identity."

Hvar er "hið góða"  eða "skárri hlutinn" í þessum yfirlýsingum Erdogans?

En hver er munurinn í þínum huga, Viggó, að kalla alla múslimi múslimatitti eða að kalla Össur Skarphéðisson ónytjung?

Með hliðsjón af:

"[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)"

Sigurður Rósant, 13.3.2013 kl. 12:36

26 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega fyrir þetta innlegg Sigurður Rósant.

Það þekki ég að ekki er hægt að læra til dæmis íslenska lögfræði án þess að taka kristinréttinn með í reikninginn.

Þannig að ég tek heils hugar undir með þér að sá sem ætlar að ná utan um regluverkið í mannlegu samfélagi.

Verður að átta sig á gífurlegum áhrifum trúarbragðanna á stjórn samfélaganna fyrr og síðar.

Og hvernig svo siðferðislegu áhrifin, úr trúarbrögðunum, síast inn í hina veraldlegu löggjöf.

Skýrasta dæmið, fyrir okkur á vesturlöndum, er boðorðið um að ekki megi fremja morð á öðrum einstaklingi.

Siðferðisboðskapurinn er kominn inn í löggjöfina fast að því marki sem vestræn lögfræði tekur að sér að gæta.

Dæmi um það sem hún tekur ekki að sér eru boðorðin um framhjáhald og þvílík atriði.

Það telja þeir hins vegar hlutverk laganna sums staðar í Shari´ah heiminum ef ég skil það rétt. Grýta konur sem halda framhjá o. s. frv.

Og það er rétt hjá þér að ég tel að Guðdómurinn sé að minnsta kosti hið góða í manninum. Og þar með er ég ekkert að afneita því að Guð sé til.

Ég vona það þó að það sé kannski ekkert sérstaklega trúlegt í augnablikinu miðað við vísindalega þekkingu okkar. En hvað vitum við svo sem?

Mér sýnist að þessi Tayyip Erdogan stefni einfaldlega á að yfirtaka þýska þjóðfélagið eins og þú segir. Þá vaknar spurningin hvort það yrði svo slæmt.

Ef ég skil það rétt þá trúa kristnir menn, gyðingar og múslimar á sama Guð.

Bara spurningin hvort að fararstjórinn, á hans fund, heitir Jesú, Múhameð eða Gabríel.

Fyrir mér er það ekki stórmál hver trúarbrögðin verða, eftir okkar daga, svo fremi sem menn hagi sér skynsamlega.

Og misnoti ekki trúarbrögðin til að kúga annan fólk.

Og það skilst mér að sé nú aðalvandamál múslima að Múhameð hafi aldrei mælt fyrir um alla þessa kúgun, t. d. á konum.

Það voru arftakar hans sem skráðu kóraninn og þar fór nú ýmislegt á blað eins og í biblíunni.

Og enn síðar fóru ofstækismenn í múslimaheiminum að lesa eitthvað út úr þessu öllu sem hvergi er á blaði í upphafinu.

Þegar maður fer að kynna sér hina upphaflegu múhameðstrú er nefnilega flest þar sem mér líkar prýðilega.

Til dæmis sú meginlína að menn eigi ekki að upphefja sjálfa sig með auðsöfnun og skefjalausri græðgi.

Þetta held ég að við vesturlandabúar þurfum að læra af múhameðstrúarmönnum.

Það er nefnilega ekki langt á milli þessarra trúarbragða í grunninn.

Það eru mennirnir sjálfir sem hafa afbakað góða hluti eins og venjulega.

Og eins og alls staðar þá þarf að taka völdin af siðblindu ofstækismönnunum. Hinum siðblindu og gráðugu o. s. frv.

Og í því efni er t. d. secular kerfið í Tyrklandi alveg frábært þó að stjórnarframkvæmdin sé það ekki.

En varðandi orðið múslimatittir þá er það að mínu mati móðgandi, það felur í sér háð og smánun og heimfærist algerlega undir 233a greinina.

Samkvæmt, um 10 ára gömlum, dómi Hæstaréttar máttum við kalla stjórnmálamenn öllum illum nöfnum og meira segja bera upp á þá glæpi.

Nokkuð nýlegur hæstaréttardómur stendur til þess að við megum ekki lengur bera upp á þá venjulegt glæpsamlegt athæfi.

En við megum segja okkar skoðun umbúðalaust á frammistöðu þeirra og kalla þá landráðamenn af því að það tengist stjórnmálunum.

Og ég tel sem sagt að Össur Skarphéðinsson sé ónytjungur og hef rökstutt það ítarlega.

Að kalla múslimi múslimatitti er sem sagt ólöglegt.

Að kalla Össur ónytjung er löglegt. Og satt að mínu mati.

Ég vil samt bæta því við að ég tala einkum svona um þá stjórnmálamenn sem sjálfir hafa hannað þessa umræðuhefð í stjórnmálunum.

Eins þau Jóhönnu, Steingrím, Össur og Björn Val.

Þeir landsfeður sem tala eins og götustrákar þurfa ekki að búast við neinu betra frá okkur sauðsvörtum almúganum.

En þetta er auðvitað slæmur ósiður og bölvuð stríðni í bland.  Mér þykir vænt um þetta fólk þó að því séu mislagðar hendur í pólitík. 

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 14:38

27 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú ert sem sé verðandi múslimatittur, Viggó, ef marka má þessa yfirlýsingu:

Þegar maður fer að kynna sér hina upphaflegu múhameðstrú er nefnilega flest þar sem mér líkar prýðilega.

En hér ert þú sennilega að tala um það sem þér er sýnt á yfirborðinu. Þannig er það með flest öll trúarbrögð líka. Ákaflega fagrar kenningar og "falleg trú" eins og einhver konan orðaði það.

En eins og Islam birtist okkur í dag, þá er sú hugmyndafræði óhagganlegri en sú kristna sem hefur gefið eftir í takt við tímann, hægt og rólega, þannig að nú eru konur orðnar gjaldgengari en áður, samkynhneigðir taldir eiga tilverurétt og helgi- og sunnudagalöggjöfin að mestu afnumin nú síðustu áratugina. Og nú síðast lög um skráð trúfélög ná nú yfir lífsskoðunarfélög en ekki trúfélög eingöngu.

Það er nú mitt mat, að ekki sé neinn eðlis- né stigsmunur á því að kalla Össur ónytjung eða þig verðandi múslimatitt. Hvort tveggja brýtur í bága við mína eigin siðferðiskennd og 233. gr. Hegningarlaganna. Þrátt fyrir alla dóma Hæstaréttar um þessi mál, stendur mín sannfæring óhögguð.

Mér þætti samt fróðlegra að vita um afstöðu þína, ef þú kynntir þér örlítið innihald Kóransins í mjúkri þýðingu Helga Hálfdánarsonar, en þar segir m.a. um þá sem ánetjast Islam, sem þér finnst kannski allt í lagi og jafnvel tilbúinn að viðurkenna útskýringar múslimanna sjálfra á merkingu eftirfarandi orða:

4:89 Þeir óska þess að þér hafnið trúnni eins og þeir sjálfir, svo að þar verði jafnt á komið. Vingist því ekki við neinn þeirra fyrr en þeir hafa flúið að heiman fyrir málstað Allah. Hverfi þeir frá yður til fjandskapar, þá grípið þá og drepið hvar sem þér finnið þá. Leitið hvorki verndar né hjálpar meðal þeirra.

4:89 They long that ye should disbelieve even as they disbelieve, that ye may be upon a level (with them). So choose not friends from them till they forsake their homes in the way of Allah; if they turn back (to enmity) then take them and kill them wherever ye find them, and choose no friend nor helper from among them.

Það er einnig hægt að finna viðlíka yfirlýsingar í ritum Gamla- og Nýja Testementis, en munurinn á okkur í hinum vestræna heimi og hinum í heimi Islam, er þó sá, að við tökum talsvert meira tilit til réttinda kvenna, trúskiptinga og trúlausra en ráðamenn og almenningur heimi múslimaríkjanna.

Og það skilst mér að sé nú aðalvandamál múslima að Múhameð hafi aldrei mælt fyrir um alla þessa kúgun, t. d. á konum.

"Sjaldan lýgur almannarómur" segir gott og gamalt máltæki og segja má að þetta viðhorf þitt sé ríkjandi meðal þeirra sem ekki hafa kynnt sér reynslusögur kvenna í löndum múslimanna. Hvað Múhameð mælti fyrir um, vitum við ekki, því hann var bæði ólæs og óskrifandi, en fylgismenn hans ku hafa skrifað eftir honum á tréflísar og pappírssnifsi, sem síðan var safnað saman eftir dauða Múhameðs og búin til úr því sundurlaust og ruglingslegt ritverk sem kallaður er Kóran og hermt upp á Guð sjálfan að hann hafi skrifað hann.

Ég hef lesið nokkrar sögur sem lýsa stöðu og reynslu kvenna í Danmörku, Jemen, Saudi-Arabíu og Norður-Afríku. Min arabiske rejse eftir Ninu Rasmusse, Pilgrim i Mekka eftir sama höfund, Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali frá Sómalíu o.fl.

En það má kannski spyrja þig hvernig þú skiljir þessi orð Kóransins um konur í súru 2:221 - 2:

Gangið ekki að eiga vantrúaðar konur fyrr en þær taka trú. Tétttrúuð ambátt er betri en vantrúuð, þótt hún sé yður að skapi. Og giftið eigi dætur yðar trúleysingjum fyrr en þeir taka við trúnni, því trúaður þræll er betri en trúleysingi, þótt hann geðjist yður. Slíkir kalla yður í Vítis eld; en Allah býður yður í Paradís og fyrirgefur af náð sinni. Hann gerir mönnum ljós teikn sín, svo að þeir megi vegsema Hann.

Þeir spyrja þig um klæðaföll kvenna. Seg þú: "þau eru sjúkleg". Látið því konur einar meðan á tíðum stendur, og snertið þær ekki fyrr en þær eru hreinar aftur. En þegar þær hafa hreinsað sig, megið þér nálgast þær svo sem Allah hefur fyrir yður lagt. Allah ann þeim sem til Hans leita og þeim sem gæta hreinleiks.

Veistu hvernig múslimir tala um okkur vesturlandabúa sín á milli, Viggó? Við sem eigum vísa vist í Víti að þeirra mati?

Sigurður Rósant, 13.3.2013 kl. 16:47

28 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er nú kannski fullmikið sagt að ég sé að verða Múhameðstrúarmaður. Búddismi væri þá nærtækari ef ég færi að breyta til.

En það sem ég er að segja er að okkur væri nærtækara að horfa á það sem er sameiginlegt.

Nýta það sem grundvöll til að geta lifað saman í sátt og samlyndi frekar en að sprengja hvert annað og drepa.

Og það sama gildir í stjórnmálunum líka. Sjáðu muninn á Katrínu Jakobsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ég hef að minnsta kosti alltaf lagt mig fram um að finna eitthvað gott og nýtilegt í skoðunum þeirra sem ég er ósammála.

Mjög oft er fólk sammála um grunnmarkmiðin en nær ekki að tjá sig þannig að hinn aðilinn skilji.

Ekki bætir það svo málið þegar fólk er alltaf að hengja sig aftan í einhverjar stefnur, í staðinn fyrir að hugsa sjálft.

Sjáðu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hatar eitthvað sem hún kallar íhaldið hér á Íslandi.

Og trúir því að Evrópusambandið sé ráðið til þess að klekkja á íhaldinu. Bara algerlega eins og ofsatrúarmaður.

En það er algerlega augljóst að konan veit ekkert um innsta eðli Evrópusambandsins.

Það er ekki annað en tæki íhaldsins í Evrópu. Gamla nýlenduíhaldsins sem eru búið að kúga mannkynið í árhundruð.

Af snilld sinni láta þeir kófdrukkna sósaldemókrata halda að ESB sé eitthvað á þeirra línu.

Öllu Evrópusambandinu er stjórnað eins og strengbrúðu af hundrað sinnum verra íhaldi en nokkru sinni því íslenska.

Lífið er miklu flóknara en að hægt sé að stjórna heilu þjóðfélögunum eftir einhverjum kennisetningum að öllu leyti.

Sama hvort að það heitir frjálshyggja, sósialismi eða hvað sem er annað.

Ég er alveg sammála þér um siðferðishliðina að það er jafn slæmt að kalla mig múslimastitt eins og Össur ónytjung.

Hvoru tveggja er siðferðislega ámælisvert, því er ég bara sammála.

Auk þess hefur enginn yfir siðferðisskoðunum þínum að segja.

En allt annað er uppi á tengingnum þegar kemur að túlkun laganna.

Þar á nefnilega Hæstiréttur síðasta orðið en ekki ég eða þú. Hvernig Hæstiréttur túlkar lögin í landinu ERU lögin í landinu.

Og því breyta menn ekki hér á blogginu heldur með því að bjóða sig fram til Alþingis og reyna að fá lögunum breytt.

Ég er algerlega sammála þér að við kristnir Vesturlandabúar erum allt of umburðarlynd á öllum sviðum þjóðlífsins.

Og erum miklu duglegri við að grafa undan þjóðfélögum okkar en nokkurn tímann Múhameðstrúarmenn.

Sjáðu unga stjórnendurna okkar hérna fyrir hrun.

Hverjum datt í hug að láta börn stjórna? Það þótti aldrei vænlegt eða ráðlegt. Og er ekki enn og verður aldrei.

Og mér hefur, satt að segja, stundum dottið í hug hvort við ættum ekki að afnema trúfrelsi úr því að það er misnotað svona.

En vekjum við þá upp aðra vitleysinga úr röðum kristinna manna? Svipaða og þá sem stóðu í galdrabrennum hér um árið?

Þarf að lesa mér til áður en ég svara þér um súrutilvitnanir sem ég geri í kvöld.

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 17:37

29 Smámynd: Viggó Jörgensson

Veistu Sigurður Rósant að ég held að Múhameðstrúarmenn séu ekkert verra fólk en kristnir menn.

En þeir glíma við nákvæmlega sama vandamál og kristnir menn gerðu fyrir nokkur hundruð árum.

Sem er ólæsi og fáfræði.

Við slíkar aðstæður geta hinir siðblindu komist til of mikilla áhrifa.

Hjá okkur voru það þeir sem komu upp rannsóknarréttinum með öllu því ofsóknaræði og óhæfuverkum.

Allt réttlætti með tilvísun í það versta sem stóð í eldgömlum ævintýrasögum eins og í Gamla testamentinu eða hverju.

Og þar eru Múhameðstrúarmenn staddir í dag.

Þar eru það einhverjir snargalnir mullahar eða ayatollar sem ljúga einhverri þvælu ofan í fólkið sem þeir segja auðvitað vilja Guðs o. s. frv.

Að best sé að drepa, sprengja og eyða þeim sem ekki eru þessum siðblindingjum sammála.  

Þar kemur, eins og í kristninni, að venjulegir Múhameðstrúarmenn verða læsir og átta sig á að betra sé að lifa frekar í sátt og samlyndi við aðra. 

Svona og að við áttuðum okkur á því Íslendingar á Sturlungaöld að aldrei næðist niðurstaða í málin með því að drepa hvert annað.

Þar tapa allir.  

Ég ætla því ekki að lesa of mikið út úr þessum súrum þínum og tapa út af þeim svefni.

Ekki frekar en ýmsu sem stendur í Gamla testamenntinu eða því Nýja. 

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 23:02

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, það veit ég mæta vel, Viggó, að múslimir eru ekkert verra fólk en við sem köllum okkur kristna eða trúlausa. Mín fyrstu kynni af þeim voru einmitt í þeim dúr, að þeir sýndu manni áhuga sem Íslendingi (og jafnvel manneskju) á meðan Danir sýndu manni frekar tómlæti. En eins og Erdogan komst að orði, þá sýndu þeir ekki vilja til að samlagast samfélaginu og þar af leiðandi heldur ekki vilja til að aðlagast. Þeir héldu þeirri gjá óbrúaðri sem var "i forvejen" allt of breið, og gerðu ekkert til að ganga yfir þær brýr sem samfélagið bjó til, svo þeir mættu koma yfir til okkar.

Ég ætla því ekki að lesa of mikið út úr þessum súrum þínum og tapa út af þeim svefni.

Ekki frekar en ýmsu sem stendur í Gamla testamenntinu eða því Nýja.

Ég hvet þig til að ná þér í Kóraninn og lesa súru 2 sem er upp á ca. 26 blaðsíður af 426 blaðsíðum Kóransins. Þú yrðir strax miklu "fróðari" um Islam og ég þori að fullyrða að þú rækist hvergi á orðið "Múhameðstrúarmaður" í öllum Kóraninum og færir sennilega að spyrja sjálfan þig hvar í ósköpunum þú fékkst þetta orð.

En, þar sem þú lýstir því yfir að þú myndir einna helst halla þér að Búddisma ef þú á annað borð færir að skipta um trú, þá þætti mér vænt um að vita hvern hug þú berð til Búddista á Sri Lanka, sem eru um 70% eyjaskeggja og ráða þar í einu og öllu?

Sigurður Rósant, 13.3.2013 kl. 23:23

31 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég nota orðið Múhameðstrúarmaður vegna þess að mér leiðast útlensk orð sem reynt er að fella beint inn í málið.

En segir þú mér að vinir þínir hérlendis vilji heldur að ég kalli þá múslimi skal ég nota það eftirleiðis.

Jafnframt er mér ljóst að þeir trúa á Guð en ekki Múhameð sem lagði á það ríka áherslu að ekki ætti að tilbiðja hann.

Múhameð, skilst mér, boðaði aukin réttindi eiginkvenna, hafi verið óvenjumildur í garð andstæðinga sinna, mildað dóma sem til hans var áfrýjað og verið frekar á siðferðislega og andlega sviðinu í upphafi, eða á Mekka árunum.

Boðaði mannréttindi, hófsemi, bætt siðferði, bannaði upphafningu, persónudýrkun o. s. frv.

Og þrátt fyrir að hinum vantrúuðu, og brotlegu, sé boðuð refsing þá skildi ég það þannig að hún yrði á vegum Guðs en ekki manna.

Og það var þessi hluti sem mér fannst bara prýðilegur á að líta en byggt á yfirborðslegri þekkingu minni á málinu.

Hvað menn þóttust svo síðar muna, af orðum spámannsins, og eftirlifendur drógu saman í bók, er annað mál.

Eða hinar háttbundnu venjur sem þróuðust með tímanum (sunna) og seinni tíma lögskýringum (Ijma).

Þar skilst mér þó að oft sé minnst á mildi, og miskunnsemi, sem mér finnst, á köflum, undarleg í framkvæmd.

Ég ætla ekki að leggjast í miklar slímsetur yfir Kóraninum frekar en Biblíunni eða öðrum trúarritum.

Þar verð ég að treysta á aðra menn, eins og þig, eftir því sem þörf krefur.

Og sem fyrr vil ég ekki dæma einhver trúarbrögð, eða heimspeki, eftir einstökum fylgismönnum.

Sri Lanka hét, held ég, Ceylon þegar ég var að læra landafræði en ég held að ég viti nær ekkert um þá eyju.

Nema að við misstum þar Loftleiðaþotu í aðflugi vegna bilaðra aðflugstækja.

Svo voru lengi fréttir um að þar væru menn að drepa hverjir aðra sem var auðvitað hörmulegt.

Voru það Búddistar að drepa múslimi þ. e. Tamiltígra, og öfugt?

En talandi um Búddisma þá sérðu hvernig ég tala um Össur og að ég á þá langt í að ná "nirvana" (erlent orð).

Ég ætla að fylgja ráðum þínum og kynna mér Islam eitthvað betur.

Viggó Jörgensson, 14.3.2013 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband