Kommúnistar eru á móti lýðræði í öllum myndum.

Við megum þakka fyrir ef Steingrímur reynir ekki að fresta næstu alþingiskosningum eins og Castró um árið.

Það þurfti því engin að búast við að loforð frá því á aðventunni, yrðu haldin nú undir þorra. 

Loforð og sannleikur eru ekkert að þvælast fyrir kommúnistum hvorki fyrr né síðar. 

Í gær reyndi gamli kommúnistinn Össur Skarphéðinsson að ljúga að þjóðinni. 

Að hún fengi einhvers konar neitunarvald ef hún væri innan Evrópusambandins.

Íslendingar munu engin frekari áhrif hafa á löggjöf ESB, en nú er í gegnum samráð EFTA og ESB.

Eina neitunarvaldið hafa Íslendingar einmitt nú þegar, þar sem við getum hvernær sem er. 

Hætt að innleiða löggjöf Evrópusambandins og erum þar með hætt í EES samstarfinu. 

Eftir að við værum komin inn í ESB gætum við ekki neitað einu, eða neinu, upp á okkar einsdæmi.

Annað er fölsun á staðreyndum.

 


mbl.is „Gunguskapur stjórnarflokkanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lýðræði er ekki í boði spilltrar embættismanna-stjórnsýslunnar á Íslandi. Við þurfum að berjast fyrir því án aðstoðar æðstavaldsins. Fólk þarf að þora að segja frá, þrátt fyrir hótanir og útskúfanir. Það er fangalíf að vera ekki frjáls að tjá sig um sannleikann, og standa með sjálfum sér og réttlætinu fyrir heildina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2012 kl. 10:09

2 identicon

En nú er Bjarni Ben og SjálfstæðisFLokkurinn á móti lýðræðislegri kosningu um ESB samningana, er hann þá kommúnisti og SjálfstæðisFLokkurinn Kommúnistaflokkur...???

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 11:01

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið.

Þú ert er byrja á öfugum enda Helgi Rúnar. 

Fyrst átti þjóðin að leyfa stjórnmálamönnum að sækja um ESB aðild. 

Það hefur hún aldrei leyft.

Viggó Jörgensson, 18.1.2012 kl. 15:17

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hitt Helgi Rúnar að ég svara ekkert fyrir Bjarna Benediktsson.

Mín skoðun er sú að hann eigi að hætta í stjórnmálum

þar sem rannsóknarnefnd Alþingis sagði hann hafa fengið óeðlilega lánafyrirgreiðslu. 

Viggó Jörgensson, 18.1.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband