Vopnaburður lögreglu því miður orðinn nauðsynlegur en á ekki að upplýsa í smáatriðum.

Þó að við Íslendingar eigum ekki von á atburði eins og í Útey í Noregi.

Þá gengur ekki lengur að löggæslumenn okkar séu bæði allt of fáir og þar af leiðandi oft í lífshættu.  

Ríkisvaldið hefur skorið löggæslu niður við trog.

Þannig að erlendir stórglæpamenn hafa ítrekað ekki hikað við að lúberja lögreglumenn okkar.

Það er bara ekkert sem við heiðarlegt fólk getum þolað, þó að glæpamenn og alþingismenn þoli það vel.  

Og þá ekki um annað að ræða en að lögreglumenn verði betur vopnaðir. 

Gera verður miklar kröfur til lögreglumanna sem fengju að bera til dæmis skotvopn við störf sín.

Og setja yrði reglur um hæfni, próf, aldur, starfsaldur, þjálfun, notkun, rannsóknir og viðurlög vegna vopnaburðar.

Og það yrði einnig að setja strangar fangelsisrefsingar vegna misnotkunar á vopnum. 

En frekari vopnavæðing lögreglu er því miður orðin tímabær, þökk sé Schengen og Alþingi.

Ríkisstjórnin var hins vegar nú nýlega að húrra fjáraukalögum í gegnum Alþingi. 

Þar var íslenska þjóðin látin bæta við 168 miljónum í alþjóðlega friðargæslu fyrir árið 2010. 

Í viðbót við þær 347 miljónir sem voru á fjárlögum það sama ár.  

Alls lét Össur okkur því greiða 515 miljónir árið 2010, út af stríði sem við stofnuðum ekki til í Afganistan.  


mbl.is Byssur í lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Því miður eru aðgerðir Össurar dæmigerðar fyrir alltof margar athafnir ríkisstjórnarinnar. Forgangsröðunin hefur greinilega...frá upphafi...verið hönnuð af viðvaningum. Sem leiðir hugann að þeim fjölda ára sem alltof margir hafa setið á þingi...án þess að hafa lært nokkurn skapaðan hlut.

Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2011 kl. 16:02

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála Þráinn Jökull.

Sumt hjá okkur er eins og við séum miklu meira en bandvitlaust...

Viggó Jörgensson, 23.11.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband