Og hver er svo mæliaðferðin? Nákvæmni með tveimur aukastöfum?

Sá sem tók saman þessar niðurstöður sagðist hafa aflað sér þessarra upplýsinga á netinu. 

Það sem viðkomandi þjóðir sögðust lesa gleraugnalaust af mælitækinu? Eða var það frúin?

Það er með ólíkindum að hægt sé birta svona niðurstöður í sentimetrum og TVEIMUR AUKASTÖFUM.

Það er ekki bara nákvæmni upp á millimetra heldur tíunda hluta úr millimetra sem er eins og þvermál á hrosshári.    

Í fréttinni segir:  

"...í Bretlandi er að meðaltali 13,97 sm í fullri reisn, 13,46 sm í Frakklandi...  

... íslenska karlmenn en getnaðarlimur þeirra er að meðaltali 16,51 sm..."

En það eru nú kannski saklaus mistök blaðamanns við að umbreyta þessum stærðum úr tommum í sentimetra. 

--------------------

Skv. wikipedia sýndi athugun á 3.300 Ítölum, samlöndum sjálfs Giacomo Casanova, meðaltal upp á 13,0 cm.  

Svona mælingar og samanburður eru auðvitað fráleitar þar sem líkamsstærð þjóða er mjög mismunandi.

Ef karlar einhverrar þjóðar eru mjög litlir eru konurnar það líka.  Og eðlilega einnig kynfæri beggja kynja. 

Kannski erum við Íslendingar bara, á allan hátt, þetta stærri en t. d. Ítalir.  

En þegar við getum ekki lengur sagt að við séum bestir Evrópubúa í kaupmennsku og bankarekstri. 

Er auðvitað huggun að geta sagt öllum að við séum með stærsta typpið. 

Það var þó.    


mbl.is Íslendingar „stærstir“ í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viggó, þú talar um nákvæmni vegna tveggja aukastafa. En ef þú leggur saman heilar tölur, svo sem 17+13+14+15 = 59.. svo til að fá meðaltal þá deilirðu þessari upphæð með 4 = 14.75... þannig að mælingarnar þurfa ekki að vera jafn nákvæmar og útreikningurinn...

Meðaltal er fundið með því að leggja saman allar lengdirnar (í þessu tilfelli) og deila því svo með fjölda þáttakenda.

Kristinn Þorri Þrastarson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 05:58

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það gæti verið Kristinn Þorri.

Það eru til reglur um þetta.

En útkomuna í þessu tilfelli á varla að hafa með tveimur aukastöfum.

Viggó Jörgensson, 1.10.2012 kl. 19:07

3 identicon

Einhvern tímann kom kanadískur sálfræðiprófessor með tilgátu að  það væri  tölfræðilega mælanlegt  samhengi  milli stærð typpis og greindarvísitölu. Í öfugu hlutfalli reyndar . Það bjargar deginum hjá Kóreumönnum og Kínverjum.

Höddi (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband