Skilur Þorvaldur ekkert í þessu?

Það er algerlega á hreinu hvernig breyta á stjórnarskránni.

Það er algerlega á hreinu hvernig völdin liggja í því máli.

Stjórnlagaráð hefur þar engin völd og nákvæmlega engu máli skiptir hvað það segir eða gerir.

Samkvæmt stjórnarskránni sjálfri er stjórnlagaráð ekki til og því síður að það hafi eitthvað hlutverk við breytingar á henni.  

Samkvæmt stjórnarskránni hefur þjóðin heldur enga beina aðkomu að breytingum á stjórnlögum. 

Þó að hluti almennings hafi svarað einhverjum spurningum um stjórnarskrármál í almennum kosningum.

Þá er stjórnarskrárgjafinn með engu móti bundinn af niðurstöðum slíkra kosninga.

Stjórnarskrárgjafinn er ekki með neinu móti bundinn af áliti svokallaðs stjórnlagaráðs.

Það er ekki hægt að ræna völdum af þeim sem engin völd hafa. 

Þorvaldur Gylfason ætti að halda sig að hagfræðinni eða einhverju öðru sem hann skilur eitthvað í.

Og hætta að koma fram fyrir almenning og þykjast vera einhver stjórnlagafræðingur.

Þegar Alþingi er í hlutverki stjórnarskrárgjafa er það ekki bundið af nokkrum sköpuðum hlut.

Öðru en því sem því sjálfu sýnist.

Ekki af áliti þjóðarinnar og því síður af einhverri samkomu athyglissjúklinga sem það fékk sér til ráðgjafar.

Það að Alþingi hagi sér í samræmi við valdheimildir sínar, sem það eitt hefur og alls enginn annar.

Er ekki hægt að kalla valdarán í skilningi stjórnlaga.

Þeir sem þannig tala, staðfesta að þeir skilja alls ekkert í þessu. 

Og allt saman staðfestir að ekki er hægt að kjósa skríl af götunni til að semja stjórnarskrá. 

 


mbl.is „Þetta heitir valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 21:41

2 identicon

Aldeilis rétt hjá þér Viggó. Hvert einasta atriði, "mitt i prick," eins og svíinn segir.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 21:46

3 identicon

amen

stebbi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:00

4 identicon

Amen bmen cmen, Hvert orð vildi ég sagt hafa..

Kári Sveinbjörnsson. (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:00

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þorvaldur Gylfason ætti að halda sig að hagfræðinni eða einhverju öðru sem hann skilur eitthvað í.

Ég held að hann hafi alveg afsannað það að hann kunni nokkuð í hagfræði eftir alla Icesave vitleysuna sem kom upp úr honum!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.3.2013 kl. 22:17

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið. 

Þorvaldur kann örugglega meira í hagfræði en lögfræði. 

Held að stjórnmálaáhugamaðurinn Þorvaldur hafi verið að tjá sig um icesave frekar en hagfræðingurinn Þorvaldur. 

Viggó Jörgensson, 6.3.2013 kl. 22:45

7 Smámynd: Landfari

Tek undir með þér í þessum pistli en þó ekki síðustu línunni. Finnst hún frekar ósmekkleg og draga niður annars góðan pistil.

Landfari, 7.3.2013 kl. 09:13

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég bendi á, að hugtakið stjórnarskrárgjafi hefur ekkert innihald. Það er enginn sem getur gefið stjórnarskrá.

Hvort sem stjórnarform er einveldi, höfðingjaveldi eða lýðveldi/þjóðveldi þá er það fullveldishafinn sem setur stjórnarskrá. Í lýðveldum er fullveldið í höndum almennings. Á Íslandi er það því almenningur sem fer með fullveldiréttindi ríkisins og setur sér stjórnarskrá, eða breytir henni.

Auðvitað getur fullveldishafi falið öðrum aðilum að fara tímabundið með ýmis fullveldisréttindi, til dæmis forseta, Alþingi eða ríkisstjórn. Slíkt umboðsvald er þó alltaf uppsegjanlegt.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 09:23

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Landfari.

Ég er sammála þér að ég ætti ekki nota orðið skríll í þessu sambandi.

En ég er bara orðinn svona pirraður á þessum málum öllum.

Bið þig afsökunar.

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 10:29

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Loftur Alice.

Að sjálfsögðu er hér stjórnarskrárgjafi rétt eins og löggjafi.

------------

Þú veist að fullveldishafinn var á sínum tíma einvaldskonungur.

Einvaldskonungurinn Kristján 8. ákvað að stjórna með ráðgefandi þingi samkvæmt úrskurði 18. mars 1843.

Fullveldishafinn á Íslandi; Kristján 9 var síðasti einvaldskonungur Íslands.

Hann ákvað sem fullveldishafi að gefa okkur stjórnarskrá. (Setja landinu stjórnarskrá.)

Hann var stjórnarskrárgjafinn án atbeina danska Ríkisþingsins og án atbeina Alþingis.

Og í það sinn ákvað stjórnarskrárgjafinn að Alþingi skyldi á nýjan leik verða löggjafi ásamt konungi.

Og í það sinn ákvað stjórnarskrárgjafinn, með ákvæðum í stjórnarskránni sjálfri,

að eftirleiðis yrði stjórnarskrárgjafinn: 

Alþingi á tveimur þingum þar sem almennar kosningar væru á milli þinga, ásamt konungi.

Og þannig er það ennþá nema að forseti hefur tekið við staðfestingarhlutverki konungs.

Með sambandslögunum sem gengu í gildi 1. desember árið 1918 varð Íslenska ríkið endanlega fullveldishafinn á Íslandi. 

Fullveldishafinn, ákvað, með setningu stjórnarskrár, árið 1944 að eftir það yrði:

Löggjafinn á Íslandi: Alþingi ásamt forseta. (Eða Alþingi og kjósendur ef hann synjaði um undirskrift.)

Stjórnarskrárgjafinn: Alþingi á tveimur þingum með almennum alþingiskosningum á milli.

Alþingi getur því ýmist verið löggjafi eða stjórnarskrárgjafi.

Og þá veistu það.

------------------

Fullveldishafinn á Íslandi er, sem fyrr sagði,  Íslenska ríkið.

Völdin í ríkinu eru að stofni til frá kosningabærum ríkisborgurum.

Þeir kjósa sér fulltrúa sína á fulltrúaþing sem heitir Alþingi og fulltrúarnir kallast alþingismenn. 

Fulltrúaþingið getur einnig verið stjórnarskrárgjafi ásamt næsta kosna fulltrúaþingi.

Stjórnarskráin er stoðgrindin utan um skipulag og stjórnarhætti ríkisins.

Auk þeirra stjórnlaga sem þar eru, hafa einnig myndast hér stjórnskipunarvenjur með sama stjórnlagagildi.

Aðkoma kjósenda að gerð stjórnarskrár er eingöngu með óbeinum hætti.

Ef Alþingi samþykkti frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga.

Þjóðin kysi nýtt þing með algerlega nýjum þingmönnum sem segðust vera á móti frumvarpinu.

Og hið nýja þing myndi svo samt sem áður samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið frá fyrra þinginu.

Og forseti staðfesta stjórnlögin.

Þá væri komin hér ný stjórnarskrá og ekkert sem kjósendur gætu þá gert í því, með löglegum hætti.

----------------------------

Og svo skulum við muna að stjórnarskráin sjálf segir:

" 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Þar er allur vafi tekinn af því að alþingismenn er ekki bundnir af áliti kjósenda og því síður ráðgjöfum sínum. 

Skiptir þar nákvæmlega engu máli þó að til ráðgjafarinnar hafi verið stofnað með lagasetningu eins og t. d. laga um stjórnlagaráð.

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 12:02

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ekki er það nú rétt hjá þér Viggó, að Alþingi sé stjórnarskrárgjafi og að útskýra það með tilvísun í orðið löggjafi gengur ekki. Ég bendi á, að núgildandi stjórnarskrá var »sett« í gildi með þjóðaratkvæði. Alþingi hefur einungis heimild til að að gera breytingar, sem er annað en að »setja«  stjórnarskrá. Þetta fyrirkomulag er viðhaft af hagkvæmni-ástæðum, vegna erfiðra samgangna 1944.

 

Rétt er að konungur var fullveldishafi og hann setti Íslandi stjórnarskrá. Hins vegar »gaf« hann ekki landsmönnum stjórnarskrá, þótt reynt væri að láta líta svo út. Margir gerðu grín að þessari »gjöf« og má nefna skrif Jóns Guðmundssonar ritstjóra í því sambandi. Ef konungur gaf einhverjum stjórnarskrána, þá var hann sjálfur þiggjandi. Raunar er styttan af honum fölsun, því að hann kom ekki með stjórnarskrána til Íslands heldur var hún geymd í skúffu konungs.

 

Viggó, ef þú leiðréttir skrif þín með hliðsjón af framangreindum staðreyndum, þá hygg ég að við náum vel saman.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

 

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 13:15

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Loftur Alice. 

Sá er nú munurinn að þú ert verkfræðingur en ég hef lært stjórnskipunarrétt við Lagadeild Háskóla Íslands.

Prófessorar mínir voru þau Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson nú hæstaréttardómari.

Á þeim tíma sem ég las fyrst bókina Stjórnskipun Íslands, þá þekkti ég Ólaf Jóhannesson sjálfan. 

Og átti þess kost að spyrja hann um það sem ég taldi óljóst á þessu sviði.

Ég ætla frekar að halda mig við það sem lærði af  þessum ágætu prófessorum. 

---------------

Það er rangt hjá þér að núverandi stjórnarskrárgjafi geti aðeins breytt stjórnarskránni. 

Hann getur sett nýja.

Hann getur numið hana úr gildi.

Hann getur umbylt stjórnarforminu gersamlega.

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 13:56

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

Viggó, ég sé að ástæða er til að gera fleirri athugasemdir við færslu þína. Þú segir:

 

“Með sambandslögunum sem gengu í gildi 1. desember árið 1918 varð Íslenska ríkið endanlega fullveldishafinn á Íslandi.”

 

Þetta er ekki rétt því að Ísland var konungsríki frá 1918 og til 1944. Fullveldisréttindi landsins voru því hjá konungi þetta tímabil. Auk þess er ekki fullnægjandi að tala um að fullveldi sé hjá Íslendska ríkinu.

 

Líklega ert þú að rugla saman fullveldi og sjálfstæði, sem margir gera.

 

Fullveldi getur einungis verið hjá einhverjum aðila, innan ríkis eða utan. Fræðilega eru bara þrír möguleikar á stjórnarformi: einveldi, höfðingjaveldi og lýðveldi, sem áður var nefnt þjóðveldi. Fullveldið er þá hjá: konungi, höfðingjum eða almenningi. Stjórnarfar er annað hugtak en stjórnarform og þessu tvennu má ekki rugla saman.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 14:14

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Loftur Altice.

Í yfirliti yfir stjórnskipunarsögu Íslands

sagði dr. juris hc, Ólafur Jóhannesson lagaprófessor og höfundur grundvallarritsins Stjórnskipun Íslands:

"...Með sambandslögunum var því fullveldi hins íslenska ríkis orðið óvefengjanlegt..."

Það er því fullkomlega rangt hjá þér að fullveldisréttur Íslands hafi verið hjá konungi frá árunum 1918 til 1944.

Svo segir þú Loftur Altice:  "...Fullveldi getur einungis verið hjá einhverjum aðila, innan ríkis eða utan..."

Það er algerlega rangt að fullveldisrétturinn, þ. e. óskoruð ríkisyfirráð, geti verið hjá aðila utan ríkisins.

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 15:42

15 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þú ert ekki fyrstur Viggó, til að trúa blindt á skoðanir fræðimanna. Það sem þú hefur eftir Ólafi Jóhannessyni verður ekki rétt bara af því að hann stóð í þessari röngu trú. Ef þú gefur þér tíma til að hugsa málið sjálfur, muntu komast að sömu niðurstöðu og ég. Þar sem ég veit að ég fer með rétt mál, hef ég skrifað blaðagreinar til að leiðrétta ranghugsun Ólafs og fleirri.

 

Vissulega getur fullveldisrétturinn verið utan ríkisins og það sannaðist hvað Ísland varðar á tímabilinu 1918 til 1944. Það tímabil var fullveldið hjá konungi, sem ekki var að öðru leyti hluti af Íslendskri þjóðarheild. Þjóðin var sjálfstæð, en fullveldið hjá konungi og Danska ríkið sá um utanríkismál og hervarnir. Auðvelt ætti að vera að skilja, að fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að fullveldishafinn sé utan ríkisins.

 

Ég nefni aftur að fullveldi er ekki það sama og sjálfstæði. Fullveldi er stjórnskipunar-vald, ekki alræðis-vald (óskoruð yfirráð). Sjálfstæði snýr hins vegar að öðrum ríkjum, á hliðstæðan hátt og sjálfstæði einstaklings snýr að öðrum einstaklingum. Sjálfstætt ríki fer með lögsögu á sínu yfirráðasvæði, sem getur raunar verið utan landamæra ríkis. Dæmi um slíka lögsögu var Icesave rekstur Landsbankans.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 16:33

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Loftur Altice.

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.

Þegar þú sem háskólaborgari segir mér að henda öllum viðurkenndum vísindum, almennt viðurkenndra fræðimanna.

Árið 1930 útskrifaði Háskóli Íslands, lögfræðinginn Bjarna Benediktsson með hæstu einkunn, sem þá hafði verið gefin.

Bjarni stundaði framhaldsnám í stjórnlagafræði í Berlín 1930-1932.

Bjarni var skipaður prófessor í lögum í Háskóla Íslands 1932 og gegndi því starfi til 1940.

Næst síðasta árið sem dr. juris hc Bjarni Benediktsson var prófessor útskrifaði hann Ólaf Jóhannesson sem lögfræðing.

Aðspurður af hverju hann hefði gefið Ólafi hækki einkunn en hann fékk sjálfur svaraði dr. Bjarni:

"Það var ekki annað hægt. Hann kunni þetta allt. "

Ólafur stundaði framhaldsnám í lögum í Danmörku og Svíþjóð.

Dr. juris hc Ólafur Jóhannesson varð prófessor við Laga- og viðskiptadeild Háskólans árið 1947 og var það til ársins 1978.

Þar sem hann varð forsætisráðherra árið 1971, hætti hann þá kennslu.

Þar eð Bjarni fór svo snemma í stjórnmálin kom það í hlut Ólafs að skrifa grundvallarrit Íslendinga í stjórnskipunarrétti.

Ritið Stjórnskipun Íslands sem kom út á bók árið 1960.

Að beiðni Ólafs var ritið endurskoðað af dr. juris Gunnari G. Schram sem tók við af Ólafi sem prófessor í stjórnskipunarrétti.

(Öndvegismaður sem ég var líka málkunnugur.)

Björg Thorarensen, núverandi prófessor endurskoðaði mannréttindakaflann frá grunni.

Eftir endurskoðun hét rit dr. Gunnars Stjórnskipunarréttur og var og er enn grundvallarrit okkar á þessu sviði.

Allir íslenskir lögfræðingar hafa litið á fræði þessarra manna sem viðurkennda lögfræði á þessu sviði.

Og nú segir þú mér að ég eigi bara að henda þessu öllu eða sem sagt ekki trúa neinu af því.

Bjarni er orðinn okkar helsti stjórnlagafræðingur fyrir lýðveldisstofnun og Ólafur er það eftir lýðveldisstofnun.

Þeir voru báðir á Alþingi og voru báðir forsætisráðherrar. 

Svona eins og fræðimenn sem sjá svo fræði sín í framkvæmd á rannsóknarstofu.

Í yfir 30 ár hef ég lesið þessi fræði og fundist þau afar sannfærandi svo ekki sé meira sagt.

Og þegar þú segir mér að taka ekkert mark á því sem Ólafur Jóhannesson lærði hjá Bjarna og skrifaði svo um sjálfur. 

Þá er það bara meira en ég treysti mér til.

Enda gefum við ekki mikið fyrir framsæknar lögskýringar hérlendis.

En ef þú vilt halda þig við þínar eigin lögskýringar þá ertu auðvitað frjáls að því.

En þær gilda aðeins í höfðinu á þér sjálfum og hvergi annars staðar sem mér er kunnugt um.

Lifðu heill.  

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 17:35

17 Smámynd: Samstaða þjóðar

Viggó, þú ert ekki einn um þína sorgarsögu, að trúa blindt á það sem aðrir hafa fyrir þér. Þetta kemur jafnvel fyrir í vísindum, sem stjórnlagafræði er ekki, þótt þú virðist halda það. Ef það er eitthvað gagnlegt sem menn læra í verkfræðinámi, þá er það að trúa engu í blindni. Því miður virðist sama ekki gilda um lögfræði. Með kveðju.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 18:12

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er þín sorgarsaga Loftur Altice.

Ég trúi aðeins því sem rétt er, hef gert það og geri það áfram.

Í lögfræði er það nefnt upp upp á latínu lex lata þegar menn eru að tala um lögin EINS OG ÞAU ERU.

Hins vegar nefnt lex ferenda þegar menn eru að tala um lög EINS OG ÞÁ LANGAR TIL AÐ ÞAU SÉU.

Þú ert algjör lex ferenda maður.

Þú ert að tala um lög, og lögskýringar, eins og þig langar persónulega til að lögin séu.

Það hefur nákvæmlega ekkert með raunveruleikann að gera.

Þú gætir alveg eins sagt verkfræðinemum að lögmál Newtons væru öll bölvuð vitleysa.

Heldur þú að þeir tryðu þér? Bara af því að þú segðir það? Með algerlega handónýtum rökum eins þú ert með hér að ofan?

Þig lítillækkar þig stórkostlega með því að halda fram slíkum rangfærslum sem þú ert með hér að ofan.

Þær eru fræðimannsheiðri stéttar þinnar ekki samboðnar og ekki þér persónulega. 

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 20:43

19 Smámynd: Samstaða þjóðar

Viggó, ég skil ekki augljósa geðvondsku þína. Þú segir að þú fylgir þínum lærimeisturum og getir ekki útskýrt þau hugtök sem við höfum rætt um. Ég tek þessari afstöðu þinni með jafnaðargeði.

Í verkfræði og í vísindum almennt, taka menn ekki við fullyrðingum sem ekki er hægt að sanna. Lögmál Newtons væri ekki viðurkennt, nema af því að hægt er að sanna það og slík sönnun er tillölulega auðveld. Þetta gerði ég ótal sinnum sem kennari.

Við skulum ekki blanda klisju eins og "fræðimannaheiðri" inn í málið. Ef menn vilja ekki hafa það sem sannast reynist, þá eru menn einfaldlega ekki fræðimenn. Allir alvöru fræðimenn reyna að þróa sínar eigin hugmyndir og skoða þá gjarnan þær hugmyndir sem aðrir hafa. Mér virðist þú ekki nálgast okkar viðræðuefni með opnum huga, en það er þitt mál. Með kveðju.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 7.3.2013 kl. 21:12

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll aftur.

Kynntu þér skilgreiningarnar á því hvað er ríki og hvað er fullveldi og hvernig þetta tengist saman.

Þú hefur ekki einu sinni á valdi þínu þínu svona einföld grundvallaratriði.

Það er gjörsamlega fráleitt að þú sért að tjá þig um þessi mál og hvað þá þegar þau flækjast svo ennþá meira.

Ef þú værir einhver fáviti þá væri mér alveg sama og væri ekkert að tala við þig yfirleitt.

En að maður með verkfræðimenntun geti farið fram með slíkan málflutning um fræðileg atriði sem hann kann ekkert í.

Já þá er mér bara ekki skemmt, það skal ég viðurkenna.

Í lögfræðinni snúast málin ekkert um að skoða eitthvað með opnum huga sem einhver heldur fram.

Þar snúast málin um ákveðnar viðurkenndar aðferðir sem hægt er að átta sig á.

Og sem dómstólar dæma svo eftir. Það er hinn beinharði veruleiki.

Menn geta kjaftað frá sér allt vit úti í bæ um það hvernig dæma skuli í einhverju máli eftir þessu eða hinu.

Það skiptir bara alls engu máli, dómstólarnir munu samt sem áður komast að niðurstöðu eftir viðurkenndum aðferðum lögfræðinnar.

Líka þó að einhver verkfræðingur hefði viljað að málið væri skoðað með opnum huga, með einhverjum allt öðrum hætti.

Það heita framsæknar lögskýringar ef við viljum kalla það eitthvað.

Og á Íslandi er nánast ekkert gefið fyrir framsæknar lögskýringar.

Hvort sem þú vilt það eða ekki.

Hvort sem ég vil skoða þær með opnum huga eða ekki.

Þær gilda ekki.

Punktur.

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 21:36

21 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo heldur þú áfram að halda þeirri firru fram að Íslenska ríkið hafi ekki haft fullveldisréttin frá 1918 til 1944.

Hvað með stjórnarskrána fyrir Konungsríkið Ísland frá 1920.

Var hún kannski ekki til.

Ég hef samt lesið hana.

Hún er nærri því sú sama og var svo notuð hérlendis eftir árið 1944, nema að forseti stóð þar sem áður stóð konungur. 

Góðar stundir við verkfræðina.

Láttu lögfræðina eiga sig.  

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband