ESB reglurnar eiga sök á hruninu.

Öll okkar bankalöggjöf kom frá ESB í gegnum EFTA samstarf okkar um evrópska efnahagssvæðið EES.

Ríkisstjórnin vissi ekki, og mátti ekki vita, hverjir voru lántakar í bönkunum. 

Seðlabankinn vissi ekki, og mátti ekki vita, hverjir voru lántakar í bönkunum. 

Fjármálaeftirlitinu bar að vinna eftir blekkjandi ESB reglum, hvað teldust tengdir aðilar. 

Þannig að sami frakkinn á sama manninum komu hvor öðrum ekkert við, og voru ótengdir aðilar. 

Lántakandinn, eigandi frakkans, var því ekkert tengdur frakkanum eða hans lánum.

Þess þá síður vösum frakkans eða þeir hvor öðrum, enda allir sjálfstæðir lögaðilar nema eigandinn. 

Enginn þeirra hafði neitt með skuldir hins að gera samkvæmt skilgreiningum ESB.   

Það var ekki leyndarmál að allir áttu þeir svo hlutabréf í bönkunum.

En kúlulánin sem þeir fengu til að kaupa hlutabréfin voru auðvitað leyndarmál.

Frakkaeigendurnir voru svo saman í viðskiptablokkum sem einnig voru ótendir aðilar í reglum ESB. 

Á endanum skildi svo enginn neitt í neinu, ekki einu sinni frakkaeigendurnir sjálfir. 

Hvað þá okkar eigin, hagfræðimenntaði forsætisráðherra, Geir Haarde sem ekki mátti vita neitt.

Og því síður Inggjaldsfíflin Össur og Jóhanna sem sátu í ríkisstjórn þessa sama Geirs Haarde. 

Samt vilja þau fá fleiri reglur frá ESB sem þau skilja ekkert frekar en hinar.

Stefnan er, að því fleiri reglur sem þau skilja ekki, því betra, enda fífl hvort sem er. 

Mætti ég þá frekar biðja ítalska skipstjórann Francesco Schettino að stjórna landinu, var hann ekki að losna út?   

Hann er í ESB, er það ekki nægjanlegt? 


mbl.is Segir greinina bull og þvætting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband