Sérsveitin leiti kerfisbundið að vopnum.

Þetta getur varla verið svo stór hópur afbrotamanna sem telja sig hafa þörf fyrir skotvopn.

Sérsveitin ætti einfaldlega að stöðva þessa kunningja sína kerfisbundið til vopnaleitar.

Og dómstólar veita væntanlega fúslega leitarheimild hjá föstum viðskiptavinum.

Eigi almenn lögregla að hafa skotvopn nærhendis, ætti ekki að segja frá því.

Og gera þyrfti alveg sérstakar kröfur til þeirra lögreglumanna sem ættu að hafa skotvopn á vaktinni. 

Þeir ættu að standast sérstaka skoðun sálfræðings og geðlækna.

Þar sem gegnið yrði úr skugga um að þeir þjáist ekki af starfsþreytu. 

Geti unnið undir gríðarlegu andlegu álagi án þess að missa dómgreindina.    

Það er engan veginn sjálfgefið að allir lögreglumenn séu færir um að bera skotvopn að staðaldri. 

En því miður ekki lengur hægt að fordæma þann möguleika að einhverjir þeirra geri það.    

Þar fyrir utan er svo að sjá sem svokölluð sérsveit ríkislögreglustjóra nýtist nær ekkert við almenna löggæslu. 

Þeir piltar virðast eyða vinnuskyldunni í líkamsræktarstöðvum en ekki við löggæslustörf. 

Aldrei hef ég séð sveit þessa sýna sig niður Laugaveginn að kvöldlagi eða í miðbænum um helgar.

Og væri þó oft full þörf á. 

Fyrirkomulag sem Ögmundur hlýtur að endurskoða.  


mbl.is Þarf að ræða viðbúnað lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Viggó, engin spurning lögreglan verður að hafa vopn við hendina, nú fara rúmenarnir að koma í boði Jóhönnu þá fara klíkurnar að berjast, víkingasveitin eða sérsveit lögreglunnar verður að hafa leitarheimild tilbúna hver mínúta skiptir máli,

Kunningi minn var að koma frá Singappor þar voru aðvaranir á flugvellinum dauðadómar fyrir nauðgun og dópsmigl aðrir dómar strangir, við þurfum að setja kraft í nágrannavörslu og fá betri upplýsigar frá stjórnvöldum hvernig á að bregðast við glæpum, en glæpamennirnir eru orðnir lykilmenn hjá fluttningafyrirtækjum og verktökum þeir eru búnir að olnboga sig upp hjá sínum yfirmönnum og borga fyrir greiðan með eyturlyfjum og vændi,

Bernharð Hjaltalín, 22.11.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Bernharð.

Nýjasta smyglið í gegnum Straumsvík styður þetta sem þú segir.

Viggó Jörgensson, 22.11.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband