Ferðamenn eiga dauðan vísan í Afganistan.

Sómalía, Afganistan og norðvesturhluti Pakistan eru með síðustu löndum sem vesturlandabúar ættu að ferðast til.

Eða með öðrum orðum alls ekki að ferðast til nema þeir séu dauðvona hvort sem er. 

Það er rétt með herkjum að Rauðikrossinn geti haldið úti starfssemi í þessum löndum. 

Tveir Bandaríkjamenn eru nýsloppnir úr þriggja ára fangelsi í Íran.

Nægilega var það vitlaust hjá þeim að vera í göngutúr í Írak.

En bættu um betur er þeir voru að auki við landamæri Írans.

Og villtust svo yfir landamærin.  Segja Íranir auðvitað.  

Þannig eru nýlenduveldin í Evrópu búin að haga sér í þriðja heiminum.

Og síðar Bandaríkjamenn með gráu ofan á svart. 

Að hvítir menn geta sums staðar ekki látið sjá sig.  

Ekki einu sinni læknar og hjúkrunarfólk. 


mbl.is Ferðamaður myrtur í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband