Sérsveitin leiti kerfisbundið að vopnum

Það er ekki góð hugmynd að upplýsa um að skotvopn séu í lögreglubílum, verði það ákveðið.  

Um áratugi hafa lögreglumenn verið vopnaðir í sérstökum verkefnum. 

Það er best að upplýsa ekkert um slíkt. 

Eigi hins vegar að vopna almenna lögreglumenn frekar ætti ekki að upplýsa nánar um staðsetningu vopnanna.

Þetta getur varla verið svo stór hópur afbrotamanna sem telja sig hafa þörf fyrir skotvopn.

Sérsveitin ætti einfaldlega að stöðva þessa kunningja sína kerfisbundið til vopnaleitar.

Og dómstólar veita væntanlega fúslega leitarheimild hjá föstum viðskiptavinum.

Eigi almenn lögregla að hafa skotvopn nærhendis, ætti ekki að upplýsa um útfærslu þess.

Og gera þyrfti alveg sérstakar kröfur til þeirra lögreglumanna sem ættu að hafa skotvopn á vaktinni. 

Þeir ættu að standast sérstaka skoðun sálfræðings og geðlækna.

Þar sem gegnið yrði úr skugga um að þeir þjáist ekki af starfsþreytu. 

Geti unnið undir gríðarlegu andlegu álagi án þess að missa dómgreindina.  

Það er engan veginn sjálfgefið að allir lögreglumenn séu færir um að bera skotvopn að staðaldri. 

En því miður ekki lengur hægt að fordæma þann möguleika að einhverjir þeirra geri það.  

Þar fyrir utan er svo að sjá sem svokölluð sérsveit ríkislögreglustjóra nýtist nær ekkert við almenna löggæslu. 

Þeir piltar virðast eyða vinnuskyldunni í líkamsræktarstöðvum en ekki við löggæslustörf. 

Aldrei hef ég séð sveit þessa sýna sig niður Laugaveginn að kvöldlagi eða í miðbænum um helgar.

Og væri þó oft full þörf á. 

Fyrirkomulag sem Ögmundur hlýtur að endurskoða.  


mbl.is Vopn í lögreglubílum möguleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í því sem þú segir en mér finnst samt allt of margir tjá sig um þessi mál sem hafa ekki vit á hlutunum.

Það mætti koma betur fram að sérsveitarmenn eru aðeins í Reykjavík og Akureyri og eins og fólk ætti amk að vita að þá getur tekið mjög langan tíma að komast á ýmsa staði úti á landi, ef ófært er land- og flugleiðina þarf að fara með skipi. Það gæti tekið óratíma og mikið búið að ganga á á þeim tíma.

 Fólki virðist vera nokkuð sama um öryggi lögreglumanna, að það sé sjálfsagt að þeir fari í verkefni eins og fallbyssufóður og að það sé nóg að tala menn til og gefa þeim í nefið. Ef það gengur ekki þá er nóg að kalla á sérsveitina og hún kemur strax og reddar málunum. Það getur samt komið upp að það þarf að bregðast skjótt við og ekki tími til að bíða eftir sérsveit.

Það virðist vera að fólki finnist í lagi að bíða eftir því að lögreglumaður verði drepinn áður en næsta skref er stigið, aðeins til að geta haft höfuðið aðeins lengur í sandinum og talið sjálfu sér trú um að Ísland sé ennþá svona rosalega saklaust.

 Við skulum ekki spá í öryggi lögreglumanna heldur setja dæmið upp eins og gerðist í Útey í Noregi. Ef einhver geðsjúkur maður ákveður í dag að skaða fullt af fólki á afskekktum stað úti á landi, þá er ekki víst að lögreglan geti brugðist hratt og vel við þar sem alltaf er gert ráð fyrir að sérsveitin komi og sjái um svona mál. Ef þetta gerist þá verður lögreglan gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu vel undirbúin.

Það að vopn séu í lögreglubílum skapar strax meira öryggi, ekki aðeins fyrir lögreglumenn heldur fyrir borgarana því lögreglumenn eru ekki í heilögu stríði gegn ákveðnum hópi manna heldur er þeirra verk að VERNDA borgarana.

Það gæti skipt öllu máli að stutt sé í vopnin því það getur verið tugi kílómetra, jafnvel hundruð kílómetra í næstu lögreglustöð til að sækja vopn ef þörf er á þeim. Úti á landi er hugsanlega aðeins einn eða tveir lögreglumenn á vakt eða jafnvel öllu svæðinu og því enginn til að koma þeim til aðstoðar fyrr en eftir langan tíma.

Sérsveitin er nauðsynleg til að sérhæfa sig í vopnamálum, gísla- og hryðjuverkamálum því við erum sjálfstætt land og verðum að vera tilbúin til að leysa öll þau verkefni sem sjálfstæð lönd gætu þurft að glíma við. Það má samt ekki gleyma hinum almenna lögreglumanni sem er fyrstur á vettvang og jafnvel sá eini í langan tíma..... og eftir langan tíma gæti allt verið búið.

Og eitt í viðbót, það er alltaf verið að tala um að ef lögreglan vopnist að þá vopnist glæpamennirnir. Það eru allir betur vopnaðir en lögreglumenn. Það eru byssur á meira en öðru hverju heimili og mjög algengt að þegar lögreglan fer í húsleitir að lagt er hald á skotvopn. Þeir sem þekkja þennan heim vita að vopn eru mjög algeng, smygluð, stolin og lögleg.

Lesandi (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 22:11

2 identicon

Það er ástæða til að upplýsa síðuskrifara að viðamesta verkefni sérsveitar er öryggisgæsla erlendra þjóðhöfðingja/gesta í embættisheimsóknum. Og þetta er allnokkuð. Við verðum eðlilega ekki mikið vör við þessi störf sérsveitarinnar og þess vegna hættir okkur til að álykta að hún sé ekkert að gera neitt.

Og menn geta síðan haft skoðanir á því hvort kraftar hennar séu skynsamlega nýttir í að passa erlenda gesti. En krafa erlendis frá er fagleg gæsla og einu aðilarnir sem kunna það er sérsveitin.

Varðandi líkamsræktina, þá er það einkenni allra sérsveita, hvort heldur er á vegum hers, lögreglu eða jafnvel bara björgunarsveita, að vera alltaf í toppformi. Annars væri það ekki sér-sveit. (sérstaklega vel þjálfuð sveit). Og vissulega hættir okkur til að álykta að sérsveitin geri ekkert annað en hanga í ræktinni, því volvóinn þeirra er oft parkeraður fyrir framan Laugar fyrir allra augum. En staðreyndin er sú að ræktin er samt aðeins partur af þjálfuninni sem fer fram hingað og þangað, skotæfingar, gæsluæfingar, viðbragðaæfingar í neyð, og hvað þetta er allt.

En ýmislegt annað í skrifum síðuhaldara get ég tekið undir, en vildi árétta ofanritað.

Athugasáttasemjari (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 23:22

3 identicon

"Þar fyrir utan er svo að sjá sem svokölluð sérsveit ríkislögreglustjóra nýtist nær ekkert við almenna löggæslu."

-Þetta er einfaldlega kolrangt, sérsveitin sinnir almennri löggæslu eins og aðrir lögreglumenn og vopnast aðeins þegar hún fær beina skipun þess efnis frá yfirmanni sínum. Ég sé mjög oft sérsveitarbíla í umferðinni, þeir eru af gerðinni Volvo XC70, sem er station bíll og Volvo XC90, sem er jeppi. Hvað göngueftirlit varðar er það einfaldlega ekki áhersla hjá lögreglunni, hvort sem um er að ræða sérsveitina eða almennu lögregluna.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 02:35

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Arngrímur.

Ég hef líka séð þessa bíla í umferðinni t. d. VR R06 og HP L86

og þá á leiðinni í líkamsræktarstöðina eða frá henni.

Það gleður mig ef þessir drengir sinna einnig löggæslu.

Ég var nú ekki að ætlast til að sérsveitin væri á göngu.

En þeir mættu gjarnan láta skrílinn sjá sig þegar það á við.

Til dæmis í miðbænum.

Viggó Jörgensson, 22.11.2011 kl. 20:54

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Athugasáttasemjari.

Þessir ágætu Volvo bílar eru líka fyrir utan stöðina í gamla Héðinshúsinu

en þar sá ég einmitt nýlega þá bíla sem ég nefndi við Arngrím.

Ég hef ekki trú á að gæsla erlendra gesta sé nema brot úr fullu starfi.

Ég er ekki í alvöru að gera athugasemdir við að menn haldi sér í formi.

En skil ekki af hverju sérsveitarmenn sjást ekki t. d. í miðbænum um helgar.

Ég man fyrst þegar ég kom til Parísarborgar fyrir tæpum 30 árum.

Þar var lögreglan grá fyrir járnum í miðbænum.

Menn þurftu að vera miklu meira en brjálaðir til að detta í hug.

Að þeir kæmust þar upp með eitthvað múður.

Hér hika útlendingar ekki við að lúberja lögreglumenn okkar

af því að þeir sjá engan liðsstyrk.

Ég man líka þegar ég kom til Spánar fyrir 30 árum. (Mallorca)

Þegar við skólasystkinin gengum framhjá landamæralögreglunni.

Þeir voru sex og nokkrir miðuðu á mann vélbyssu.

Skilaboðin voru alveg skýr: Hér kemstu þú ekki upp með neitt múður.

Viggó Jörgensson, 22.11.2011 kl. 21:11

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll lesandi.

Ég er einn af þeim sem er ekki sama um öryggi lögreglumanna.

Er alveg geysilega ósáttur við linkind við erlenda stórglæpamenn hérlendis.

Og þessa sem börðu lögreglumennina á Laugavegi og þessi tvö í Hraunbænum.

Og lögreglan á að vera í "heilögu" stríði við þekkta atvinnuglæpamenn.

Og einnig að vernda borgaranna, sjálfa sig og glæpamennina fyrir sjálfum sér.

Með því að taka kerfisbundið af þeim vopnin. Líka önnur vopn en skotvopn.

Og ég er sammála því að allt of langt er að sækja vopn á lögreglustöðina.

En ég er viss um að margir lögreglumenn eru ekki færir um að bera skotvopn.

Þeir sem standast kröfurnar eiga þá bara alltaf að bera skotvopn.

En það á ekki að auglýsa að hægt sé að brjótast inn í næsta lögreglubíl.

Og stela kannski skammbyssum eða öðrum vopnum.

En ég vil sjá meira til sérsveitarinnar við að meðhöndla erlenda glæpamenn.

En ekki við að snúa niður sjö ára stráka með knallettubyssuna sína.

Og enn sem fyrr þá þurfa lögreglumenn að hafa góða dómgreind.

Það er nauðsynlegt að kunna samtalstæknina og að gefa heldur í nefið.

Hörðu framkomuna á ekki að sýna fyrr en fokið er í öll skjól.

Það á ekki að byrja á þeirri framkomu nema við þekkta glæpamenn og

menn sem eru dópaðir þannig að þeir séu til alls vísir.

Viggó Jörgensson, 22.11.2011 kl. 21:30

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta með Útey og Norðmennina var með ólíkindum.

Norðmenn hafa bæði lögreglu og her.

Og þetta var í sjálfri höfuðborginni.

Af hverju voru ekki sendar skyttur með litlu þyrlunum?

Þeir áttu að sjálfsögðu að leggja hald á þær þyrlur sem þarna voru.

Sama hvort þær voru í einkaeigu, á vegum fjölmiðla eða hvað.

Viggó Jörgensson, 22.11.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband