17.11.2009 | 14:45
En úldið mjöl, roð og fiskbein í öll mál, í köldum torfkofum. Skattpíningar-Stalínismi eins og á Kúbu.
Skattpíning er eina úrræði ríkisstjórnarinnar. Það mun ekki duga.
Aukin skattpíning mun leggja atvinnuvegina í dróma. Ekki eykur það skatttekjur.
Aukin skattpíning stuðlar að flutningi skattgreiðenda úr landi. Ekki eykur það skatttekjur.
Á Kúbu mega menn rækta rófur í garðskikanum hjá sér. Af hverjum 10 rófum tekur ríkið strax 7 rófur í skatta. Af hverjum 10 rófum eru Kúbverjar skyldugir til að selja ríkinu 2, fyrir verð sem ríkið ákveður. Sjálfir mega Kúbubúar svo hirða eina rófu af hverjum 10 sem þeir rækta sjálfir.
Niðurstaðan er skýr. Kúbverjar nenna ekki að rækta rófur í garðinum sínum.
Þennan Stalínisma hef ég séð sjálfur. Fór í sömu flugvél og Steingrímur Jóhann Sigfússon til Kúbu.
Steingrímur lærði ekkert í ferðinni. Hann trúir enn á Stalínsráðin þó að félagi Kastró hafi sannað öðrum betur að skattpíningarkommúnismi leggur þjóðfélög í rúst.
Kreddur Steingríms væru einkamál ef hann væri ekki fjármálaráðherra Íslendinga. Kannski sá síðasti?
Ekki hætta á greiðsluþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:53 | Facebook
Athugasemdir
Það eina sem skattpíning hefur í för með sér er að fólk vinnur upp að skattmörkum, restin, ef einstaklingurinn hefur tök verður "svört" vinna. Þetta gerir ekki neitt annað en letja fólk til vinnu, minka skattekjur í ríkissjóð. Þetta hefur verið reynt á Íslandi áður, skilaði engu, unga fólkið og þeir sem tök höfðu á fluttu úr landi. Þetta er uppskrift á skerðingu á skattekjum.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:20
Ef þið skiljið peninga, verðbólgu, fjármagnstekjuskatt, lög Íslands og stjórnarskránna okkar þá er Steingrímur að gera gott betur. þú átt garð og skalt skila 10 rófum, leiðrétting, 15 rófum, nei, leiðrétting 18 rófum til ríkisins. Þú setur niður 100 rófur en tekur bara upp 95 rófur, þú þarf samt að skila 18% af rófuaukningunni til ríkisins! Skrítið.
Castro er þó "sanngjarn" að ef þú ræktar ekki rófur þá þarft þú ekki að borga / skila þeim til ríkisins. Hérna tapar þú rófum en þarf samt að skila rófum til ríkisins.
Snjalli Geir, 18.11.2009 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.