Skilgreining neyslusamfélagsins. - Einsleitt skólakerfi.

Ég hef ekki neina allsherjar lausn á þessum afbrotamálum frekar en aðrir.

En skólakerfið er of einsleitt.

Of mikil áhersla á bóknám ennþá og að allir hegði sér svipað.

Hver segir að einhver krakki EIGI að geta setið kyrr og þagað í 40 mínútur í einu?

Er það eitthvað náttúrulögmál?

Þeir sem passa ekki inn í þessi þröngu norm okkar lenda fljótt í vandræðum.

Eru útsettari fyrir "ófélagslegri" hegðun og að byrja á einhverju sem er "óæskilegt" eða bannað börnum og unglingum.

Þá skiptir engu máli hvað hluturinn heitir.

Það að einstaklingurinn nær ekki að njóta sín er frumvandamálið.

Það held ég að sé aðalskýringin á fjölgun þeirra sem fara út af beinu brautinni.

Þessi fyrirskipaða beina braut er allt of þröng.

Af hverju er verið að pína ungmenni til að læra þrjú tungumál og allan djöfulinn.

Einhvern sem vill bara læra að lesa, reikna og skrifa og á ekkert gott með það, hvað þá meir?

Einhvern sem ætlar kannski að læra logsuðu og er snillingur í slíkri vinnu?

Af hverju fer hann þá ekki beint í slíkt nám upp úr fermingu?

Lærir svo meira seinna ef hann nennir?

Af hverju þarf slíkur einstaklingur að detta út úr skóla af því að hann getur ekki lært dönsku eða getur þagað eða verið kyrr í 40 mínútur?

Er ekki ríkið að skipta sér of mikið af lífi okkar?

Og er ekki allt of niður njörvað hvernig allir eigi að vera?

Og eru bara ekki allt of margir sem passa ekki inn í þetta smáborgaralega mynstur okkur og kikna undan þeim kröfum?

Bara út af kreddum okkar hinna?

-------------------

Ég er ágætlega málkunnugur manni er vinnur eitt af þeim störfum í þjóðfélaginu sem minnst eru metin.

Auk þess að mæta alltaf stundvíslega, vinnur hann sitt starf óaðfinnanlega, eins og eftirlitsmaðurinn í Brekkukotsannál. 

Þessi maður á sitt húsnæði, sinn bíl og skuldar engum hvorki af íbúð né öðru. 

Þau hjónin hafa komið börnum sínum ágætlega til manns og eru orðin afi og amma. 

En hafa lágmarks skólagöngu, litlar tekjur, eyða litlu og lifa ágætu og innihaldsríku lífi. 

Samkvæmt skilgreiningu neysluþjóðfélagsins er þetta prýðilega fólk, lélegir neytendur eða lúserar.  

Sigurvegararnir eru hins vegar þeir sem luku löngu námi og höfðu lánstraust til að skuldsetja sig. 

Og hafa "fjárfest" í dýru húsnæði, bílum og nær öllu því sem neysluþjóðfélagið hefur auglýst til sölu.

Og hefur sífellt liðið ver og ver þó þeir hafi aðeins skuldsett ævitekjurnar nokkrum sinnum. 

Til að geta litið glaðan dag er það ekkert smáræði sem maður á að kaupa en vantar ekki.  

--------------------

Framangreindur málkunningi þykir af fordómum síns þjóðfélags vera maður einfaldrar gerðar með einföld áhugamál.

Allt sem hann hefur gert, eða sagt, finnst mér hins vegar ákaflega skynsamlegt og hafa gagnast vel.

Undanfarin ár hefur mér ekki þótt það sama gilda um þjóðfélagið er metur þennan mann lúser. 

Dramb er falli næst, var sagt í heimahéraði okkar kunningjanna.  

Ég ber djúpa virðingu fyrir þessum manni en ekki þjóðfélagi hans eða stjórnendum þess. 

  

 


mbl.is Slóð afbrota „félagslegra lúsera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Þarna hittir þú naglann á höfuðið! Skelfilegt hve sjálfsagt þá þykir að öllum sé þröngvað ofan í sama litla kassann og eigi bara gera eins og aðrir því það þykir venjulegt og gott. Fínt að lesa af og til eitthvað frá öðrum sem maður getur ekki komið svo vel yfir í orð sjálfur, en þú talar líkt og úr mínum munni hér fyrir ofan!

Sigurður Heiðar Elíasson, 28.3.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Sigurður Heiðar.

Öll þjóðfélög, verða á hverjum tíma að geta teygt sig sem lengst á móti þörfum sem allra flestra sem þar búa.

Þannig hámarka þau hamingju sem flestra og nýta mannauð sinn best.

Nærtækt er til dæmis að taka samkynhneigða.

Þeir voru hreinlega drepnir í sumum þjóðfélögum. (Og eru kannski enn. )

Sjáðu hversu skelfilegt tjón það hefur verið fyrir alla.

Teldu upp í huganum alla þá listamenn, fatahönnuði, dansara, tónlistarmenn o. s. frv. sem eru samkynhneigðir.

Og sjáðu hversu heimurinn væri fátækari ef þeirra nyti ekki við.

Allar framfarir í heiminum eru yfirleitt komnar frá sérvitringum eða letingjum.

Þessum sem vildu prófa að gera hlutina öðru vísi af mismunandi hvötum.

Sænska bókin; Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir Jonas Jonasson, lýsir þessu skemmtilega.

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband