Og við ræktum hvali, sem eru að éta okkur út á gaddinn.

Hvalir éta árlega um 2 miljónir tonna af sjávarfangi í kringum Ísland. 

Þeir éta átu, síli og smáfisk frá nytjastofnum okkar.  Auk þess éta þeir stóran hluta af nytjastofnunum sjálfum.

Þetta þykir náttúruverndarfasistum allt í lagi. Hvalir eru jú svo gáfaðir. Skítt með mannfólkið.  Líka gaman að sýna svínfeitum vesturlandabúum síspikaða hvalina okkar.  

Svo drepst hvalurinn engum til gagns.  Þar fara niður miljónir tonna af hvalkjöti er betur væru komin í maga sveltandi barna. 

Heimska okkar mannanna er takmarkalaus. 


mbl.is 17.000 börn deyja daglega úr hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha, fólk lifði af jörðinni í Afríku í 200þús ár. Hvalir hafa lifað lengur í Norðuð-atlandshafi og fiskarnir með. Vesturlandabúar éta margfallt meira kjöt en þeir gerðu fyrir 100 árum. Eftir iðnvæðingu eru stöðugt fleiri svæði sem fara undir ruslahauga og námugröft eða framleiðslu á óétanlegu drasli sem annars færi í að rækta mat.

Heldurðu virkilega að við getum lifað eins og við lifum, nema bara veitt fleiri hvali, hennt þeim til Afríku og þá verður allt í lagi með heiminn?

Með svipað góðri röksemdarfærslu ætla ég að leggja það til að við hendum hvíta manninu, sem étur og étur og deyr svo engum til gagns, fyrir hvalina. Getum kannski búið til mjöl úr þeim til að auðvelda meltinguna fyrir hvalina. Þetta ætti bæði að hjálpa börnunum í Afríku þar sem færri hvítingjar yrðu á sveimi til að skemma jörðina þeirra og líka vistkerfi sjávar þar sem hvalirnir fá nú nægju sína úr mannamjöli en ekki með meintri útrýmingu smáfiska.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Rúnar Berg.

Gildismat er auðvitað einstaklingsbundið. 

Ég tel hagsmuni sveltandi barna mun rétthærri en óþurftarskepnu sem ætti að vera útdauð eins og risaeðlurnar.

Ég tel algerlega öruggt að ef hval fækkar, getum við Íslendingar veitt meira út nytjafiskstofnum okkar. 

Einnig ættum við í leiðinni að nýta hvalkjöt meira.   Ef greiða á af icesave ætti það að vera t. d. með hvalkjöti sem ESB löndin gætu nýtt til þróunarhjálpar handa sveltandi fólki.   T. d. í þriðja heiminum og BNA eða þessum nýju ESB löndum þar sem 17% af mannskapnum hefur ekki lágmarksnauðþurftir. 

Ég er auðvitað sammála þér um að sóun, mengun og bruðl okkar vesturlandabúa getur ekki gengið svona áfram. 

Mannakjötsmjölgerð úr hvítu fólki nenni ég ekki ræða.   Þú ert algerlega rökþrota með svona málflutningi eða eitthvað verra.  

Viggó Jörgensson, 17.11.2009 kl. 17:33

3 identicon

Jamm, ég hef gjörólíka sýn á þróunarhjálp en þú svo nokkuð er víst, og ég er viss um að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála. En hér kemur mitt sjónarhorn.

Viðvarandi sult í Afríku (Indlandi, Grænlandi og Ameríku sunnan Texas) er fyrst og fremst okkur hvítu vesturlandabúunum að kenna. Við tökum of mikið af þeirra landi og auðlindum til að búa til drasl handa okkur (einnig lúxusvarning eins og olíu, gæludýr og suðræna ávexti). Afleiðingarnar eru að þetta fólk getur ekki lifað því lífi sem það hafði lifað öldum saman. Við komum til móts við það með því að bjóða þeim að vinna fyrir okkur í verksmiðjunum sem við byggjum og búa í borgunum sem við reisum. En eigin fjármálakerfi gerir okkur ekki kleyft að bjóða öllum þennan þó ósanngjarna díl. Stríð, hungursneyð, fátækt o.fl. er svo bein afleiðing þessarar skortstefnu og afskiptasemi sem við keyrum þarna.

Peningagjafir til þessa heimshluta eru hlægilegar að mér finnst. Því þetta fólk er svelltandi út af því hvernig við lifum. Við eru þau sem taka auðinn úr landinu þeirra og notum hann til að lifa lífi sem þetta fólk getur ekki dreymt um. Og svo bjóðumst við til að gefa til baka örlitla prósentu af arðráninu sem við stundum. Við hlægum að bankaköllunum sem stálu peningunum okkar, settu okkur í ævarandi skuld og gefa okkur kökuspaða í staðinn, en íbúar þriðjaheimsins búa við margfallt meira óréttlæti. Og það sem verra er að í hvert skipti sem einhver þeirra vill rísa upp gegn þessu óréttlæti, þá er þeim mætt með herafli, sem er jú sér kapítuli til að fjalla um.

Í rauninni þá sætti ég mig ekki við neitt minna en að við hvítu mennirnir látum Afríku vera. Algjört brottnám okkar úr álfunni gæti kannski bætt heimshlutan um einhver prósentu stig, en á meðan við erum þarna er prósentan alltaf í mínus. Þannig að þegar þú ferð að tala um hvalveiðar eins og einhverja lausn, þá sé ég bara enn eina afskiptasemi hvíta mannsins sem endar bara á því að sama vitleysan haldi áfram þar til að hvíti maðurinn loks útrýmir sjálfum sér.

Eins og ég segi þá er ég ekki að reyna að sannfæri þig um neitt, heldur bara koma mínu sjónarmiði á framfæri. Og ég lýt svo á að hvalir, afríkubúar og grænlendingar hafi nákvæmlega sama réttinn til lífs og við hvítingjarnir, og hafa nákvæmlega sama tilkall til fæðunnar sinnar og við.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður aftur.

Þegar ég var á þínum aldri hefði ég líklega verið alveg sammála þér.   Án þess þó að vita neitt um málið.  Ég var ekki svona mikill heimsmaður og þú ert orðinn og er það ekki enn.  Ég hef ekki komið til nema um 20 landa en sé á blogginu þínu að þú hefur aldeilis gert betur. Svo hef ég aðeins yfirborðþekkingu á innri málefnum Afríku og þá helst af lestri frábærra greina eftir Jón Orm Halldórsson stjórnmálafræðing. Held að hann komist nálægt kjarna málsins. 

Fyrir utan þjófnað á þjóðarauði og framtíð, var landaskiptingin það versta sem hvíti maðurinn gerði í Afríku. Reglustrikuaðferðin þvert á lönd, ár og þjóðir er ein af ástæðum þess að enn eru menn að brytja hvern annan niður með sveðjum, eins og í Rúanda fyrir fáum árum. Þjóðir (ættbálkar) voru slitnar í sundur og lentu sitt hvoru megin við landamæri sem hvítir menn teiknuðu á landakort. Þannig lenti minnhluti einhverrar þjóðar í landi með meirihluta af einhverri annarri þjóð eða mörgum. Svipaðar afleiðingar sáum við reyndar í löndum fyrrum Júgóslavíu eftir hrun kommúnismans í Evrópu. Þó er ekki allt slæmt í Afríku hvitum mönnum að kenna.  Þar er rík hefð fyrir því að sjá um sína, sinn ættbálk o. s. frv.  Enn er spilling innfæddra eitt af helstu vandamálum þeirra.  Þeir sem komast þar til valda eru einatt að hugsa um sjálfa sig, sína ættingja sinn ættbálk, sína þjóð.  Alls ekki fólkið úr hinum þjóðflokkunum sem eru í landi þeirra, þeir geta bara drepist eða farið. Það þarf meiri menntun og tvær þrjár kynslóðir í viðbót til að komast yfir þennan hugsunarhátt og þessa stjórnarhætti. Þetta er auðvitað einfölduð mynd en ég trúi að þetta sé staðan svona gróft séð, þar til mér verður leitt annað fyrir sjónir.  Svo eru  stjórnarherrarnir til í að eyða peningum í vopnakaup af okkur hvíta fólkinu, þó að fólkið líði fullkominn skort. Þér að segja hef ég ekki veit ég ekki um hvort gagn er af þróunarhjálp.  Menntun og læknishjálp hlýtur þó að vera til bóta.  Varla er þó auðvelt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálpa sér sjálfir og er ég þá að tala um spillta stjórnarherra.

Eitt hef ég lært með árunum og það er heimurinn er vondur og mannskepnan allra verst.   Og það sem verra er, að heimurinn verður aldrei góður eins og maður vonaðist til á þínum aldri.   Það þýðir samt ekki að gefast eigi upp fyrir kúgun, heimsku og mannvonsku.  En vegna eðlis mannskepnunar verður það eilífðarverkefni.  

Eins og spilltur stjórnarherra er ég bara að hugsa um okkur Íslendinga þegar ég segist vilja fækka hval stórkostlega, ekki þróunarhjáp, þó að ég hafi sett málið í það samhengi.     

Eftir aldamótin 1900 voru Norðmenn og Japanir langt komnir að útrýma hval í Atlantshafi.  Það er undirstaðan undir því að Íslendingar komust upp úr torfkofunum.  Nægur fiskur til að koma okkur á lappirnar þó að Bretar, Þjóðverjar og fleiri, væru að veiða hérna líka.  Nú hefur hval fjölgað svo á nýjan leik að hann er bókstaflega að éta okkur aftur á miðaldir, út á gaddinn.  Ef ég réði yrði hvalur drepinn í stórkostlegum stíl en vil gjarnan að kjötið yrði nýtt.  Nú verður hvalurinn að mestu ellidauður engum til gagns.   Ef þú værir sauðfjárbóndi værir þú ekki einnig með úlfahjörð í haganum. Kjúklingabóndi er ekki með minkafjölskyldu í hænsnahúsinu. Fiskveiðiþjóðin Íslendingar eru hins vegar með hvali í nytjafiskstofnum sinum.  Á þessu er nákvæmlega enginn munur.  

Hvort á fólkið eða hvalir að nýta fiskistofnanna við Ísland.  Ég segi fólkið. Vilji enginn hvalkjötið ætti það bara að fara í skepnufóður innanlands. 

Viggó Jörgensson, 18.11.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband