Búið að berja Davíð Örn í fangelsinu.

Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag, segir Þóra Björg Birgisdóttir að hún hafi náð að hringja í mann sinn í fangelsið.

Davíð Örn Bjarnason náði að segja henni að hann hefði sætt barsmíðum í fangelsinu. 

Samtalið var slitið eftir um 20 sekúndur en Þóra Björg sagði Davíð að Utanríkisráðuneytið væri að vinna í málinu. 

Þar halda menn nú ró sinni þó að mögulega blásaklaus Íslendingur sé ranglega í ógeðslegu fangelsi.

Össur hefur ekkert ómarkað sig við að hringja í tyrkneska utanríkisráðherrann.

Og ekki hefur hann beðið forseta Íslands að hringja í forseta Tyrklands.

Það er það eina sem að gjörspilltir lægra settir embættismenn í svona löndum skilja. 

En það er jú búið að biðja ræðismann okkar í Ankara að líta á málið, áður en að Davíð Örn verður barinn meira. 

Og auðvitað heppilegt að hann sé lögmaður sem ætlar meira að segja að sjá til hvort að hann hringi ekki í saksóknarann í dag. 

Við eigum líklega að klökkna yfir þessum dugnaði Össurar þarna í ráðuneytinu.  Ætli hann sé vaknaður?

En það væri auðvitað stílbrot ef að Össur gerði einu sinni á kjörtímabilinu eitthvað að gagni. 

Varla hægt að ætlast til þess. 

En í ráðuneytinu eru sömu vinnubrögð hvort sem menn eru teknir fastir fyrir dópsmygl.

Eða kaupa minjagripi sem tyrknesk yfirvöld láta viðgangast að séu seldir ferðamönnum við ferðamannastaði.

Og engin varar fólk við, hvorki ferðaskrifstofan, tyrknesk yfirvöld eða innfæddur leiðsögumaður. 

Við eigum því ekki að venjast að þurfa að fara með minjagripi sem við kaupum í öðrum löndum. 

Í þjóðminjasafnið á staðnum til að fá vottað að skranið sé ekki stolnir þjóðardýrgripir. 

Þarna eru yfirvöld einfaldlega að leiða saklausa ferðamenn í gildru hver sem ástæðan er. 

Er það til að fá mútufé?

-----------------

Það nýjasta í málinu mun svo vera það að dómarinn sem er með málið er búinn að taka málið af lögmanninum; ræðismanni okkar í Ankara.

Þarna virðist fólk ekki ráða því hvaða lögmann það hefur.  

Og það næst ekki einu sinni í þennan nýja lögmann sem dómarinn ákvað að yrði verjandi Davíðs Arnar. 

Þetta mál stefnir hratt í að verða hörmulegt.

Össuri væri nær að sitja yfir máli þessa unga föður þriggja barna sem eiga framtíðina fyrir sér. 

Frekar en að húka niður í þingi við að verja ríkisstjórn sem á það ekki.

Össur ætti að fá einhvern til að múta dómaranum ef að það er það sem þarf. 

Hann getur bókað það sem útlagða sektargreiðslu í bókhaldi ráðuneytisins.  

  


mbl.is „Lengsti morgunninn í lífi mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef rétt er frá skýrt, þá ættu neytendasamtök íslands að hafa samband við systurfélög á norðurlöndum og taka saman höndum um að sniðganga Tyrkland sem ferðamannaland. A.m.k. láta vel þjóta í.  En neytendasamtökin gera jú aldrei neitt af viti svo það er víst borin von! En vissulega er þetta ekki aðeins spurning um mannréttindi heldur líka neytendamál!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Algerlega sammála þér Bjarni Gunnlaugur.

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 14:31

3 identicon

Er þetta ekki bara aðferð til að fá peninga í kassann, selja steina,(hugsanlega fornmuni, engar sannanir fyrir því), nappa svo fólk með þá í tolli, sekta um svaka upphæðir og koma þeim aftur í umferð. That's a big bissness. Mér dettur ekkert annað í hug, því götumarkaðssalar eru greinilega ekkert stressaðir að selja þetta ! Ekki langar mig til Tyrklands svo mikið er víst.

Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 17:00

4 identicon

Tyrkland er mjög vinsæll áfangastaður meðal norðurlandabúa og annarra evrópubúa og væri ekki búinn að vera svona vinsæll í mörg ár ef þetta væri algengt vandamál.

Nú ætla ég ekki að efast um að það sé hræðilegt að lenda í þessu og ef það er rétt að maðurinn hafi verið barinn er það auðvitað grafalvarlegt mál. En það er ekki búið að staðfesta neitt um að það hafi verið farið illa með manninn og samkvæmt lögum í þessu landi þá var hann að reyna að smygla fornmunum og það er eðlilegt að það mál sé rannsakað. Þó að okkur geti vel fundist harkalegt að halda manni í fangelsi fyrir einn stein.

Ég hef sjálf ferðast tvisvar sinnum um Tyrkland og þekki einnig fjölda fólks sem hefur farið þangað, og ég hef ekkert nema gott um landið að segja.

Hulda (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 20:06

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta lítur því miður einhvern veginn þannig út Ragna.

Það er hárrétt hjá þér að það er alveg furðulegt að þessir meintu fornminjasalar starfi óáreittir af yfirvöldunum.

Við höfum svo ekki einu fengið að vita hvort að þessi marmaraplata var heimatilbúinn minjagripur eða fornminjar.

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 22:21

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er ábyggilega rétt hjá þér Hulda fallegt sé í Tyrklandi og þar sé gott að vera ef ekkert óvænt kemur upp á.

Árið 2009 var 20 norskum konum nauðgað í Tyrklandi.

Finnst þér það mikið eða lítið?

Við höfum að minnsta kosti heyrt lítið um það.

Gengur þá allt vel af því að við heyrum sjaldnast af vandræðunum?

Hann sagði fjölskyldu sinni í símann (móður eða kærustu) að það væri búið að berja hann. Er það ekki staðfesting á því?

Við vitum ekki ennþá hvort um fornmun var að ræða.

Það er ekki ljóst að maðurinn hafi haft nokkurn einasta brotavilja.

Ekki búið að leiða það í ljós að honum væri ljóst að hann væri að brjóta nein lög.

Þarna eru sölumenn óáreittir að selja ferðamönnum minjagripi.

Það er yfirvöldum að kenna að slík starfssemi sé látin viðgangast.

Svo eins og við tækjum einhvern fastan í Leifsstöð með ullarteppi.

Og segðum honum að þetta væri augljóslega ullarsjalið af Hallgerði langbrók.

Og þess vegna ætti hann von á 3 til 10 ára fangelsi og allt að 24 miljón króna sekt.

En hvergi nokkurs staðar hefði komið fram að ekki mætti kaupa værðarvoð af innfæddum.

Tæki sig vel út er það ekki.

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 22:43

7 identicon

Voðalega finnst mér skrítið að borga það sem samsvarar 13.000 krónum fyrir ,,einhvern" stein, það verður að skoða málið frá öllum hliðum.

Sindri Már (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 23:22

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt hjá þér Sindri Már að fólk þarf að gá vel að sér.

Marmari og gott og dýrt efni.

Og ef einhver hefur verið búinn að höggva í hann texta og skreytingar. 

Þá er nú samt ekki víst að tímakaupið hafi verið hátt.

En eins og að við borgararnir eigum að gá að okkur.

Þá eiga yfirvöld í siðuðum löndum einnig að gá að okkur.

Ekki að reyna að leiða okkur í gildrur til að moka inn sektarfé.  

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 00:01

9 identicon

I can say in the name of many Turks that we are also waiting for Davíð Örn's release just as you all are.
There are a lot of smuggling issues going on within the last two years, bad luck has struck this fellow. I really hope he returns back to his family soon..



Oh, and Viggó, stop injecting HATRED into peoples minds. You probably can't even point out my country on a map, so screw you.
You keep posting a truckload of cowdump every page related to Turkey.

Defending any animal that initiates any form of involuntary sex is certainly out of the case; BUT you have no idea how some tourist girls act & "distribute" themselves when they are on vacation. Raping (yep, children too..) occurs every 22 seconds in the States, if you're so into saving some skin, whizz off to America and become the knicker guardian.. heck! Anyway, how's this relevant anyway?

Davíð is in custody, will go up for trial today.
No beatings, no rapings.. quit seeing nightmares over your ridiculous movies.


My best wishes are with him & his family.

I got a life, unlike you, thus this will be my last post on your Turkophobic crappy blog.
Hate me & my country for an incident gone awry.. who cares?

Onur Karabulut (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 02:17

10 identicon

Onur.. David told his mother on the phone that he had been beaten. You say he has not been beaten. How come you know more that he does ? And regarding this review here, it unfortunately only strengthens our opinion on Turkey and the Turkish nation.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 08:25

11 identicon

Þessi Onur Karabulut er ekki beinlínis að bæta úr fyrir málstað Tyrkja.

Merkilegt Viggó að 20 norskum konum hafi verið nauðgað í Tyrklandi árið 2009, hvaðan hefurðu þetta?

Í framhaldi af því og með hliðsjón af innleggi Onur, hversu mörgum norskum konum ætli hafi verið nauðgað í USA árið 2009.

Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hversu margar norskar konur hafa heimsótt bæði löndin það ár!

Tyrkir hafa eitthvað verið að bæta sig síðustu áratugina og alltaf höfðum við ranglega horn í síðu þeirra vegna Alsírránsins þ.e. Tyrkjaránsins. En þetta er nú samt ekki merkilegt ríki varðandi mannréttindi og skelfilegt að lesa um þjóðernishreinsanir þeirra snemma á 20. öld!

Fróðlegt væri að skoða Cappadósíu en hefur maður geð í sér að skoða handarverk og stórvirki fólks sem hefur verið útrýmt af þeim sem sýna manni staðinn?

http://en.wikipedia.org/wiki/Cappadocia

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 10:28

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er sammála ykkur Sigurbjörg og Bjarni Gunnlaugur.

Munnsöfnuðurinn hjá Onur hér, og í annarri athugsemd, stendur ekki til þess að bæta ímynd Tyrkja ef það var tilgangurinn.

Ég hef fleiri en eina heimild Bjarni Gunnlaugur en hér er ein sem ég fann í fljótheitum:

http://www.tv2.no/nyheter/innenriks/minst-20-norske-kvinner-voldtatt-i-tyrkia-2768730.html

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 12:02

13 identicon

Viggó, þú spyrð hvort mér finnist mikið eða lítið að 20 norskum konum hafi verið nauðgað í Tyrklandi árið 2009. Ég get bara engann veginn svarað því þar sem ég hef engar aðrar tölur og ekkert að miða við (fyrir utan að einni konu sem er nauðgað er auðvitað einni of mikið! hvar sem það er í heiminum). Ég skil ekki hvernig þessi athugasemd þín kemur málinu við og hvaða rök hún á að gefa.

Og nei ég geri ekki ráð fyrir að allt sé í lagi svo lengi sem við heyrum ekki af neinum vandræðum, ekki frekar en að ég geri ráð fyrir að allt sé í besta lagi á Íslandi þó að aðeins 2% tilkynntra nauðgana leiði til sakfellingar (og hver veit hve margar nauðganir eru ekki tilkynnar). En þú virðist gera ráð fyrir að það séu stór vandræði í gangi og dæmir landið afar harkalega af því þú getur nefnt dæmi um 4 einstaklinga sem hafa verið handteknir grunaðir um fornmunasmygl og að 20 norskum konum hafi verið nauðgað á einu ári í landi með 75 milljónir íbúa.

Ég get ekki séð mikið að munnsöfnuðinum hjá Onur, sérstaklega ekki í samanburði við það sem Viggó og aðrir eru að skrifa hér. Það versta sem ég sé er að hann skrifar "screw you" sem eru nú ekki skrítin viðbrögð þegar verið er að drulla yfir heimaland mans. Er nú ansi hrædd um að margir Íslendingar mundu bregðast harðar við ef fólk væri að drulla yfir Ísland. Einnig óskar hann þess að mál Davíðs leysis fljótt og biður þig Viggó að vera ekki að dreyfa hatri. Þetta síðastnefnda finnst mér eiga fullan rétt á sér, enda ert þú og aðrir hér ansi harðorðir og með ýmsa sleggjudóma. Í athugasemdum þínum mildar þú oft málið og reynir síðan að draga úr ýmsum staðhæfingum. Þú nefnir að þú sért ekki sérstaklega haldinn tyrkjarasisma og vil ég því vinsamlega benda þér á það að með skrifum þínum sýnir þú klárlega rasisma svo ef þú vilt ekki koma fram sem slíkur þá ráðlegg ég þér að hugsa þig aðeins um og velja orð þín betur.

Hulda (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 12:56

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hulda við vorum að ræða um það hvort óhætt væri að fara til Tyrklands.

Og hvort að tyrkneskum yfirvöldum væri treystandi fyrir okkur sem ferðamönnum þar.

Þú hafðir ekkert nema gott um Tyrkland að segja sem ferðamannaland sem er ágætt svo langt sem það nær.

Ég get sagt þér að 400.000. Norðmenn fara árlega til Tyrklands.

Finnst þá þá 20 nauðganir vera lágt hlutfall, hátt eða eðlilegt?

Þú talar um aðeins 4 einstaklinga sem hafa verið teknir fyrir meint fornmunasmygl.

Fyrir mér eru fjórar manneskjur afar dýrmætar, og hvað þá líf fimm sinnum fleiri, eða þessarra 20 sem var nauðgað.

Og þessar 24 manneskjur eru mér jafn dýrmætar hvort sem þær eru staddar í 75 miljón manna samfélagi eða einu herbergi.

Þó að Davíð Örn sé "aðeins" einn af um 320.000. Íslendingum finnst mér líf hans afar dýrmætt.

Ég hef síður en svo neitt á móti Tyrkjum frekar en öðrum þjóðum.

En ég hef mikið og margt við mannréttindamál í Tyrklandi að athuga og fjölda annarra landa.

Mínar athugasemdir beinast því að tyrkneskum stjórnvöldum og stjórnarháttum þar en ekki að þjóðinni.

Frá því á árinu 2002 hefur fjöldi fanga í Tyrklandi tvöfaldast.

Heldur þú að Tyrkir séu tvöfalt ólöghlýðnari en árið 2002.

Það dettur mér ekki í hug. Þarna er eitthvað stórkostlega mikið að og við eigum ekki að þegja um það.

Svo ætlaði ég ekki að skrifa meira um þessi mál Hulda.

En eftir að hafa fengið hvatningu frá Onur Karabulut

þá skrifaði ég áðan um fangelsismál í Tyrklandi.

Og tel mér skylt að halda áfram að skrifa þar til Davíð Örn er laus allra mála.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 18:08

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Onur Karabulut.

Þegar þú segir: .

"...Anyway, how's this relevant anyway?..."

Áttu þá við að þessar nauðganir skipti ekki máli?

Þegar þú segir Onur Karabulut:

"...BUT you have no idea how some tourist girls act & "distribute" themselves when they are on vacation..."

Eru nauðganirnar þá þeim sjálfum að kenna?

Að hafa fækkað fötum í sólbaði? a

Að hafa hagað sér frjálslega?

Mega konur það ekki?

Er þá réttast bara að nauðga þeim?

Svo að þær komi sér í búrkuna?

Og svo vælirðu um fordóma gagnvart Tyrkjum.   

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband