Setja ætti hitalagnir í flugbrautir og lengja braut út í Skerjafjörð.

Það er hreint óráð að við höfum efni á að flytja Reykjavíkurflugvöll um okkar daga.  

Nær væri að sættast við völlinn og bæta hann.

Lengja ætti flugbrautina sem snýr út að Skerjafirði og setja Suðurgötuna þar í stokk.  (Braut 31)

Þannig væri hægt að minnka stórlega lágflug yfir byggð á Kársnesi og miðbæ Reykjavíkur.  

Svo ættum við auðvitað að setja hitalagnir í flugbrautirnar.

Og setja upp sæmilega flugstöð á flugvellinum.

Mættu vera byggingar úr einingum sem hægt væri að flytja síðar ef það huggar einhvern.  

Ferðaþjónustan er okkar helsti vaxtabroddur um þessar mundir.

Við erum að fljúga frá Reykjavík út á land, til Færeyja og Grænlands.

Nestum út ferðamennina úr einhverjum skúrræksnum á Reykjavíkurflugvelli.

Sem mesta furða er að enn hangi uppi.

Voru ónýtt rusl þegar ég vann eitt sumar á flugvellinum fyrir meira en 30 árum.  

En hafa verið stagbættir slag í slag.   

Mætti kannski vera einhver munur á því húsnæði sem ferðamönnum er boðið upp á eftir aðstæðum.

En þarna er allt sprungið fyrir löngu, aðkoma bíla, hvort sem er hópbíla, leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíla.

Á háannatíma þyrftu sjúkraflutningamenn að skilja sjúkrabílinn eftir svona eins og 50-80 metra frá flugstöðinni.

Og hlaupa svo með sjúkrabörurnar í gegnum umferðarteppuna og gæta þess að láta ekki aka yfir sig. 

Aðstaðan þarna er í rauninni ekki boðleg fyrir neinn hvorki starfsfólk eða ferðamenn. 

Allt út af heimsku eða barnaskap í einhverjum draumóramönnum.  

Sem kunnugust mannvirki eru rennusteinarnir í miðbæ Reykjavíkur.    

Þar sem þeir ýmist skriðu eða lágu áður en bjórinn var leyfður. 

En eftir komu bjórsins ná þeir að slaga um talsvert stærra svæði á milli fleiri húsa.

Og vilja því eðlilega flugvöllinn burt svo þeir geti stækkað sjóndeildarhringinn frekar. 

 


mbl.is Flugfélagið má ekki malbika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband