Hér er ekki heimboð fyrir alla sem telja sig eiga bágt í veröldinni.

Það er fráleiddur barnaskapur að 300 þúsund Íslendingar geti tekið við öllum sem telja sig eiga bágt í vondum heimi.

Danir hafa brennt sig alvarlega á barnalegri greiðasemi við fólk sem jafnvel grefur kerfisbundið undan danska þjóðskipulaginu. 

Við eigum alveg nóg með okkar eigið fólk eins og er.   Starfsfólk Útlendingastofnunar á að fara að lögum.  Ráðamenn eiga ekki að fara að geðþótta úr af einstökum upphlaupum.

Mér hefur skilist að Íslendingar í t. d. Thailandi fá þar hvorki landvistarleyfi, atvinnuleyfi eða ríkisborgararétt.   Það er auðvitað til að hægt sé að vísa þeim tafarlaust úr landi ef eitthvað bregður út af, þó svo að þeir hafi lifað þar og starfað í áraraðir.  

Á sama tíma fá Thailendingar landvistarleyfi, atvinnuleyfi og ríkisborgararéttindi hérlendis ef því er að skipta. 

Annarra þjóða einstaklingar eiga auðvitað ekki að fá meiri réttindi hérlendis eða fyrr en við getum sjálf fengið í þeirra löndum.  Þetta þarf að kanna og hætta þessari einhliða velvild við þjóðir sem ekkert láta í staðinn við okkar fólk. 


mbl.is Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er auðvitað freistandi að leggja þetta mál út á forsendum pólitísks rétttrúnaðar. Mörgum mun þykja það jákvætt af ráðherra að bjóða mótmælendum til viðræðna í stað þess að leyfa reiðinni að vaxa og þurfa svo að kalla til lögreglu.

Það er í það minnsta mín afstaða. Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni.

Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 12:55

2 identicon

Ég mótmæli.

Fólk er fólk ekki búfénaður. Fólk sem kemur hingað sem flóttafólk er ekki samanburðahæft við Íslendinga sem fara til Tælands. Við getum alveg snúið heim þegar við viljum án þess að við verðum sótt, pynt, fangelsað eða myrt af pólitískum ástæðum.

Annað. Lög eru ekki heilög, þau voru samin af mönnum og engum ber að fara eftir þeim telji hann þau ekki réttlát. Sé líf mans í húfi tel ég lög engin fyrirstæða til þess að bjarga lífi mans.

Og nei. Telur þú að við eigum nóg með okkar fólk, þá telur þú rangt. Á góðærinu gátum við ekki tekið að okkur flóttafólk, þannig hljótum við að geta það núna. Auk þess er nóg framleitt í þessu landi sem endar á haugunum. Ef við myndum henda öllum afgangsmatnum okkar í flóttafólk þá gætum við alveg útvegað því sæmilegt líf. Nóg er af húsnæði, rafmagni og vatni sömuleiðis.

Þó svo að eitthvað hafi klikkað hjá Dönum þýðir það ekki að það muni klikka hjá okkur. Bandaríkjamönnum tókst ekki að koma sér upp velferðarkerfi, eigum við þá að sleppa því? Sé flóttafólk til vandræða í Danmörku (sem ég efast um), þá eigum við að komast að því hvers vegna en ekki senda það út í opin dauðan.

Og mundu þetta er fólk en ekki ísbirnir sem við erum að tala um, nema fólkið er vís dauðinn sé það vísað úr landi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:55

3 identicon

Þetta er afar þröngsýn afstaða hjá þér. Mjög samhengislaust blaður sem hér er ritað. Það er enginn að tala um að taka á móti öllum sem telja sig eiga bágt, heldur að mál þeirra séu tekin fyrir af alvöru áður en ákveðið er að senda fólk út í mjög líklegan dauða.

Það hefur, án undantekninga, verið farið að lögum í málinu öllu í heild, bæði af hálfu Útlendingastofnunar og ríkisstjórnar.

Útlendingastofnun hins vegar notar ákvæði í Dyflinnarsáttmálanum sem gefur þeim færi á að firra sig allri ábyrgð á úrlausn mála þessara einstaklinga! Þetta ákvæði er HVERGI skráð í landslög.

"Þetta þarf að kanna og hætta þessari einhliða velvild við þjóðir sem ekkert láta í staðinn við okkar fólk."

Þetta er EKKI velvild við þjóðir! Þetta eru einstaklingar, hverrar þjóðar sem þeir svo eru, sem þurfa á aðstoð að halda. Dragðu höfuðið úr sandinum og sjáðu að heimurinn er jú stór, Ísland er jú lítið, en mannúðar er þörf. Punktur.

Sigrún (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við gætum verið skuldbundin að þjóðarétti þó að slíkur þjóðréttarsamningur hafi ekki verið innleiddur í íslenska löggjöf.

Það er alveg á hreinu að Íslendingar senda ekki fólk út í opinn dauðann. 

Er búið að dæma þetta fólk til dauða einhvers staðar?    

Erlendir einstaklingar hafa auðvitað auðgað íslenskt samfélag alla tíð.   En það er engu að síður ekki heimboð hér fyrir flóttafólk.  Við höfum bara ekki efni á að slaka neitt á þeim reglum, það er hreinn kjánaskapur að halda það.  

Danir og fleiri þjóðir eru í helvítis vandræðum og ekkert sem segir að sumt af því fólki hefði ekki lifað betra lífi heima hjá sér en í einhverjum glæpagettóum í Danmörku.   

Viggó Jörgensson, 30.3.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Einar Axel Helgason

„Það er alveg á hreinu að Íslendingar senda ekki fólk út í opinn dauðann. Er búið að dæma þetta fólk til dauða einhvers staðar?“

Hefur þú aldrei heyrt um pólitískar ofsóknir? Hefur þú aldrei heyrt að ríkisstjórnir og aðrir valdníðingar eru víða til sem eru reiðubúnir að taka fólk af lífi og pynta án dóms og laga (þú þarft nú ekki að fara lengra út fyrir vestræna menningu en á bandarísk yfirráðasvæði Kúbu) og jafnvel þegar dómur og lög eru fyrir hendi kunni að ræða um ólög sem dæmt er eftir. Heldur þú kannski bara að slíkar ofsóknir og morð tilheyri annarri vídd eða öðrum tíma? Heldur þú kannski bara, að með því að hafna alfarið að taka á móti gyðingum frá Þýskalandi nasismans að þá hafi Íslendingar bara staðið af sér þá ábyrgð sem þeir bera fyrir að vernda þá sem hvergi eiga heima?

Þú þyrftir að líta í kringum þig. Þú þyrftir að stíga út úr dauðhreinsuðu íhaldskúlunni þinni og sjá að ríki drepa – líka íslenska ríkið.

Einar Axel Helgason, 30.3.2009 kl. 14:03

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Einar Axel það er mikil vonska í veröldinni og ekki sérstaklega að sjá að mannkyninu hafi farið neitt fram. 

Enn er verið að umskera stúlkur, kúga konur, og þrælka börn.   Það breytir engu um það að við Íslendingar getum ekki tekið við neinni viðbótarómegð eins og sakir standa. 

Þeir sem hvergi eiga heima koma auðvitað frá einhverjum löndum en þeir eru ekki frá Íslandi svo mikil að víst. 

Auðvitað gætum við aðstoðað þetta fólk með að finna uppruna þess svo að það komist heim til sín. 

Ég sé ekki að Gyðingar séu í dag neitt skárri við Palestínumenn en nazistar voru við þá sjálfa.  Það þýðir hins vegar ekki að við förum að bjóða Palestínumönnum að flytja hingað til lands.     

Egill Helgason blaðamaður dvelur öll sumur í Grikklandi.  Ekki hef ég heyrt hann lýsa því að þar séu pólitískar ofsóknir svo miklar að gengið sé af fólki dauðu.   Grikkir eru meira að segja í Evrópusambandinu.  Ég gæti hins vegar vel trúað að hælisleitendur í Grikklandi séu ekki vistaðir á hótelum með litasjónvarpi og öllum lúxus eins og hér er gert.  

Viggó Jörgensson, 30.3.2009 kl. 14:32

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sure einar það væri frábært að Ísland gæti bjargað heiminum en Ísland einfaldlega ræður ekki við það.

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2009 kl. 14:58

8 identicon

Sæll Viggó

Bryndís heiti ég og er ein af þeim sem skrifaði þessar kröfur sem þú krækir bloggið þitt við. Við erum ekki að ætlast til þess að allir fái dvalarleyfi einn, tveir og bingó. Helfur að málsmeðferð hælisleitenda og meðferð þeirra sjálfra verði bætt. Þær meðferðir sem þeir þurfa nú að þola eru ómannúðlegar, hvort sem þeir fá "já" eða "nei" við umsóknum sínum.

mbk

Bryndís 

Bryndís (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:14

9 identicon

Varðandi komment nr. 6.

Tveir Grikkir mættu með hópnum til Rögnu og töluðu um mál hælisleitenda í Grikklandi. Þau voru með myndir af búðunum sem sumum þeirra er haldið í. Hryllingurinn sem þar við blasti talaði sínu máli, og svo töluðu þeir einnig um eigin reynslu frá heimalandi sínu.

Ég efast um að þessar búðir sem þeir höfðu myndir af séu nálagt sólstrandabekk Egils Helgasonar.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:33

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við höfum ástundað íhaldsemi í málum ólöglegra innflyjenda og ég legg til að við gerum það enn um sinn. En hvert mál verður að rannsaka sjálfstætt og aldrei má gnaga svo langt í þessari íhaldssemi að mannslífum sé stefnt í hættu eða þá að fólk sé sent beint í einhverja þá ógæfu sem er dauðanum verri. Við höfum afar vel varin landamæri frá hendi náttúrunnar og ættum ekki að vera í hættu með að hér myndist örtröð vegna ólöglegra innflytjenda.

Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband