Félagi Steingrímur aðalritari stofnar Gúlag og atvinnubótavinnu greitt af galtómum sjóðum.

Það eru ekki stórkostleg áform um stórauknar virkjanir og rafmagnssölu, stórauknar hvalveiðar og stórauknar fiskveiðar sem ríkisstjórnin boðar.   Áform um að auka þjóðartekjur og velferð.  Nei það þarf ekki að missa svefn út af því að ríkisstjórnin hrapi í þjóðþrifaverk. 

Galtómir sjóðir eins og Atvinnuleysistryggingasjóður og senn gjaldþrota Íbúðarlánasjóður eiga að borga fyrir fyrir atvinnubótavinnu.  

Athugað verður hvort eitthvað sé til í bílastæðasjóði líka, til að fjölga stöðumælavörðum við að sekta þá fáu sem verða á bíl.  

4000 manns verða með skóflu og haka að moka til snjóflóðavarnargörðum sem nokkrir kallar settu upp með vélskóflum.  Allir með keðju um fótinn svo að þeir finnist ef snjóflóð fellur. 

Þeir sem festast í keng í bakinu af mokstrinum eiga að bogra við að sýna útlendingum hundasúrur og njóla og rétta þannig við fjárlagahallann. 

Þeir sem verða með samfallna hryggjarliði af að sveifla hakanum, en ganga uppréttir, eiga að kvikmynda útlendinganna við að skoða njólann.  

Þetta er það nýjasta frá höfuðbóli ríkisstjórnar Samfylkingar og VG.  Ekki vantar nú þjóðráðin þar á bæ. 

Ekki deyjum við úr hungri og vosbúð með aðra eins snillinga við stjórnvölinn svo hjálpi oss allir heilagir. 


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrúlegt hvað flokkstrúarbrögðin eru lífsseig. Hvernig er hægt að tala svo illa um 4000 ný störf handa atvinnulausum Íslendingum?

Hversu stórum hlut sjálfsmyndar þinnar hefur þú fjárfest í sjálfsstæðisflokknum? Væri allt ömurlegt ef hann væri ekki til einn daginn?

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Gunnar Geir.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert á mínum vegum og ég ekki á hans.   

Ég er ekkert að tala illa um 4000 ný störf. 

Ég er að tala um sjálfsblekkingu þessa ágæta fólks sem þarna fer fram.  Eða er það virkilegt að þau trúi þessu sjálf?

Hvaða fjölskylda gæti lifað af því að vinna hvert fyrir annað og skattleggja hvert annað?   Það verður að vera einhver frumverðmætasköpun.    

Fiskur, rafmagn, hvalur, kindakjöt, ál, járnblendi, lyf, hugbúnaður, ferðaþjónusta, tæknibúnaður eða hvaðeina sem við getum selt öðrum þjóðum með hagnaði sem nægir til að reka þjóðarbúið.

Nú höfum við misst gríðarlegar tekjur af bankastarfssemi, skuldir okkar hafa aukist gríðarlega og gengi krónunnar fallið.  

Eina leið okkar út úr þessum vandræðum er að framleiða meira af frumverðmætum, rafmagni, fiski, hval o. s.frv. og fá aukinn hagnað af þjóðarframleiðslunni.   

Það er klár vanvitaháttur að það sé einhver lausn að auka atvinnu á kostnað ríkissjóðs.  Hvaðan á ríkissjóður að fá tekjur til að standa undir slíku?   Aukin kvikmyndagerð, Guð minn almáttugur að setja þetta á blað.  Hvað með norðurljósin? Af hverju var það þá ekki með? 

Það eina sem skiptir máli í alvöru af því sem ríkisstjórnin nefnir er ferðaþjónusta, þar kemur þó gjaldeyrir.  Það er þó aðeins dropi í hafið. Stór hluti á að vera í byggingariðnaði.  Hvar á að fá gjaldeyri fyrir byggingarefninu? 

Það eina sem getur bjargað okkur er stórkostlega aukin rafmagnsframleiðsla og auknar fiskveiðar. 

Til þess þarf að virkja sem mest og drepa nær allan hval.   Aðeins barnslega saklausar sálir trúa því í alvöru að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sé eitthvað haldbærara en að pissa í skóna sína í frosti. 

Mér er í sjálfu sér sama hver stjórnar landinu.  En það mega ekki vera vanvitar sem ekkert skilja í gangverkinu.  

Aðeins fábjánar trúa því virkilega að við höfum efni á að friða hval og hætta að virkja orkuauðlindir okkar.   

Viggó Jörgensson, 7.3.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband