Fréttatíminn reynir að hræða almenning með skotvopnaumfjöllun.

Í nýjasta tölublaði Fréttatímans er margra síðna umfjöllun um sérsveit lögreglunnar.

Ítarleg umfjöllun og myndir um skammbyssur, hríðskotarifla og upptalning á fleiri skotvopnum.

Hér er augljóslega verið að hræða almenning frá því að mæta á Austurvöll við þingsetningu. 

Einfaldast er að guðsþjónustan verði haldin í Alþingishúsinu. 

Þá þarf ekki lögreglu til að gæta alþingismanna fyrir landsmönnum.

Og lögreglumenn geta í friði fundað um launakjör sín.   

Öruggast væri að einstaka ráðherrar héldu sig heimavið.

Bæði þá og eftirleiðis. 


mbl.is Ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Láttu ekki samsæriskenningarnar ná taki á þér Viggó og éta þig innan frá. Það skilur þig eftir tómann, og það viltu ekki.

hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Hilmar.

Það er ekkert gaman af samsæriskenningum

nema einhver nenni að bera þær til baka. 

Nú sofna ég óvenjulega vel. 

Að hafa haft rétt fyrir mér. 

Viggó Jörgensson, 25.9.2011 kl. 01:15

3 identicon

... Það að löggan eigi vopn, eins og margir landsmenn, þó þau séu aðeins öflugri, á það að hræða þig frá því að mæta á Austurvöll?

Ef þú ert svona sannarlega hræddur um að löggan mæti og skjóti alla þar... þá er vandinn meiri en svo að ein grein í fréttatímanum eigi að hræða þig.

Hef reyndar ekki heyrt af því að löggan sé að skjóta fólk mikið... Kanski í öðrum veruleik en þeim sem ég lifi í.

Hallur (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 10:47

4 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

við viljum nú ekki fá guðþjónustuna inn á alþingi, þessi batterí eru allt of tengd nú þegar.

Ingi Þór Jónsson, 26.9.2011 kl. 10:39

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hallur.

Ég á ekkert sökótt við lögregluna.

Þetta kemur henni eiginlega ekkert við.

Þarna eru vinstri menn á dagblaði að gera sitt besta.

Til að hræða fólk frá því að steypa þessari ónýtu ríkisstjórn.

Eins og fólk gerði með þessa á undan, undir tryggri stjórn kommúnista.

Sérsveitin og vopn hennar eru notuð í þessum tilgangi.

Viggó Jörgensson, 26.9.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ingi Þór.

Ef fólkið í landinu vill breyta því að þessi Guðstrú sé ríkistrú.

Þá bara breytir þjóðin því.

En þangað til getur Guðsþjónustan verið í hvaða ríkisbyggingu sem er.

Prestar og alþingismenn eru ríkisstarfsmenn.

Og þeim veitir víst ekki af.

Að biðja fyrir sér.

Viggó Jörgensson, 26.9.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband